Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 3

Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 3
Ljósm: Jóhanna Kr. Hauksdóttir Ávarp fyrrverandi sveitarstjóra Ágætu Fáskrúðsfiröingar, íbúar Fjarða- byggðar og gestir. Nú leggjum við upp með elleftu Frönsku dagana á Fáskrúðsfirði, en í svolítið breyttu umhverfi frá því sem var á síðasta ári. Að þessu sinni er það undir merkjum nýs sveitarfélags. Eftir að sameining sveitarfélaganna Austurbyggðar, Fjaröabyggðar, Fáskrúðs- Qarðarhrepps og MjóaQarðarhrepps var samþykkt þann 8. október 2005, hefur verið unnið að undirbúningi formlegrar sameiningar sem síðan tók gildi 9. júní sl. Þrátt íyrir að svona sameiningu fylgi alltaf nokkuð rót vonast menn til að óþægindi verði í lágmarki fyrir íbúana á meðan unnið er að samruna sveitarfélaganna og slípa hann til. Mörkin eru hins vegar afar óljós á því hvenær samrunaferli líkur og eðlileg þróun tekur við. Það er afar ör þróun i samfélagi okkar í dag bæði vegna þeirra athafna sem eiga sér stað hér og eins vegna stöðugt aukinna krafna um góða stjómsýslu og þjónustu sveitarfélagsins. Við megum vera ánægð og stolt af nýja sveitarfélaginu okkar, það er hvergi á landinu annar eins uppgangur og hér. Breytingamar sem hafa orðið á örfáum missemm em stórkostlegar og hraði þeirra slíkur aö það er hreint undravert að ekki stærra sveitarfélag en Fjarðabyggð er, skuli geta tekist á við svona verkefni. Vitanlega er alltaf eitthvað sem betur má fara, en það em mál sem tekist er á við þegar upp koma og leyst með sem bestum hætti hverju sinni. Allt byggist þetta á því að hafa hæft og gott starfsfólk sem tilbúið er að taka á sig aukið álag og reyna að leysa sem best úr þeim málum sem upp koma, oft undir mikilli pressu og óvæginni gagnrýni. Gagnfyni er af því góða en hún verður að vera uppbyggileg, réttmæt og sanngjöm. Það gengur mikið á í samfélagi okkar og mikið þarf að gera á skömmum tíma. Verður ærið verkefhi að laga til og ganga frá þegar þessum stóm framkvæmdum líkur og eðlileg þróun tekur við. Þetta em skemmtilegir og spennandi tímar sem viö emm öll þátttakendur í og verðum að leggja okkar af mörkum til að vel gangi og umhverfi og samfélag verði eins og við viljum helst hafa það. Samgöngumál hafa verið ofarlega í huga fólks síðasta ár og má segja að aukinn kraftur hafi færst í þá umræðu eftir opnun Fáskrúðsfjarðarganga. Þetta glæsilega mannvirki opinberaði mönnun hvílík bylting getur falist í úrbótum í samgöngum og er þó ekki allt komið fram í þeim efnum enn, því sfyrkur sameiningar sveitarfélaganna sem nú mynda Fjarðabyggð er að nokkm falinn í bættum samgöngum. Það er því ekki að ástæðulausu að menn vilji allt til vinna til að fá ný jarðgöng milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og sá þungi eykst enn frekar sé horft til öryggis og umferðar sem um Norðfjarðarveg fer. Allt þetta rót og breytingar hafa í för með sér fjölmarga ánægjulega þætti. Fyrir utan aukna fjölbreytni í störfum og möguleika ungra Austfirðinga til að snúa heim að námi loknu, uppbygging sem ekki hefur sést svo telur í ámm og jafhvel áratugum, léttari lundar og aukinnar bjartsýni hjá íbúum, þá er það ekki síst viðsnúningurinn í íbúaþróun sem er gmnnurinn að áframhaldandi jákvæðri þróun. Gmnnurinn að öflugra félags- og menningarstarfi, nýjum og fjölbreyttum tækifæmm. Ég vil nota tækifærið og bjóða alla nýja íbúa velkomna í sveitarfélagið og vona að þeim eigi eftir að líka vel í þessu samfélagið okkar sem þeir nú em orðnir þátttakendur i að móta. Þá vil ég einnig bjóða gesti okkar velkomna og vona að þeir eigi ánægjulegar stundir með okkur á Frönskum dögum, en eins og flestum er kunnugt, eiga Franskir dagar rót sína að rekja til vem franskra sjómanna hér við land allt frá síðari hluta nítjándu aldar og fram yfir 1930. Þetta vom merkilegir tímar sem ég hvet alla til að kynna sér. Saga sem vekur samkennd með öllum Islendingum vegna tengsla við sjósókn, sorg og gleði. Saga sem markaði djúp spor í menningarsögu FáskrúðsQarðar og skapaði órjúfanleg tengsl við framandi land og menningu, sem endurvakin hafa verið með vinabæjarsamskiptum við Gravelines í Frakklandi. Þaðan sem fjölmargir sjómenn komu til að sækja gull í greipar islenskra fiskimiða. Að venju miðum við við að allir geti átt hér skemmtilega daga og fundið eitthvað við sitt hæfi. Fjölskyldur geti notið samvista og átt ljúfar stundir með vinum og kunningjum. Að lokum vil ég þakka íbúum Austurbyggðar fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Megi helgin veröa ykkur öllum ánægjuleg. Góða skemmtun. Steinþór Pétursson fv. sveitarstjóri Austurbyggðar 3

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.