Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 6

Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 6
Franskir dagar - Les jours franqais %9 Einn var sexæringur, svokallaður Færeyingur. Hann var þungur en komst á gott skrið. Ég man eftir 6-8 séttum á sama tíma. Gunnþór Guðjóns átti ferðagrammófón sem hann tók með sér og spilaði. Einnig var kappróðuren oftast létum við reka og spjölluðum." Kvikmyndasýningar byrjuðu á Fáskrúðsfirði skömmueftirl930. Bjössi íTemplaranum sýndi reglulega bíó þar. Einnig kom Davíð Jóhannes- son símstöðvarstjóri á Eskifirði og sýndi nýlegar myndir. „Ég man eftir að Jóhann risi kom og sýndi mynd um sjálfan sig. Hann lét hring sem hann bar á löngutöng ganga um salinn, hann var svo stór að við gátum sett tveggja krónu pening inn í hann. Alfreð Andrésson kom og skemmti. Hann var með stutta leikþætti, sagði sögur og söng lög meðal annars úr revíunum. Einnig komu fyrirlesarar í þorpið. Aðventistaprestur kom á hverjum vetri og héltfrábæra fyrirlestra, oftastfyrirfullu húsi, þeir voru bæði fræðandi og skemmtilegir. Fram- bjóðendur komu og héldu stjórnmálafundi fyrir kosningar sem þóttu hin besta skemmtun í þá daga.” „Þegar ég man fyrst eftir mér var ekki útvarp heima en þá var útvarp í annarri kennslustofunni í skólanum og ég fór oft með pabba að hlusta þar. Á Fáskrúðsfirði heyrðum við oft í erlendum útvarpsstöðvum sem trufluðu útsendingu út- varpsins. Á stríðsárunum náðum við mjög skýrt BBC og fleiri erlendum stöðvum.” Launavinna Fyrsta launaða vinna Hrefnu var er hún réð sig, ásamt Ásu Björgvinsdóttur, í beitningu til Júl- íusar Þórlindssonar í Framkaupstaðnum, til að vinna sér inn fyrir Hallormsstaðarskemmtun. „Ég fimmtán og hún sextán ára. Við byrjuðum Vígsla skíðaskála Skíðafélagsins Svans (um 1943) - Gunnar Ólafsson í dyrum skálans. Myndasmiður: Baldur Björnsson. klukkan hálf fjögur á nóttunni. Karlarnir í beitn- ingaskúrnum höfðu gaman af að hafa unglings- stúlkur hjá sér og við hlógum endalaust. Beitn- ingavinnan endaði heldur óvænt þegar ég stakk vasahníf í vegginn eins og karlarnir gerðu, hnífur- inn lokaðist á fingurinn á mér og ég fékk skurð. En á skemmtunina fórum við." „í fyrsta skipti sem ég talaði í síma fór ég í Marteinshúsið ogtalaði við Dídí vinkonu mína dóttur Haraldar læknis (Rögnu Haraldsdóttur). Eftir þetta símtal bauð Þorvaldur Jónsson sím- stöðvarstjóri mérstarfá símanum. Mér skildist að hann hefði hlustað á samtalið og þótt ég hafa góða símarödd, ég vann sjö ár á símanum sem þá var í Valhöll. í þá daga voru fáir símar í þorpinu. Skiptiborðið var fýrir þrjátíu númer en mig minnir að átján hafi verið í notkun. Stöðin varfrekarfrumstæð og ekki sjálfvirk. Þetta var það sem kallað var fyrsta flokks stöð B. Það var opið frá 8:30 til 20 virka daga og fjóra tíma á sunnudögum. Hulda Karlsdóttir vann þarna með mér, einnig Nína Kristinsdóttir. Fólk kom til að fá að hringja til Reykjavíkur eða annað. Þá pöntuðum við línu oftast í gegnum Reyðarfjörð eða Hornafjörð sem gat verið erfitt ef vertíð var. Ef mikið álag var á línunni þá þurfti jafnvel að bíða klukkustundum saman en þó var hægt aðfá samtal eða línu með forgangshraði þegar mikið lá á. í sveitinni voru símar á flestum bæjum I Norður- byggð en á hverjum bæá Suðurbyggð. Hins vegar var aðeins einn sími í þorpinu í Hafnarnesi