Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 36
36 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 Hvað skýringar eru á því að íslenskum fyrirtækjum hefur fækkað svo mikið í kauphöllinni frá því þau voru þar flest? „Í fyrsta lagi miklar umbreytingar á atvinnuháttum þjóðarinnar sem sjást best í brotthvarfi sjávarútvegsfyrirtækja úr kauphöllinni. Í öðru lagi hefur alþjóðavæðing markaðarins hér opnað augu manna fyrir öðrum áherslum eins og seljanleika, verðbili og skýrari fram- tíðarhorfum fyrirtækja. Þetta hefur þýtt auknar áherslur á erlend hlutabréf og skerpt verulega samanburðinn við þau fyrirtæki sem skráð eru hér heima. Sum þeirra standast þann samanburð fyllilega, en önnur síður. Þessi þróun er eðlileg og hliðstæð því sem gerist á öðrum nýmörkuðum.“ En hvaða afleiðingar hefur það fyrir hlutabréfamarkaðinn á Íslandi þegar skráðum íslenskum fyrirtækjum fækkar svo mikið? „Hann minnkar og þéttist. En eftir eru færri en sterkari félög sem eru betur í stakk búin til að keppa á alþjóðamörkuðum.“ Telur þú að bankarnir muni að lokum kjósa að skrá höf- uðstöðvar sínar erlendis – og fara þannig til evrunnar fyrst evran kemur ekki til þeirra? „Það er raunverulegur möguleiki, ekki síst þar sem Ísland á undir högg að sækja um þessar mundir sem skerðir samkeppnishæfi bank- anna á erlendum mörkuðum. Á hinn bóginn er skattaumhverfið hér hagfellt og verður hagfelldara, gangi fyrirhugaðar skattalækkanir eftir. Ég held að menn muni enn þreyja þorrann og sjá hvort ekki rofi til í umræðu um evru eða einhvern annan gjaldmiðil, eða hverjar þær úrbætur sem kunna að verða við skipan gjaldeyrismála hér á landi.“ Ert þú hlynntur því að Ísland gangi í Evrópusambandið og að tekin verði upp evra á Íslandi? „Ég vil ekki taka einarða afstöðu með eða á móti, fyrr en ég veit hvað um er að semja. Mér finnst því mál til komið að umræðan komist í gang og fái eðlilega meðferð hér. Aðeins þannig getum við tekið afstöðu til þess hvað er í boði og getum síðan hagað okkar gjaldeyr- ismálum í samræmi við þá afstöðu.“ Hvað telur þú að brýnt sé að gera á næstu mánuðum í atvinnulífinu til að vinna gegn þeim skaða sem hin alþjóð- lega fjármálakreppa hefur haft á íslenskt atvinnulíf? „Efla trúverðugleika á ný og gæta aðhalds í rekstri, bæði hins opinbera og í einkageiranum. Það er augljóst að ekkert fyrirtæki fær þrifist við núverandi vexti í íslenskum krónum. Á meðan aðgengi að erlendum lánum er verulega laskað er fátt að gera í stöðunni nema spila vörn og stilla væntingar í takt við ástandið.“ Telur þú að teikn séu á lofti um betri tíð á næstu mán- uðum eða á hagsveiflan eftir að teygja sig enn neðar með atvinnuleysi og lækkandi húsnæðisverði? „Það eru jákvæð teikn á lofti um að ástandið sé að batna. Þannig er nýleg lántaka Glitnis í Noregi og síðasta útspil Seðlabankans á gjald- eyrismarkaði ljós í annars dimmum horfum. Hins vegar tel ég að „Það hefur fyllilega staðist væntingar okkar að hafa höfuðstöðvarnar norðan heiða,“ segir Þorvaldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.