Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 11

Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 11
Franskir dagar - Les jours fran^ais sem komu á Fáskrúðsfjörð, Marteinn eða Björgvin í Kompaníinu fengu útvarp á sama tíma. Fyrst voru þetta aðallega veðurfregnir en fljótlega var farið að senda út messur. Farið var með geymana í hleðslu inn að Búðum. „Pabbi hafði skrifstofu í stofunni og skrifaði þar ræðumar. Útvarpið var við skrifborðið íyrir neðan símann sem var á veggnum” Að sögn Sigrúnar gekk sr. Haraldur oftast inn aö Búðum, sú ferð tók um tvo tíma. Albert á Brimnesi bar hann gjarnan yfir Gilsána. Við og við fór hann með Alla tíndu, við gengum í röð eftir eynni frá norðri til suðurs, vomm með strigapoka fyrir dúninn og skjólur fyrir eggin. Það fór allur dagurinn í að fara yfir eyna. Mér fannst þetta alltaf skemmtilegt. Við fómm líka í Æðarskerið, þar var oft slæmt að leggja að. Þegar ég man eftir mér var skarfakál í Æðarskerinu en lítið um annan gróður. Ef strekkingur var á heimleiðinni, var gott að verða tekinn í tog af trillunum sem vom að koma af sjó. Svo þurfti að þurrka og hreinsa dúninn. Hann var hitaður á eldavél úti í skúr og þá Segðu mér í lokinfrá skólagöngu og brottflutningnum? í Fáskrúðsfirði var farskóli, Bjami Jónsson frá Grófargerði á Héraði kenndi, „hann var sérstaklega vandaður maður”. Knútur Þorsteinsson frá Loðmundarfirði kenndi á suöurbyggðinni og innsveitinni. Kennarinn dvaldi í tvær til þrjár vikur á hverjum bæ „svo setti hann okkur fyrir” Sigrún var tvo vetur í Alþýðuskófanum á Laugarvatni 1941 - 42 og 42 - 43. Henni líkaði vel vistin þar og fann ekki fyrir heimþrá. „Við vomm nokkur frá Sigrún eignaðist snemma myndavél og hefur alla tið tekið mikið af myndum. Þessi mynd er tekin i Andey. I september 1938fór fjölskyldan innað Tungu i heimsókn. „Þá kom bíllfrá Kom- paníinu med boddíi og náði í okkur". Sigrún stendur i tröppunum. í Dvergasteini á trillunni hans. Þegar var farið í búð var farið með hest og kerm. „Það var ekki farið oft enda tíu kílómetrar og vondur vegur. Mig minnir að pabbi hafi aðallega verslað við Kompaníið.” Haraldur messaði hálfsmánaðarlega á Búðunr og heldur sjaldnar á Kolfreyjustað. Lengst af var almennur safnaðarsöngur eins og almennt var þá. Seinna kom Sigurður Birkis og stofnaði kóra við kirkj- umar. Sóknarbörnin komu gangandi til messu, fólkið fyrir norðan fjall gekk yfir það en Vattamesingar fóm fyrir skriðurnar. Fólkið af suðurbyggðinni kom á bátum. „Alla tíð var mikill gestagangur á Kol- freyjustað, pabbi var um tíma formaður skólanefndar og oddviti. Oft vora hrepps- nefndarfundir heima. Mamma hafði mat fyrir alla. Hún vildi frekar hafa mat fyrir gesti og gangandi heldur en kaffi. Annars hafði pabbi þann sið að bjóða öllum inn án þess að nefna það við mömmu, enda vissi hann að alltaf var eitthvað til” segir Sigrún og hlær við. Dúntekja í Andey í tíð sr. Haraldar var farið u.þ.b. sex sinnum á hverju vori í Andey til að taka æðardún og lítilsháttar af eggjum. „Ætli við höfum ekki farið einu sinni i viku og þá á þríæringi. Oftast vom það sex sem var betra að hreinsa hann. Pabbi fékk oft hrós fyrir dúninn.” Þið hafiðfarið á skemmtanir? „Við fóram stundum gangandi á böll í Templarann og vomm þá samferða unga fólkið á sveitinni. Einnig varstundum farið í Atlavík og í Egilsstaðaskóg. Þá fómm við frá Hafranesi inná Reyðarfjörð á báti. Þegar við fómm á ball til Stöðvarfjarðar þá fómm við á báti í Hvamm og svo gengum við yfir Hvammsheiðina.” Manstu efiir einhverjum sérstökum siðum tengdum jólunum? „Eins og siður var, var bakað heil ósköp til jólanna á prestssetrinu. Mamma skrifaði málshætti á smjörpappír og setti inní hálfmána, það vakti mikla kátínu.” Annaðhvert ár messaði Haraldur á aðfangadagskvöld á Búöum „við borð- uðum saman án hans og svo fékk pabbi sér þegar hann kom”. Jólatréð var smíöað úr tré og fest á það greinar og lyng sem safnað var saman úti í móa og höfð á logandi kertaljós, tréð var mannhæðarhátt. „Mamma var kát og söngelsk, hún tók þátt nreð okkur, við dönsuðum í kringum tréð og fómm í leiki. Þetta var uppi á lofti í gamla húsinu, alltaf vom einhverjir krakkar frá öðmm bæjum með okkur”. Fáskrúðsfirði: Friðrik Stefánsson, Björgvin Sigurðsson, Karl Sigurbergsson og og Sigsteinn bróðir hans. Seinni veturinn var Ragnar bróðir minn líka sem og Bjöm Friðbjömsson í Vík.” Sigrún og Hjörtur. Sigrún flutti til Reykjavikur 1945, „þar kynntist ég dásamlegum þýskum pilti, Hirti Haraldssyni sem hafði búiö á Islandi í nokkur ár. Við fómm austur um sumarið og pabbi gifti okkur. Það er nú gaman að segja frá því í lokin, í hraða nútímans að ferðin að austan tók tvo daga, fyrri daginn fómm við til Akureyrar og seinni daginn til Reykjavíkur” Sigrún og Hjörtur eiga fimm syni (fyrir hjónaband eignaðist Hjörtur dóttur) samtals em afkomendurnir þeirra 49. Sigrún sendir bestu kveðjur heim til FáskrúðsQarðar og þau hjónin óska öllum góðrar skemmtunar á Frönskum dögum. 11

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.