Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Ný-fiskur í Sandgerði hefur tekið í notkun nýja vinnslu- línu sem Valka, ungt íslenskt há tækni fyr ir tæki, hef ur hannað og smíðað. Þetta er fyrsta flokkunar- og pökkun- arlínan þessarar gerðar sem sett er upp en hún er hvort tveggja nákvæmari og sjálf- virkari en áður hefur þekkst og bætir hráefnismeðferð og nýtingu. Ný-fiskur hefur verið leiðandi í pökkun á ferskum fiski á Íslandi og hefur náð framúrskarandi árangri í vinnslu og mark- aðssetningu erlendis með af- urðir sínar. Vinnslulínan pakkar með sjálf- virkum hætti og af mikilli ná- kvæmni ferskum flökum og flakabitum í umbúðir af fastri þyngd. Þróun á búnaðinum hófst í upphafi árs 2006 og var þá þegar sótt um einkaleyfi. Það hefur verið gefið út á Ís- landi og er nú í alþjóðlegu um- sóknarferli. Vinnslulínan markar tímamót við vinnslu á ýsu sem hingað til hefur verið handpökkuð sökum þess hve viðkvæmt hráefnið er. Nákvæmni vinnslulínunnar er hins vegar slík að nú er hægt að pakka ýsu vandræðalaust með sjálfvirkum hætti, sem getur aukið mjög á arðsemi út- flutnings á ferskri ýsu. Ný-fiskur hefur sérhæft sig í markaðssetningu og sölu á há- gæða fiski með það að mark- miði að fá sem hæsta verð. Helsta stolt fyrirtækisins felst í að bjóða fisk til sölu á öllum helstu mörkuðum heimsins innan við einum sólarhring eftir að hann var veiddur við Íslandsstrendur. Ný-fiskur í Sandgerði: Ný vinnslulína markar tímamót í fiskvinnslu Nýja vinnslulínan var tekin í notkun að viðstöddu fjölmenni úr fiskvinnslugeiranum. VF-mynd:elg Íslendingur bíður eftir að komast í hús en sýningarskálinn sem mun hýsa hann í fram- tíðinni er nú óðum að rísa inn á Fitjum og gengur verkið vel. Naustið mun verða mið- depill Víkingaheima á Fitjum. Verklok eru áætluð í ágúst á þessu ári og verður þá hafist handa við að setja upp víkingasýningu í skál- anum en hún kemur frá Smithsonian-safn- inu. Aðstandendur verkefnisins búast við yfir 100.000 gestum á ári á sýningarsvæðið og í skemmtigarð Víkingaheima. VF-mynd:elg Beðið eftir framtíðarheimili

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.