og hann var í Franska spítalanum. Fólkið á sveita- bæjunum gat talað saman milliliðalaust og þegar lítið var að gera gaf ég línu milli Suður- og Norð- urbyggðar svo fólkið gæti spjallað saman. Það fóist bæði afþreying og fróðleiksfýsn í að hlusta á sveitasimann, margir hlustuðu. Stundum varð ég að biðja fólkið að fara af línuninni því sam- bandið vildi dofna ef margir voru að hlusta á sama tíma, einnig var þá erfitt að ná í miðstöð." Ýmislegt þurfti að gera á símstöðinni, annað en að stjórna skiptiborðinu. „Sendlar sáu um bréf, kvaðningar, boðsendingar og skeyti. Sendill fór með miða og viðkomandi beðinn að vera á símstöðinni á ákveðnum tíma, það var kvaðning. Svo hringdi ég til dæmis í Tungu og þeir sóttu fólk í Dali í sima fyrir okkur, það kallaðist boðsending. Þegarferm- ingar eða stórafmæli voru var mikið að gera, en aldrei var yfirvinna borguð. Einu sinni var ég búin að handskrifa á milli 50 og 60 heillaóskaskeyti, langtfram á kvöld." „Norðmanninn Hans Stangeland gat verið svolítið erfitt að skilja í síma, hann talaði svo kallað hrognamál. Ég skildi hann þó vel því oft fór ég með pabba til hans sem barn. Þá kom Hans gjarnan með skál fulla af hnetum oggaf mér. Hnetur voru ekki á hvers manns borði í þá daga. Ég sat með skálina og hnetubrjót og skoðaði blöð og lærði í leiðinni að skilja hann. Við Hans vorum góðir vinir og hann talaði mikið í símann þegar ég vann á Stöðinni. Stundum var ég beðin um að bera á milli: „Hrefna viltu talafyrir mig, ég á svo erfitt með að skilja karlinn". Hans lét ekki slá sig út af laginu og sagði: „Ég tala mín norsk og þeir tala sín íslensk", á sínu máli sem hvorki var íslenska né norska", segir Hrefna brosandi og bætir við sögu af öðrum Stangeland. Hún segist ennþá muna ilminn af tjörunni þegar Tómas (bróðir Hans) var að sjóða hamp í ógnarstórum potti fyrir utan Stangelandssjóhúsin. „Þar kynnti sá gamli undir með kolum og viði, sennilega reka- viði. Tómas var stór og dökkur að sjá. Þarna sat hann með stóra og mikla pípu og reykti. Dulúð barst um allt þorp af bjarmanum og lyktinni." Höndlað við Fransmenn Hrefna man eftir að hafa séð franskar skútur inni á Fáskrúðsfirði nokkrum sinnum. „Einu sinni áttum ég, Magga Döggu og Kristbjörg (Hjartar- dóttir) viðskipti við Frakkana. Við tíndum stór bláber ífötu ogégfékktvær þriggja pela flöskur af mjólk og við seldum þeim fyrir biskví-kex. Við- skiptin fóru fram á Framkaupstaðarbryggjunni þar sem skútan lá, allmargir voru á bryggjunni og Jói gæskur (Jóhann Jónsson í Gullbringu) hjálpaði okkur að höndla. Jói kunni Fáskrúðs- fjarðarfrönsku og var allmikið í kringum Frakkana. Frakkarnir tóku mjólkinni og berjunum fegins hendi. Fyrir mjólkina fékk ég fjórar kökur. Ég var alsæl og ekki síður mamma. Biskvíið var í miklu uppáhaldi, ég gleymi aldrei bragðinu að því. Kexið var grjóthart og þurfti að leggja í bleyti í sjóðheitt kaffi. Við stelpurnar voru ansi hræddarvið Frakkana.en það var að ástæðulausu því þeir voru góðir karlar. Fyrir ofan Manon voru konur að vaska fisk. Við vorum þar í húsasundi rétt hjá og komum beint í Stofnendur glímufélagsins: Björn Daníelsson, Jón Stefánsson verslunarmaður, Stefán Jakobsson í Garði og Eyjólfur Sigurðsson í Ásgarði. Myndasmiður: Eyjólfur Jónsson, Seyðisfírði.

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.