Franskir dagar - 01.07.2011, Page 8
Franskir dagar - Les jours franqais
Brattahlíð nýbyggð, 1952. Myndasmiður: Sigurður Haraldsson.
QQP*
son, faðir Huldu kenndi þeim. „Fyrst fór hann
með okkur inn á Leirur. Þar kenndi hann okkur
grunnhandtökin við aksturinn. Að því loknu fór
hann að spjalla við einhvern og skildi okkur
eftir og þar áttum við að æfa okkur. Kalli lagði
mikla áherslu á að bakka upp bratta og helst í
beygju. Þetta gerðum við á vörubílnum í prófinu.
Einhvern veginn gekk þetta nú allt og ég á öku-
skírteini númer 68. Það var svo ekki fyrr en ég
fór að keyra fólksbíl að mér þótti það eins og að
keyra hjólbörur. Allt svo þægilegt og auðvelt."
Til að fá útrás fyrir bíladelluna réð Hrefna sig
í sumarvinnu hjá Kaupfélaginu að keyra her-
trukk sem ávallt var kallaður Herjólfur. Hún flutti
timbur og keyrði út slóg á melinn fyrir innan
Krossana. Bíllinn var á undanþágu því brems-
urnar voru mjög lélegar. „Baldur bróðir hund-
skammaði mig fyrir að keyra á bremsulausum
bílnum. Eitt sinn var ég að koma frá því að keyra
slóg þegar Baldur beið mín og sagði að ég mundi
ekki keyra þennan bíl oftar í þessu ásigkomulagi.
Hann hafði fengið staðfestingu hjá sýslumanni
að bíllinn væri ólöglegur í
umferðinni og þvertók fyrir
að ég keyrði hann oftar."
Og svo varð Hrefna
fullorðin
Hrefna giftist Sigurði Har-
aldssyni, syni HaraldarSig-
urðssonar sem var læknir á
Fáskrúðsfirði. Haraldurog
Lita kona hans, sem var
dönsk, komu meðsvokall-
aðri Petsamóferð til ís-
lands. Esjan flutti um 300
íslendinga frá Petsamó i
Finnlandi árið 1940. Um
þetta leyti unnu Haraldur
og Lita sem læknar í Dan-
mörku en þurftu að koma
sértil Finnlands í vegfyrir
skipið. Allir bæjarbúar
tóku á móti ungu læknis-
hjónunum, eins og alsiða
var - oft var fjölmenni á
bryggjunni. Sigurður og Ragna voru börn Haraldar
af fyrra hjónabandi. Þegar Haraldur og Lita komu
hafði verið læknislaust í um ár eftir að Snorri
Ólafsson fór. Á undan Snorra var Guðmundur Guð-
finnsson „hið mesta ljúfmenni."Guðmundurskar
þó nokkra upp við botnlanga
og fór um allt Austurland sem
augnlæknir sem var hans sér-
grein. Hann gerði augnskurði á
skurðstofunni á efri hæðinni í
Læknishúsinu og þótti afarfær.
Þarna var hvorki röntgentæki
né hjúkrunarkona til aðstoðar.
Eiginkona hans, Margrét Lárus-
dóttir, aðstoðaði hann. Guð-
mundurvarð bráðkvaddur eftir
fjögurárá Fáskrúðsfirði, öllum
harmdauði. Á meðan læknis-
laust var útdeildi Björn kaup-
félagsstjóri asperíni, verk- og
vindeyðandi ogfleiri nauðsynlegum lyfjum.
Hrefna og Sigurður hófu sinn búskap hjá Baldri
bróður hennar á loftinu í Kaupvangi. Ungu hjónin
byggðu síðar Brattahlíð og fluttu þangað árið
1952 en fluttu suður 1957 og bjuggu lengst af í
Kópavogi. Börn þeirra eru Birna f. 1951, Guðný
María f. 1954, Haraldurf. 1956 og Hrafn sem
fæddist tveimur vikum eftir að þau komu til
Reykjavíkur. Björn Daníelsson flutti með þeim
suður en fór öll sumur austur og var hjá Baldri
og Valborgu í Kaupvangi.
„Ég hætti á símanum rétt áður en ég átti Birnu.
Var heimavinnandi i 22 ár en dreif mig á vél-
ritunarnámskeið og fékk í framhaldinu vinnu á
elliheimilinu Grund. Þar var mér mjög vel tekið
og reyndar finnst mér það hafi verið ein mín
mesta gæfa í lífinu að fá vinnu þar."
Hrefna og Sigurður skildu. Hún giftist síðar Sig-
urði Guðmundssyni frá Akureyri og saman fluttu
þautil Grindavíkur árið 1978. Þarsetti Hrefna, í
samstarfi við tengdason sinn, upp úra- og skart-
gripaverslun og rak hana á meðan hún bjó í
Grindavík. Sigurðurvann hjá Loftleiðum ogsíðar
Flugleiðum en starfaði áður á millilandaskipum
og var á Goðafossi þegar skipið var skotið niður
í seinni heimsstyrjöldinni. í Grindavík bjuggu
Hrefna og Sigurður í tvo áratugi en búa nú í
vesturbæ Reykjavíkur. Hrefna vinnur nú aftur á
Grund og sér ásamt öðrum um „morgunstund"
(sem er afþreying fyrir heimilisfólkið) og ýmis-
legtfleira.
Hrefna með börnin sín og afa þeirra. F.v. Björn Daníelssson, Guðný María, Hrafn, Hrefna, Birna og
Haraldur. Myndasmiður: Sigurður Haraldsson.
TilboðumFranskadaga.
Frönsklauksúpa
Hamborgaratilboð • Pizzatilboð
Pylsutilboð • Réttur dagsins
Áprentaðirboliro.fl.
SÖLUSKÁLI S.J. FÁSKRÚÐSFIRÐI & 475 1490
SKYNDIBITASTAÐUR OG BENSÍNSTÖÐ VIÐ ÞJÓÐVEGINN OPNUNARTÍMI KL. 9-22 ALLA DAGA
8