Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 12

Franskir dagar - 01.07.2006, Blaðsíða 12
Franskir dagar - Les jours fran^ais Meistaraflokkur kvenna - Leiknir/Sindri. Ljósm: Jóhanna Kr. Hauksdóttir. Þegar þetta er ritað eru Franskir dagar framundan og HM í knattspymu stendur sem hæst. Ungir sem aldnir fylgjast með í sjónvarpi og sumir bregða undir sig betri fætinum og fara á leiki í Þýskalandi. Það er gaman að fylgjast með hvað svona viðburðir ýta við mönnum. Allir hlakka til Franskra daga, menn snyrta bæinn, lóðir og hús eru tekin í gegn og grillin pússuð. Víða er fólk að leika sér í fótbolta jafnvel þeir sem ekki eru þekktir fyrir knatttækni. Ungmennafélagið Leiknir var stofnað hér á Fáskrúðsfirði árið 1940. Það var ungt fólk sem vildi stunda íþróttir og vinna að æskulýðsmálum sem vora hvatamenn að stofnun félagsins. Meðal þess sem unnið var að hér í upphafi var starfsemi fimleikahóps, leikhóps og síöan voru haldnir dansleikir og íþróttir stundaðar í hinni víðustu mynd. Aðstaða til íþróttaiðkunar var ekki beysin í upphafi, samt er það svo að hér reis eitt af fyrstu íþróttahúsum á Austurlandi, bæði íþróttasalur og sundlaug, sem styrktu starfsemi félagsins mikið. Lengi vel máttu menn hér, sem vildu framfarir í þessum málum, hlusta á ráðamenn segja; þið hafið íþróttahús og sundlaug og þurfið ekki meira. Sem betur fer hafa orðið breytingar á hugsun manna varðandi þennan málaflokk og skilningur á mikilvægi þess að stunda íþróttir aukist. Nú höfum við hér gott íþróttahús og þreksal sem Leiknir er aðili að, helst er að vanti heita potta við íþróttahúsið. Nú erum við aðilar að nýrri flottri sundlaug og fjölnota-íþróttahúsi i Fjarðabyggð, sem gerir okkur kleift að æfa allt árið. Frjálsar íþróttir hafa veriö stundaðar af kappi og höfum við átt marga góða frjálsíþróttamenn í gegnum árin. Sund hefur verið mjög vinsælt og fylgt okkur frá byggingu sundlaugarinnar við Skólaveg. Knattspyrna hefur frá upphafi verið vinsælasta greinin hjá félaginu, enda þurfti ekki nema sléttan blett til að fara í knattleik. Nú stendur knattspyrnuvertíðin sem hæst og haldið er úti keppni í öllum flokkum, bæði kvenna og karla. Gengi liöanna hefur verið gott og enginn ástæða til annars en ætla að leiðin liggi áfram upp á við, enda áhugasamir iðkendur. Samstarf íþróttafélaganna í Fjarðabyggð er í fullum gangi sérstaklega í yngri flokkunum og vonumst við til að það verði farsælt. Nú í sumar eins og undanfarin sumur erum við með knattspymu- og leikjanámskeið fyrir lþróttamadur ársins Vilberg Jónasson, Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri og Steinn Jónas- son formaður Leiknis. Þess má geta að Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga gaf allar viðurkenningar afþessu tilefni. Ljósm: Jóhanna Kr. Hauksdóttir. börn fædd 1997 - 2000 og er það mjög vel sótt eða um 30 nemendur vikulega. I ár erum við með þrjá þjálfara sem halda utan um þjálfun flokkanna og þijá unglinga sem aðstoða við knattspyrnu- og leikjanámskeiðin. Kunnum við þeim, ásamt frábærum styrktaraðilum, bestu þakkir fyrir það sem þeir gera fyrir félagið og unga fólkið í bænutn. Leikur Leiknis við Dalvík/Reyni verður á Fáskrúösfjarðarvel 1 i laugardaginn 29. júlí kl. 16:00. Góða skemmtun - Afram Leiknir Steiitn Jónasson, formaður Leiknis 12

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.