Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 7

Franskir dagar - 01.07.2011, Síða 7
Franskir dagar - Les jours franqais Lýðveldisdagurinn 1944, hátíðahöld á Búðagrund. Hliðið og áhorfendur í baksýn. Mýndasmiður: Baldur Björnsson. Lýðveldisdagurinn 1944, fimleikasýning á Búðagrund, fimleikaflokkurinn I sérsaumuðum fötum með Leiknismerkinu framaná. Myndasmiður: Baldur Björnsson. flasið á Frönsurunum. Okkur var um og ó og þutum upp klettana þarna fyrir ofan. Þeir skemmtu sér yfir þessu og veltust um af hlátri. Svo komu alltaf franskar „korvettur" (lítil eftirlitsskip) á hverju vori, sjómennirnir fóru í Franska grafreitinn og löguðu krossana og dittuðu að. Þegar stríðið byrj- aði og Frakkarnir hættu að koma, tókum við stelp- urnar að okkur þeirra hlutverk. Ég man vel eftir perlukrönsunum sem voru á leiðunum. Um borð I frönsku korvettunum voru skipshundar. Okkur þóttu þeir hafa dimmt gelt sem barst um allan fjörð. Áður fyrr prjónuðu allmargir heima- menn fyrir Frakkana sem keyptu af þeim ferskt kjöt ogfleira. Þeir notuðu einnig rauðvín í vöru- skiptunum. í einu húsi í þorpinu var húsbóndinn duglegur að sanka að sér rauðvíninu og sagan segir að svo mikið hefði verið til af því að það hafi verið notað í sætsúpu með rúsínum." íþróttir Mikil skemmtun var 17. júní á Búðagrund árið 1944, þar voru sýndar íþróttir, sungið og haldnar ræður. Um kvöldið var fjölmenn veisla í barna- skólanum, dansað var í leikfimisalnum og veit- ingar bornar fram í skólastofunum. Dásamlegt veður var og tæplega 20 stiga hiti. Hrefna segir að þá nótt hafi margir verið úti að ganga eftir ballið. „Þó ég hafi verið nokkuð í íþróttum, tók ég ekki þátt í íþróttasýningunni 17. júní. Þá var ég ekki komin með gleraugu og nærsýnin háði mér í útiíþróttum. En ég æfði töluvert handbolta, innbæingar og útbæingar kepptu oft i hand- boltaleikjum," segir Hrefna og bætir við brosandi að hún hafi verið orðin tvítug þegar hún fékk gleraugun „og þá var ég orðin svo pjöttuð að ég gat helst ekki látið sjá mig með þau, notaði þau aðallega innandyra til að byrja með." Hrefna lærði á skíði hjá Gunnari Ólafssyni kenn- ara „sem var frábær maður og gaf okkur krökk- unum ómældan tíma". Gunnar stóð að stofnun Skíðafélagsins Svans á Fáskrúðsfirði. „Þegar ég var 15 ára fórum við upp frá Bakka, innan við Innri-Búðir, lengst upp í fjall og ég brunaði niður. Ég var nýbúin að kaupa mér leðurskó á skíðin sem voru með gormabindingum. Ég vará mikilli ferð í góðu færi, allt í einu lenti ég í lausamjöll, tókst við það á loft, fór margar kolIsteypur og vankaðist. Þegar ég rankaði við mér voru krakk- arnir að stumra yfir mér. Annað skíðið var langt fyrir ofan mig í brekkunni, hafði stungist þar niður í snjóinn en hitt við hliðina á mér. Eitthvað mikið gerðist í hnénu á mér og ég grét af kvölum um nóttina. Pabbi fékk blývatn hjá lækninum og bar á stokkbólgið hnéð til að ná út mari. Ég átti þó nokkuð lengi í þessu." Björn, faðir Hrefnu og Stefán Jakobsson voru góðir vinir, þeir stofnuðu glímufélag á Búðum ásamt Eyjólfi Sigurðssyni í Ásgarði og Jóni Stef- ánssyni verslunarmanni. Þeirfóru um Austurland og kepptu meðal annars á Eskifirði, Loðmundar- firði, Mjóafirði og Seyðisfirði. Þessir fjórir voru aðaldriffjaðrirnar í glímufélaginu. Þeir æfðu og kenndu glímu í skólanum. Auk glímunnar stund- aði Björn sjósund reglulega. „Þess má geta að Stefán rak Stefánsbúð sem ég man aðeins eftir, en af öðrum verslunum á Búðum í mínum uppvexti má nefna Kaupfélagið og Kompaníið. Einnig man ég eftir að Kristinn Bjarnason verslaði með metravöru ogfleira í Merkúr. í Pétursborg var verslun með álnavöru og sælgæti sem rekin var af Ingu (Ingibjörgu Sveinsdóttur) og móður hennar sem þar bjuggu. Á Bergi var verslun sem Björn og Lára ráku, ég man lítið eftir þeirri búð. Svo verslaði Brynjólfur Jónsson á loftinu í Kaupvangi og Páll Benedikts- son var með verslun niðri í Valhöll. Einnig man ég örlítið eftir verslun í Stangelandshúsinu. Hún var þó nokkuð stór og gengið var inn af götunni. Framkaupstaðarbúðinni man ég ekki eftir." Bíladella Sumarið 1948 tóku Hrefna og Hulda Kalla bílpróf, fyrstar kvenna á Fáskrúðsfirði. Karl Jóhanns- Kaupfélagsbryggjan 1952. Myndin tekin af efra þilfari Heklu við komu til Fáskrúðsljarðar. Fremst sést vörublllinn Herjólfur sem sagt er frá I texta. Á bryggjunni eru m.a. Haraldur Sigurðsson, læknir og Lita kona hans. Einnig Jóhanna Stefánsdóttir I Ásbrú. Myndasmiður: Andreas Bohn Ipsen - tengdafaðir Haraldar læknis tók myndina úr Heklu við komu þeirra hjóna til dóttur sinnar (Litu) og tengdasonar. 7

x

Franskir dagar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.