Franskir dagar - 01.07.2009, Page 10

Franskir dagar - 01.07.2009, Page 10
Franskir dagar - Les jours fran^ais Þemunes um 1940. Húsiö var byggt af Kristjáni Indriöasyni og Lukku Friöriksdóttur áriö 1916. Eins og áöur segir má lesa um framfarir á ýmsum sviðum í dagbókum Þorsteins og þar er til að mynda aö finna þessa frásögn frá laugardeginum 22. maí 1943: „Gottveður. Var talsvert næturfrost, og hvít Hafranes- Qaran í morgun, af ísreki. Símamennirnir unnu hér í dag, lögðu línuna hér heim. Kl. hálf fimm var komiö simasamband hér heim, og talaði ég bæði við Eyri og Berunes. í kvöld smöluðum við ekki fénu og liggja ærnar því úti í fyrsta sinn í nótt.“ Og enn af framförum þann 30. ágúst 1947: „Dálítill framan vindur fyrst i morgun, sem ekkert varð svo úr. Sólskin öðru hvoru og sæmi- legur þurrkur. Ekki hirtum við þó nema 9 bagga. Sá atburður gerðist hér í dag, að ég fékk í fyrsta sinn vörur á bílum hér heim í hlað. Komu tveir bilar frá Kaupfél. á F.f. með kol og maís, hér heim að kjallaradyrum. Var það áreiðanlega mikill munur, móts við það að fá vörurnar á bát hér að Sandinum." Þorsteinn var alla tíð mikill göngu- og íþróttamaður. Hann fór hratt yfir og skrapp í kaupstað eða á milli bæja fótgangandi án þess að það væri nokkuð tiltökumál. Jóhanna dóttir hans minnist þess einnig að hann hafi einhverju sinni brugöið á leik með börnunum og staðið á haus, þá kominn hátt á sextugsaldur. Hjónin sungu bæöi í kirkjukór Kolfreyju- staðarkirkju og einnig var Þorsteinn safn- aðarfulltrúi til margra ára og sinnti hlutverki sínu sem slíkur af alúð. Sönginn æfði hann ekki aðeins þegar kórinn kom saman heldur mátti oft og tíðum ganga að honum syngj- andi við vinnu, meðal annars í fjósinu. Þor- steinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, m.a. bólusetti hann við garnaveiki á sinni byggð í 25 ár, var í hreppsnefnd og í yfirkjörstjóm Fáskrúðsfjarðarhrepps. Bömin hjálpuðu til við bústörfin eftir getu og smám saman tók elsti sonurinn Bjöm við ásamt eiginkonu sinni Sigríði Steinsdóttur frá Dölum, en Þorsteinn vann á búinu meðan kraftar leyföu. Lovisa lést árið 1973, en Þor- steinn lést árið 1991, á 82. aldursári. Nýgift, Þorsteinn og Lovísa i Vopnafiröi. Þorsteinn í herbergi sinu á Þernunesi Heyi ýtt að hlööunni á Þernunesi, Þorsteinn stjórnar ýtunni, Jens Olsen vinnumaöur togar i hestinn og Björn Þorsteinsson heldur á heyinu. 10 Á

x

Franskir dagar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.