Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 27

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 27
Þannig líta hringarnir út, þegar þeir koma úr mótunum, fjórir helmingar í hvert sinn. Iðnaðarmál ræddu í sumar við Jón Sigurðarson, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, um nýmæli þau í veiðarfæraiðnaði, sem fyrirtækið hefur tekið upp. — Það var í september í fyrra, sem við hófum framleiðslu á flothringjum fyrir net, segir Jón. Norska fyrirtækið Panco hafði alllengi framleitt langmest af þeim flothringjum, sem íslensk útgerð notaði. Þeir voru alhliða plastframleiðendur, en á- kváðu að einbeita sér að heimilisbúnaði úr plasti og losa sig við allar hliðargreinar. Þá kom upp sú hug- mynd að við tækjum við flothringjaframleiðslunni og við fengum allar vélar, mót, framleiðsluþekk- ingu og allar upplýsingar um viðskiptasambönd og dreifikerfi norska fyrirtækisins á þessu sviði í Nor- egi jafnt og erlendis. Okkur þótti þetta girnilegt, vegna þess að ekkert annað fyrirtæki hérlendis framleiðir þessa vöru og íslendingar keyptu um 80% sinna hringja frá Panco. Framleiðslan hefur gengið mjög vel og raunar salan einnig. Markaðshlutdeild okkar hér innan- lands er há, en hins vegar hefur salan innanlands dregist saman vegna lélegrar netavertíðar. Veiðar- færaiðnaður okkar verður alltaf sveiflukenndur vegna sveiflna í útveginum sjálfum. i Noregi höfum við um 50% markaðshlutfall í netahringjum. Það sem hefur reynst okkur einna erfiðast í sam- bandi við söluna til Noregs er að koma vörunni fljótt og vel í gegnum tollafgreiðslu og áfram til hinna fjölmörgu viðskiptavina úti um hinar dreifðu byggðir. Ég fór til Noregs til þess að kanna þessi mál og mér tókst að ná mjög hagstæðum samningi við fyrirgreiðslu- og dreifingarfyrirtæki, svo nú kom- um við vörunum eftir „beinni línu“ frá verksmiðju til neytandans þar í landi. Viðskiptamenn hafa orð- ið mjög ánægðir með þetta fyrirkomulag og sjálfum okkur kemur þetta mjög vel, því að við þurfum eng- ar áhyggjur að hafa af vörunni eftir að við höfum á annað borð afhent hana. Ég skýt þessu nú að til fróðleiks þeim, sem kunna að lesa þetta, því ég er hræddur um að þarna verði ef til vill stundum nokk- ur misbrestur á, þegar menn senda vöru beint til dreifðra neytenda. — Eru trollkúlurnar arfur frá Panco? — Nei, þær höfum við þróað sjálfir og fram- leiðsla þeirra hefur gengið mjög vel. Við gerum okk- ur góðar vonir um að ná innanlandsmarkaðnum þar að verulegu leyti, því okkar kúlur eru ódýrustu kúlurnar á markaðnum, miðað við dýptarþol. Þær þola þrýsting niður á áttunda hundrað faðma dýpi. Við gerum okkur vonir um að geta selt þær til Kan- ada, Danmerkur og Færeyja. Hringina seljum við til Noregs, eins og ég gat um áðan, auk þess til Dan- merkur, Færeyja og Kanada og vonumst til að geta einnig selt þá til Grænlands. Hér vinna 15-20 manns. Ég hef mikla trú á því að veiðarfæraiðnaður eigi mikla framtíð fyrir sér hér- lendis. Hann hlýtur að njóta þess að við höfum sterkan heimamarkað, en það er kostur, sem mikið af okkar útflutningsiðnaði nýtur því miður ekki. Þá ber þess að geta, að okkar snjöllu fiskimenn eru ómetanlegir ráðgjafar hvað varðar þennan iðnað. Þeir eru mjög kröfuharðir, og það tryggir að við höf- um ávallt góða vöru. — Eru fleiri nýjungar á döfinni hjá ykkur? — Ekki í veiðarfæraiðnaði, en við erum að hefja framleiðslu á gerlaræktunarskálum úr plasti, sem mikið og í vaxandi mæli eru notaðar á hvers konar rannsóknarstofum. IÐNAÐARMÁL 21

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.