Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 10

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 10
ALLAN M. MITCHISON: MÚRHÚÐUN Múrhúðun er mikilvægur þáttur í byggingariðnaði landsmanna. Mikil- vægi þessa þáttar sést best á því að samanlagt vegur úti og inni múrhúð- un um 9,2% í byggingarvísitölunni. Næsta lítið hefur verið ritað um múrhúðun og á það jafnt við um múrblöndur og eiginleika harðnaðs múrs sem og markaðinn fyrir þau efni er notuð eru i múrblöndur. Rannsóknastofnun byggingariðnað- arin's gaf að vísu út rit 1976, er nefn- ist „Múr og múrblöndur - nokkur tæknileg viðhorf“ eftir Harald As- geirsson og bætti það nokkuð úr brýnni þörf. Umræður hafa átt sér stað undan- farið um múrhúðun almennt, það er að segja hvort og hvernig komast mætti fram hjá því að múrhúða. Tækniþróun og framfarir í notkun efnis og vinnu i byggingariðnaði eru nauðsynlegar og í raun forsendur þess að unnt sé að hamla á móti stöðugt hækkandi byggingarkostn- aði. I grein þeirri er hér fylgir er áætl- uð lausleg efnisþörf við múrhúðun fyrir landið allt. Markmið ritstjórnar Iðnaðarmála með birtingu þessarar greinar er að áhugaaðilar velti fyrir sér hvort ekki komi til álita að framleiða ýmsar teg- undir tilbúins þurrmúrs, er einvörð- ungu þyrfti að blanda í vatni á bygg- ingarstað. Gera má ráð fyrir að á þennan hátt mætti létta nokkuð störf múrara enda fyllsta ástæða til og einnig má gera ráð fyrir að efnisrýrnun á bygg- ingarstað yrði minni, en slikt er og æskilegt. - Ritsljórn. Irtngangur Utimúrun er vegin sem 2,7% af byggingarvísitölunni og innimúrun 6,5% og er |)á átt við summu efnis og vinnuþátta. Nauðsynlegt er að gefa sér eftir- farandi forsendur við áætlun efnis- magns: 1. Stærðir þeirra flata er múraðir eru í byggingum á ári. 2. Meðalþykkt múrlaga á hinum ýmsu stöðum í byggingum. 3. Meðal efnisblöndur við múrun. Umfang byggingaframkvæmda ár- in 1972-1976 er hér gefið samkvæmt upplýsingum Þjóðhagsstofnunar, kafla 1. Meðaltöl þeirra bygginga er lokið var á ári á framantöldu tímabili er sýnt í töflu I. f töflunni eru bygg- ingar flokkaðar í samræmi við notk- un í fyrsta dálki töflunnar. Flatarmál múrflata samkvæmt töflu I er lagt til grundvallar við áætlun þessa. Múrfletir deilast í: 1. Útveggi, steypta og hlaðna. 2. Innveggi, steypta og hlaðna. 3. Gólffleti. 4. Loftfleti. 5. Stiga og ganga. 6. Viðgerðir. Þar sem önnur efni en múr eru oft notuð við frágang veggja - svo sem klæðningarefni ýmiss konar og inn- veggir oft gerðir úr tré og múrhúðun er stundum sleppt, verður að nota minnkunarstuðla samanber töflu III. TAFLA I Rúmmál bygginga — meðaltal 1972-1976 Byggt rúmmál Aœtlað gólf- jlatarmál ÁætlaS flatar- Áœtlað flatar- mál innveggja mál útveggja 1. Skólar 80.108 26,703 13,352 9,346 2. Félagsheimili og kirkjur 12,950 4,316 2,158 3,021 3. Sjúkrahús 1 32,689 10,8% 5,448 2,542 4. Opinberar byggingar 57,320 19,107 1,911 6,688 5. Verksmiðjur og verkstæði ... 255,467 85,156 25,547 42,578 6. Verslunar-og skrifst.húsnæði . 150,890 50,297 15,089 12,575 7. Vöruskemmur 41.731 13,910 1,391 6,955 8. Verksm. og landbún.byggingar 17,245 5,748 0,575 2,874 9. Fiskhús 39.833 13,278 1,328 6,639 10. Síldar- og fiskimjölsverksm. . 23.759 7,920 0,792 3,%0 11. Onnur fiskvinnslubús 52.945 17,648 1,765 8,824 12. Bændabýli 403.608 134.536 1,345 18,836 13. íbúðabyggingar 858.893 318,108 159,054 132,774 Samtals 2.027.438 707,623 229,755 257,612 4 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.