Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.2008, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðugrein Ingvaldur kallar þetta „hobbýverslun“. Fyrir hann sem versl- unarrekanda þýðir þetta að verslanir verða að vera aðlaðandi, varan verður að vera sýnileg og taka þarf vel á móti viðskiptavinunum. „Það er rosaleg samkeppni og álagningin lítil,“ segir Ingvaldur. „Við erum ekki alltaf með lægsta verðið en viljum tryggja að viðskiptavinurinn fái góða þjónustu og þá vöru sem hann leitar eftir.“ Óboðinn gestur Ingvaldur hefur sjálfur eftirlit með þjónustunni í verslunum Merl- ins. Hann kemur í búðirnar án þess að gera boð á undan sér. Hann ver oft tveimur dögum í viku í þessar heimsóknir og segist alltaf vera með annan fótinn í búðunum. „Flestir starfsmenn þekkja mig og sjá þegar ég kem. Þeir taka því ekki á móti mér eins og hverjum öðrum viðskiptavini,“ segir Ingvaldur. „Ég er ánægðastur þegar nýr starfsmaður tekur á móti mér og ég fæ sömu góðu þjónustuna og allir viðskiptavinir eiga að fá.“ Ingvaldur segir að þessar fyrirvaralausu heimsóknir hafi í fyrstu valdið óánægju. Einn verslunarstjóri sagði upp vegna ónæðis af heimsóknunum. Áður höfðu yfirmenn í fyrirtækinu boðað komu sína. Þá ruku allir upp til handa og fóta og settu upp sparisvipinn áður en eftirlitið kom. „Ég hef bent starfsfólkinu á að markmiðið er ekki að þóknast mér heldur að þóknast viðskiptavinunum. Það á alltaf að taka vel á móti öllum. Það er ekki nóg að allt líti vel út þegar yfirmennirnir koma,“ segir Ingvaldur. Ingvaldur segist ekki hafa orðið var við andúð vegna þess að hann er útlendingur – eða Íslendingur – sem fær það hlutverk að taka erfiðar ákvarðanir í fyrirtæki í vanda. Sólarhringsvinna Þegar ég spyr um vinnutímann hjá Ingvaldi komumst við að því að þetta er sólarhringsvinna. „Ég er í raun og veru alltaf í vinnunni. Fyrir mig er þetta bæði vinna og áhugamál,“ segir Ingvaldur. Hann reynir þó að standa sig sem fjölskyldumaður. Kona hans er Brynja Blanda Brynleifsdóttir, 36 ára viðskiptafræðingur, og börnin eru tvö: Maríanna Björg, 6 ára skólastúlka, og Einar Helgi, 3 ára leikskólapiltur. „Ég reyni alltaf að koma heim í mat á kvöldin og borða með fjölskyldunni,“ segir Ingvaldur. „Síðan þegar börnin eru komin í ró byrjar vinnan oft aftur hjá mér.“ Börnin tala dönskuna reiprennandi eins og þau væru innfædd. Foreldrarnir eru tregari við tungumálanámið. „Ég hélt fyrst að ég yrði fljótur að ná dönskunni en það hefur ekki gengið alltof vel. Ég er enn frekar stirður í dönskunni,“ segir Ingvaldur. Hjá Merlin talar hann því oftast ensku. Fjölskyldan hefur búið í Óðinsvéum í tvö ár. Næsta vetur er hins vegar ætlunin að vera á Íslandi, bæði til að halda tengslum við landið og vegna þess að ný verkefni bíða hjá BT-búðunum. Hann er enn að vinna í ritgerðinni sem hann skilaði í september árið 2005. Umsvif Merlins og BT Velta á síðasta fjárhagsári: 800 milljónir danskar krónur í Danmörku. 2.500 milljónir íslenskar krónur á Íslandi. Samtals velta í íslenskum krónum ca. 15 milljarðar. Sala: 4,5 milljón hlutir seldir á ári. Stöðugildi hjá Merlin-keðjunni: 317. En um 600 eru á launaskrá Voru 491 við yfirtökuna. En um 800 voru þá á launaskrá. Fjögur álíka stór vörusvið: Fartækni• : Farsímar og aðrir símar, myndavélar, upptöku- vélar, filmur, GPS-tæki, MP3-spilarar og aðrir spilarar ásamt þjónustu og fylgihlutum - 20% markaðshlutdeild. Tölvutækni• : Tölvur, skjáir, prentarar, minniskubbar og fylgi- hlutir - 15% markaðshlutdeild í Danmörku, meiri á Íslandi. Stafræn skemmtun• : Tölvuleikir, kvikmyndir og tónlist á DVD, leikföng fyrir fullorðna og börn – leiðandi á Íslandi, sterkir í Danmörku. Heimilisskemmtun• : Sjónvörp, geislapilarar og græjur – mestu sóknarfærin fyrir Merlin. Helstu keppinautar: Í Danmörku: Fona, Expert og Elgiganten Á Íslandi: Elkó og Max Auglýsingar Merlins eftir að Íslendingarnir keyptu fyrirtækið Ákveðið var að gera nýtt slagorð. Úr varð slagorðið: „Det’ damn billigt“....„þa’r fjári ódýrt“. Það er notað í bland við eldra slagorð: „Magisk verden af små priser“...„töfraheimur lágra verða“. Nýja vörumerki Merlins í Danmörku er hannað af Cosmographic í Óðinsvéum. En það fyrirtæki sér um hönnun og umbrot fyrir Merlin og BT. Sjónvarpsauglýsingar eru hannaðar af Miðstræti í Reykjavík. Mikla athygli hefur vakið í Danmörku að Merlin varð sér úti um „eigin rödd“. Rödd Merlins í útvarpsauglýsingum er frá einum þekkt- asta uppistandara Dana, Uffe Holm. Þetta er fræg, rám og hás rödd. Það vekur ekki síður athygli að Merlin leyfir Uffe Holm að ráða því sjálfur hvað hann segir í auglýsingunum. Einkennisdýr í Danmörku er kanína og hún kemur mikið við sögu í öllum auglýsingum og útstillingum Merlins. Ingvaldur útskýrir af hverju: „Merlin er líka nafn á seiðkarlinum í sögunum um Arthúr konung. Grínið hjá okkur var það að nú væri töframaðurinn horfinn á braut en hafði skilið eftir pípuhattinn og töfrasprotann. Upp úr pípuhattinum stökk gul kanína og tók hún töfrasprotann og byrjaði að galdra sem mest hún mátti án þess að kunna tökin á sprot- anum góða. Hún beitti m.a. galdri á verð í búðunum sem hríð- lækkaði og oft niður fyrir öll velsæmismörk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.