Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 22

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 22
það, hvort leggja ætti fyrirtækið niður, eða kaupa nýjar vélar og gjörbreyta fyrirtækinu. Þeir völdu sið- ari kostinn og þurfa ekki að iðrast þess. Nær nýjar og fullkomnar kembivélar voru seldar úr landi og aðrar vélar til framleiðslu á nælonþræði keyptar í staðinn. Húsnæði Hampiðjunnar hefur nær tuttugfaldast frá því hún hóf starfsemi sína, úr 450 fermetrum upp í tæp 9 þúsund. Starfsfólkið er nú um 220 tals- ins. í dag er Hampiðjan eini framleiðandi botn- vörpuneta á íslandi. Magnús Gústafsson, forstjóri Hampiðjunnar, sagði okkur, að framleiðsla fyrirtækisins hefði síð- ustu árin farið jafnt og þétt vaxandi. Síðasta ár var framleiðslan 1282 tonn, í ár er áætlað að hún verði 1580 tonn, þar af verða plaströr væntanlega 200 tonn, en 1380 tonn veiðarfæri, sem skiptast þannig, að af línum og köðlum verða framleidd 790 tonn, 568 tonn af netum og bætingarefni og 22 tonn af dreglum, sem notaðir eru í stað nautshúða á botn- vörpu. Hampiðjan hefur lengi þurft að keppa við inn- flutning á jafnréttisgrundvelli, því veiðarfæri hafa verið ótolluð eða lágt tolluð. Innlend veiðarfæra- gerð hefur því engrar tollverndar notið. Það hefur leitt af sér að Hampiðjan er eina innlenda veiðar- færagerðin, sem hefur staðið af sér sviptibylji ís- lenskrar hagstjórnar og breyttraframleiðsluhátta. En það hefur einnig leitt af sér að hún er vel í stakk búin til þess að keppa á erlendum markaði við hina sömu keppinauta og hún glímir við hérlendis. Mark- aðshlutdeild Hampiðjunnar hér innanlands er há. í línum og grönnum köðlum er hún um 80%, í sverari köðlum frá 45-60%, í vörpunetum er hún komin yfir 70%. Dreifing á framleiðslu Hampiðjunnar hérlendis er með nokkrum sérstökum hætti. Fyrirtækið selur net sín að vísu til nokkurra stórra útgerðarfélaga, en Kristján Ó. Skagfjörð hf. selur önnur net. SÍS, LÍÚ, Kristján Ó. Skagfjörð hf., Þ. Skaptason hf., Sandfell hf. og fleiri sjá svo um sölu á línum og köðlum. Hampiðjan framleiðir einungis vörpunet. Þrátt fyrir ítrekaðar arðsemisathuganir hafa niðurstöður ávallt orðið þær, að ekki borgaði sig að framleiða nótaefni og þorskanet, þar hafa hinir erlendu kepþi- nautar, aðallega Japanir, Suður-Kóreumenn og For- mósubúar, notið lágs launakostnaðar, sem Hamp- iðjunni hefur ekki ennþá tekist að jafna með betri tækni. Undanfarin ár hefur Hampiðjan flutt talsvert mik- ið út. í Færeyjum hefur alllengi verið góður og trygg- ur markaður. Mun hlutdeild Hampiðjunnar í vörpu- netum vera álíka þar og hér heima. Einnig hefur all- mikið verið selt til Danmerkur og nú upp á síðkastið hefur opnast stór markaður í Kanada. Hampiðjan hefur á þessu ári séð stóru útgerðarfélagi á Ný- fundnalandi, sem gerir út 39 togara, fyrir öllum net- um. Þeir eru óvanir jafngóðri þjónustu og Hamp- iðjan hefur veitt þeim og vilja áframhaldandi við- skipti. Fleiri útgerðarfyrirtæki á þessum slóðum hafa nú leitað eftir viðskiptum við Hampiðjuna og er markaðshlutdeild hennar á Nýfundnalandi og Nova Scotia nú orðin umtalsverð. Hins vegar er harðnandi samkeppni á kanadíska markaðnum, því að æ fleiri netaframleiðendur renna þangað hýru auga, vegna nýstækkaðrar landhelgi. — Framleiðsla okkar er auðvitað háð sveiflum í sjávarútvegi, segir Magnús Gústafsson. Hnignun línuveiðanna hafði í för með sér samdrátt í sölu á línuefni. Framleiðslan á því fór hjá okkur lengst Hér sést yfir hinar fullkomnu japönsku netahnýtingavélar. 16 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.