Franskir dagar - 01.07.2009, Blaðsíða 28
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Texti: Albert Eiríksson
myndir: úr einkasafni
Sigsteinn í Tungu
„Ég heflifað ákaflegafarsœlu lifi og er þakklátur forsjóninni fyrir það sem hún hefur úthlutað mér. Maður verður að takaþvísem að
manni er rétt. Því verður ekki á móti mœlt að sterkar taugar liggja til þess staðar þar sem maður eyðir ungdómsárunum, lengi vel saknaði
ég mikið fjallanna fyrir austan og oft er ég búinn aðfara á œskuslóðirnar,” segir hinn 104 ára Sigsteinn Pálssonfrá Tungu í Fáskrúðsfirði
sem nú dvelur á Dvalarheimilinu Hlaðhömrumum í Mosfellsbœ.
Foreldrar Sigsteins voru Páll Þorsteinsson
(1863-1951) frá Víðivallagerði í Fljótsdal
og Elínborg Stefánsdóttir (1876-1951) frá
Þóreyjamúpi í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau
bjuggu fyrstu fjögur árin á Víðiiæk í Skrið-
dal og eftir það í átta ár í Þingmúla í sömu
sveit. Ungu hjónin urðu fyrir mikiu áfalli
íyrir sláturtíð síðasta haustið þar, þá fennti
fé til dauða og a.m.k'. eitt hross. „Móðir mín
hafði áhuga að komast nálægt sjó til að fá
nýmeti handa bömunum.”
Páll og Elínborg fluttu í Tungu árið 1898
með sjö börn en þangað áttu þau ekki bein
tengsl. Þar var þá þríbýli, þau tóku yfir öll
býlin og eftir það var búið á einum stað.
Fyrstu árin vom öll hús frekar léleg í Tungu,
skárst vom húsin i Tunguhóli (þar sem lista-
maðurinn Rikharður Jónsson fæddist). Þar
vom geymd matvæli og fleira sem ekki mátti
verða íyrir skemmdum.
Sigsteinn heyrði þá sögu að Jónasi presti á
Kolfreyjustað hafi ekki litist á blikuna þegar
von var á ungum hjónum með svo mörg böm
í sveitina. Þetta var óþarfa ótti því eftir tvö
ár í Tungu var Páll orðinn hreppstjóri og
gegndi því fram yfír 1930 er Gunnar sonur
hans tók við. „Það var allmikið starf að vera
hreppstjóri og enn meira þegar fjörðurinn
var einn hreppur. Faöir minn var því mikið
að heiman.”
Ungu hjónin byggðu sér hús árið 1905 og
munu hafi verið skuldlaus um haustið.
Hluti af íbúðarhúsinu Sævarborg á Sæv-
arendaströnd var notað í Tunguhúsið. Þaö
var timburhús með kjallara og portbyggt
með tveimur kvistum. Húsið þótti höll í sam-
anburði við kofana sem fólkið bjó í á þeim
ámm.
Öll uppvaxtarár Sigsteins var fjölmennt í
Tungu, mest voru þar 21 í heimili. Sigsteinn
hændist mikið aö vinnukonu sem þar var og
Björg hét. Það kom að því að hún hætti í
vinnumennskunni og fór frá Tungu. Aöspurð
sagði hún Sigsteini að hún væri að fara út í
veröldina. Saman fóm þau að Gestsstöðum til
að kveðja og er þau komu niður undir Dals-
ána sagði hann; „Er þetta veröldin?” „Þetta
er það fyrsta sem ég man raunveralega eftir
mér,” segir Sigsteinn.
„Eg ólst að mestu upp með systram mínurn,
Qórar era eldri en ég og tvær yngri. Bræö-
urnir vora enn eldri. Jónína Benediktsdóttir
frá Geirólfsstöðum í Skriðdal kenndi okkur
einn vetur þegar ég var sex ára, einnig kenndi
hún systrum mínum aö sauma og baka. Eg
gekk á eftir mömmu til að fá taupjötlu til
Hjónin á Blikastöðum í Mosfellssveit; Helga
Magnúsdóttir og Sigsteinn Pálsson.
að sauma úr eins og stelpurnar. Hún fann
léreft sem Jónína teiknaði á og ég saum-
aði. Af þessu hafði ég gaman enda allur i
kvennaverkunum og frábitinn sveitastörfum
á þeim aldri. Þegar systur mínar vora famar
að heiman þá lentu sum af þessum kven-
mannsverkum á mér. Eg kunni til dæmis á
prjónavél, ég prjónaði sokka og nærföt. Ég
prjónaði og prjónaði heima í Tungu. Jónína
varð seinna kennslukona á Búðum en flutti
aftur i Skriðdalinn og giftist Helga Finns-
syni nágranna sínum. Þá var ort:
Þau hafa leitaö langt yfir skammt
lífið stundum fundist rammt
þau era bæði úr sömu sveit
sameinuð í eftirleit.”
Börnin í Tungu fóra í ýmsa leiki sér til
afþreyingar. “ Við fórum í þakbolta og slag-
bolta. Einn útileikur var t.d. fuglaleikur. Þá
voram við skírð fuglanöfnum í laumi, þar
var staðið í hóp og sá sem var úti átti að
giska upp á nöfnum fuglanna. Þegar hann
gat upp á réttu nafni hljóp sá fuglinn af
stað og við áttum að ná honum. Svo var
líka skessuleikur og líka stórfiskaleikur. Að
vetrinum var svell oft á nesinu fyrir neðan
túnbrekkuna. Eldra fólkið lagði sig í rökkrinu
en við krakkarnir máttum fara út og leika
28