Iðnaðarmál - 01.01.1978, Page 24
Hér eru þræðirnir, sem mynduð-
ust í samstæðunni á mynd 1
snúnir saman í gildari þætti í
fléttingavélum.
vorum hræddir um hann á hraunbotni, en hann virð-
ist einnig henta þar vel. Sums staðar nota menn
stöku steina með honum, einkum til þess að hindra
rek, en sjómenn telja það allt annað að vinna með
þessum teini.
— Er unnt að búa til flottein án sérstakra flot-
holta?
Magnús svarar. Það hefur óneitanlega aukist
mjög áhugi á því, eftir að neðri teinninn breyttist
svona. Norðmenn nafa gert slíkar tilraunir, en fram-
leiðsla þeirra hefur ekki náð fullri viðurkenningu.
Við erum að gæla við þá hugmynd að búa til tein
með meira floti en áður, svo unnt verði að sleppa
flothringjunum.
— Hvernig gerið þið það?
— Ég get ekki skýrt frá því nákvæmlega, þar eð
tilraunir standa enn yfir, en grunnhugmyndin er að
minnka rúmþyngd plastsins.
— Þið framleiðið einnig plaströr. Hvers vegna
byrjuðið þið að framleiða fyrir landkrabbana?
— Við höfum talið æskilegt að auka fjölbreytnina,
svo við yrðum ekki eins háðir sveiflum sjávarútvegs-
ins, og þá höfum við einkum hugsað um framleiðslu,
þar sem sérþekking okkar og starfsreynsla nýttist.
Rörin eru framleidd úr plasti og við þekkjum orðið
býsna vel til þess, síðan farið var að framleiða netin
úr gerviefnum. Við hófum framleiðsluna í fyrra og
framleiddum þá 130 tonn, en í ár ætlum við að
framleiða 200 tonn. Við framleiðum bæði skólprör
og rafmagnsrör. Við gerðum samning við þýska
fyrirtækið Omniplast, sem ábyrgðist að við næðum
viðhlítandi gæðum, ef við fylgdum þeirra ráðum um
efni og uppskriftir. Þeir prófuðu síðan framleiðslu
okkar, áður en hún fór á markað, og hún er við það
miðuð að fullnægja þýskum gæðakröfum. Skólp-
rörin eru annars vegar rauðbrún til utanhússnota
og hins vegar grennri grá rör til innanhússnota. Þau
rör eru hitaþolin og flytja ekki eld. Þau eru öll múff-
uð og sett saman með þéttihringjum úr gúmí. Raf-
magnsrörin, sem við framleiðum, flytja heldur ekki
eld og þau hafa reynst vel, þykja mjúk og þjál og
verða ekki mjög stökk í kulda, eins og þykir gjarna
fylgja plaströrum.
— Framleiðið þið líka fittings?
— Nei, fyrir því er ekki grundvöllur, þar nýtur
stóriðnaður sín, því vélar og mót til slíkrar fram-
leiðslu eru óheyrilega dýr. Hins vegar göngum við
þar inn í ákveðið kerfi, svo allur fittings, sem fellur
að okkar framleiðslu, er fáanlegur.
— Hafið þið reynt að flytja rörin út?
— Nei, flutningskostnaður á rörum er það mik-
ill, að það borgar sig ekki. Við látum okkur nægja
innanlandsmarkaðinn, enda er sá gjaldeyrir sem
sparast, jafnverðmætur þeim sem aflað er. Innflutn-
ingur á þessum rörum, einkum skolprörunum, hefur
minnkað stórlega síðan við byrjuðum.
18
IÐNAÐARMÁL