Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 6
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Texti: Fríöa Bonnie Andersen
Myndir: úr einkasafni
Söngleikurinn Skrúðsbóndinn
og tónskáldið Björgvin Guðmundsson
Á tónleikum í Fáskrúðsijarðarkirkju á Frönskum dögum verða flutt lög úr
fyrsta íslenska söngleiknum, Skrúðsbóndanum eftir Björgvin Guðmunds-
son. Barnabarn hans Fríða Bonnie Andersen tók ljúflega í beiðni okkar um
að segja lítillega frá afa sínum.
Björgvin fæddist að Rjúpnafelli i Vopnafirði
árið 1891. Snemma kom í ljós að hann var
áhugasamur um söng og virtist óþreytandi
aö viða að sér þekkingu á því sviði allt frá
barnsaldri. Fyrstur til að hvetja hann til
að semja lög var Kristján Wíum organisti í
Vopnafjarðarkirkju. Síðar átti það eftir að
liggja fyrir honum að flytjast vestur um haf
til Kanada, meðal annars svo hann mætti
komast í tæri við tónlistarskóla. Starfaði
Björgvin vestra um nokkrurra ára skeið bæði
við kórstjórn og trésmíðar og kom loks að því
að stofnaður var sérstakur styrktarsjóður til
aö kosta Björgvin til náms í Royal College
of Music í London. Þaðan útskrifaðist hann
1928 en sneri aftur heim til íslands þrem
árum síðar, þegar honum bauðst að kenna
við barnaskólann á Akureyri, og settist þar
að ásamt fjölskyldu sinni. Kona hans var
Hólmfríður Guðmundsson, þau eignuðust
eina dóttur, Margréti. Björgvin Guðmundsson
lést 1961.
Það er fróðlegt að velta fyrir sér tilurð fyrsta
íslenska söngleiksins, Skrúðsbóndans.
Grípum niöur í minningar Björgvins þegar
hann var 7 eða 8 ára gamall.:
„A heimili okkar man ég að til voru
fjórar ljóðabækur um þessar mundir (1898-
1899). Voru þær kallaðar: Kristjánsbók,
Matthíasar bók, Steingrímskver og Bóla eða
Hjálmarskver og svo heyröi ég getið um
einhverja Jónasarbók og var mér enda kennt
ýmislegt úr henni. Var mér sagt að höfundar
allra þessarra bóka væru eða hefðu verið skáld
þótti mér mikilsvert um þann titil en mestar
mætur hafði ég á Kristjáni enda mun ég hafa
heyrt hans fyrst getið og fyrst lært vísur eftir
hann svo sem Heimkomuna og Tárið.
Einhverntíma um þetta leiti fór ég út í Ytri-
Hlíð með mömmu og þá heyrði ég Sigurjón
og hana tala um tvö skáld til viðbótar, tvo
bræður, Pál og Jón Ólafssyni. Mun Sigurjón
Björgvin Guðmundsson.
6