Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 k a u p þ i n g í n o r E g i þegar Exista og Kaupþing leituðu eftir stórum hlut í Stórabrandi – en saman eiga þau þar núna tæplega 30 prósenta hlut. Exista átti líka í Sampo og tryggingafélagið VÍS á Íslandi. Spurningin sem allir spurðu sig var þessi: Voru íslenskir fjármála- menn búnir að semja nýja stórsóknaráætlun með það að markmiði að ná undir sig norræna tryggingamarkaðnum? Lánsfjárkreppan í vetur hefur leitt til þess að enn hefur ekkert sést til hugsanlegrar sóknar. Fulltrúar bæði Exista og Kaupþings voru og óþreytandi við að segja að hluturinn í Stórabrandi væri langtímafjár- festing og ekkert annað. Ekki liður í stórum yfirtökuáætlunum. Er einhver framtíð í þessu fyrirtæki með stóra nafnið? Fjárfestar eru á einu máli um að fyrirtækið sé meira en bara nafnið tómt og forn frægð. Það er sagður góður póstur að eiga hlut í Stórabrandi. „Mikill klumpur!“ segir einn kauphallarspámaður við Frjálsa verslun um Stórabrand. Möguleikarnir eru miklir, sérstaklega ef yfirtakan á sænska félaginu heppnast vel og lánsfjárkreppan varir ekki þeim mun lengur. Lánsfjárkreppan Áður en lánsfjárkreppan skall á var fullyrt að Stóribrandur hefði keypt SSP of dýru verði. Sænska félagið kostaði 15 milljarða norskra króna. Stóribrandur var þá metinn á 22 milljarða. Þetta var stór biti að gleypa, sérstaklega þegar vitað var að endurskipuleggja þyrfti sænska félagið. Hjá Stórabrandi er núna sagt að sú vinna gangi samkvæmt áætlun. Lánsfjárkreppan hefur einnig breytt verulega stöðu Kaupþings, stærsta ein- staka eiganda Stórabrands. Það hefur leitt til vangaveltna um að Kaupþing ætli að selja hlut sinn í Stórabrandi. Það myndi væntanlega enn rýra verðgildi þessara bréfa. Úr 86 krónum í 50 Bréf í Stórabrandi hafa fallið í verði undanfarna mánuði. Fjórir þættir eru taldir valda þar mestu; lánsfjárkreppan; upphaflegt verð á SSP; óvænt aukinn vaxtakostnaður við að fjármagna yfirtökuna á SSP og vangaveltur um hvort Kaupþing ætli að selja bréf í fyrirtækinu. Þegar Kaupþing keypti síðasta hlut sinn í maí árið 2007 og náði 20 prósent eignarhlut var gengi bréfanna í hámarki – 86,95 norskar krónur. Núna ári síðan er gengið fallið um tæpan helming. Algengt verð á bréfum í Stórabrandi á vormánuðum 2008 er um 45 til 50 norskar krónur. Það er engu að síður helmingi hærra verð en var á Stórabrandi fyrir fimm árum þegar félagið var hætt að sinna öðru en líftryggingum og lífeyrissparnaði. Mat markaðarins á Stórabrandi var á þeim tíma að þetta væri traust félag þar sem fullorðið fólk geymdi lífeyrissparn- aðinn sinn. Hins vegar var arðurinn af rekstrinum lítill. Svo upphófust vangaveltur um að einhverjir hygðust reyna að yfirtaka Stórabrand. Orðrómurinn jókst þegar kom fram á árið 2006. Líklegt þótti að einhver fjármálastofnun hygðist bæta gamla Stóra- brandi við eignasafn sitt. Það var í þessari stöðu sem fréttist af íslensku víkingunum. Nöfnin Lýður og Ágúst Guðmundsynir, Exista og Kaupþing tóku að birtast í viðskiptamiðlum. Aldrei var þó barist um Stórabrand og vangaveltum um yfirtöku lauk endanlega á hluthafafundi í Tónlistarhúsinu í Osló 24. október 2007. Sátt um dreift eignarhald Niðurstaðan var sú að enginn tæki Stórabrand yfir og að eignin dreifðist sem fyrr á fjölmarga. Hins vegar samþykkti meirihluti hlut- hafa að Stóribrandur tæki sjálfur yfir sænska félagið SSP. Þar með voru stærstu eigendur Stórabrands sammála um framtíð hans sem sjálfstæðs félags. Stóribrandur yrði í framtíðinni umtalsvert félag á sviði líftrygginga og lífeyrissparnaðar á Norðurlöndum. Kaupþing á stærstan hlut í Stórabrandi, 20%, og Sigurður Ein- arsson stjórnarformaður Kaupþings er í stjórn Stórabrands. Norska tryggingafélagið Gjensidige hefur líka heimild til að kaupa allt að 20% en hlutur þeirra hefur lengst af verið 10%. Nú í vor hefur Gjensidige þó aukið sinn hlut hægt og bítandi þrátt fyrir að við- skiptablaðamenn vari við kaupum á bréfunum. Annars dreifist hlutafjáreign mjög mikið og víða um lönd. Fjöl- margir lífeyrissjóðir í Bandaríkjunum, Bretlandi og Lúxemborg eru stórir eigendur ásamt Kaupþingi, Exista og Gjensidige. Við bætist svo fjöldi smárra hluthafa, hinir svokölluðu smásparendur. Enginn á ráðandi hlut í Stórabrandi en Kaupþing og Exista geta saman stöðvað ákvarðanir sem þurfa samþykki tveggja þriðju hlutahafa. upphafsárið 1767 Það hafa oft logað eldar kringum Stórabrand. Upphaflega varð hann til sem hlutafélag árið 1847 undir nafninu Christiania Almindelige Brandforsikrings-Selskab for Varer og Effekter. Idar Kreutzer, forstjóri Stórabrands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.