Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 04.01.2008, Qupperneq 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 1. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ��������������������� �������������������� ������������������������������� ���������� Björgunarsveitin Sigurvon og Sandgerðisbær undir- rituðu á milli hátíða þjónustu- samning vegna ýmissa fastra verkefna á vegum Sigurvonar fyrir bæjarfélagið ásamt rekstri sveitarinnar og unglingasveitar- innar Vonar. Samningurinn er til tveggja ára með möguleika á framlengingu og hljóðar upp á 3,5 milljónir á ári. Þá afhenti Sigurður Valur bæj- arstjóri björgunarsveitinni gjafa- bréf upp á 5 milljónir til kaupa á nýjum björgunarbát fyrir hönd Sandgerðisbæjar. Sparisjóður- inn hefur styrkt Sigurvon um eina milljón til bátakaupanna og í síðustu viku afhenti Alcan Sig- urvon styrk upp á hálfa milljón. Einnig hafa nokkur fyrirtæki og einstaklingar orðið að liði. Það er ekki hægt að segja annað en að Sandgerðisbær standi þétt við bakið á sínu fólki. Sandgerð- isbær hefur fest kaup á húsnæði Sigurvonar við Strandgötu 17 og veitt björgunarsveitinni lóð á hafnarsvæðinu (við hliðina á Ísverksmiðjunni) fyrir athafna- svæði sitt endurgjaldslaust, en þar mun ný Björgunarmiðstöð rísa og eru áætluð verklok í maí 2008. Stefnan er að halda upp á 80 ára afmæli Björgunarsveitar- innar Sigurvonar þann 28. júní 2008 með pomp og prakt í nýja húsnæðinu. Húsasmiðjan afhenti Sigurvon vandaðar óveðurstöskur sem innihalda öll nauðsynleg verk- færi fyrir minni útköll. Guð- laugur Ottesen gjaldkeri björg- unarsveitarinnar upplýsti að á stefnuskrá Sigurvonar væru svo kaup á óveðurskerru sem inni- heldur verkfæri fyrir stór útköll. Björgunarsveitin Sigurvon vill koma á framfæri kæru þakklæti til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa sveitinni stuðning á árinu. Myndarlegur stuðn- ingur við Sigurvon Sandgerðisbær: Sigurður Valur bæjarstjóri afhendir Guðmundi Inga Ólafssyni formanni Sigurvonar gjafabréf að upphæð 5 milljónir til kaupa á nýjum björgunar- bát. Fulltrúar Sandgerðis- bæjar og Sigurvonar undirrita samning til tveggja ára.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.