Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 8

Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 8
Franskir dagar - Les jours fran^ais Á suðurbyggð héma með sígildu afli við sæinn mörg kappgliman tekin er enn. Og víst er að aðrir ei tefla því tafli en tápmiklir, hraustir og djarfhuga menn. En valinn þó maður sé vel á hvem stað þá verða samt engir sem deila um það að formanna hetjumar hæst beri jafnan og hér skal því nöfn þeirra setja á blað. Fyrstan að telja hér sjálfsagt mér sýnist hann Sigberg á Eyri, þann hávaxna mann. Aldrei af sjóveiki piltur sá pínist og pollinn þó ýfi, hann hræðast ei kann. Því hvemig sem gengur og hvað sem að ber með harðfylgi tekið á móti því er. Já svoleiðis menn þarftu hrakninga heimur að hafa sem flesta ef bjarga á þér. Næst eftir Sigberg svo nefna ég vildi hans nábúa Karl okkar Indriðason. Sá hefur marga við hrannimar hildi háð sína æfi og það er nú von, en manneskja alls engin víst til þess veit þó væri að því gengið í sannana leit, að svo mikið hafi hann sem auganu öðm af ástleitni hvarflað í meyjanna sveit. Þar næstan tel ég með þokka og prýði hann Þórodd sem Víkur í gerðinu býr. Sá hefur oftsinnis staðið í stríði við stórlyndan Hlé og hans margtrylltu dýr. En kalt þó að blási og kólgi sig dröfn með karlmennsku og festu hann stýrir í höfn. Ef sjómenn hér allir svo ömggir væm í annála hæfði að skrá þeirra nöfii. Varla þó síður er vert um að tala og verðugt að færa í ljóðstöfum hrós, þann jámeflda kappa hann Jón minn á Bala sem jafnan í formannasveitinni er ljós. Hann íhaldsmenn hatar og allt þeirra stím og ísafold telur hið lakasta rím. En glaður með Hannesi einn fyrir Eystein hann úttaki í nýmjólk frá Þorsteini Briem. Ég út fyrir Víkurá augunum renni þar ekki er lakari drengi að sjá. Þar góðvin minn fremstan í fylkingu kenni formanninn geðþekka Víkingi á. Með festu og elju hann sækir á sjó og sex álna spröku á handfæri dró, og prófessor Áma þann undrafisk gaf hann því illa að fiskmeti sjálfstæðið bjó. Þá ekki ég Hvamminum framhjá má fara þar finnast nú karlar sem hræðast ei sjá. Hann Sigurður aldrei var aflið að spara, ef einhverja björg mátti á kænunni fá. Og vasklega Þórlindur keyrir sinn knör, þó kólgi sig hrannir í sérhverri vör. Það yrðu vist margir af ísalands sonum, er ei myndi henta að þræða hans för. Þá held ég að ekki sé um það að deila að aflasæll löngum hann Kristján minn sé og aldrei í svip hans nein sést hefur veila þó syði á keipum og dimmdi við Hlé. Það Akranes jómfrúnum undrunar fékk og eftir það dáðu þær jafnan þann rekk er rommpela átta í einu hann tæmdi en óstuddur samt niðrí lúkarinn gekk. Nú hvarflar mín sál út á Hafnames strendur þar held ég að verði um kvæðaföng nóg, þar Siggi sem aldrei við kvenfólk var kenndur með karlmennsku á Sleipninum þeytir á sjó. Hann hræðast það þarf ekki halurinn sá, er hvergi út af skírlífis reglunum brá að Vilmundar óheilla aðgerðir nokkrar Ás-Guðrún limum hans framkvæma á. Þá get ég að megi ekki í gleymskuna falla hann Guðmundur okkar sem Sjófuglinn á. Sá hikar nú ekki og hræðist það varla þó hafkóngsins dætur sig ygli á brá. Og Grímur ogjón sem að árunum á sér auðlegðar leita um brimóttan sjá, það sýna að enn er hjá ísalandssonum sú áræðni er feðrunum rómuð var hjá. 8

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.