Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 4. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Sími 892 8043 • lagseyla15@simnet.is Góð Gæði ehf. Smágröfuþjónusta • Volvo FL 610 Vörubíll • Bobcat A300 Hjólavél • Bobcat 3,7 tonn Beltagrafa Fleygur • Staurabor • Vökvaklemma • Gaffall Snjótönn • Fræsarasög • Sópur • Tiltskófla Vegna fréttar í Víkurfréttum 17. janúar sl. af kaupum Reykjanesbæjar á Hafnargötu 38 vil ég koma því á framfæri að Paddy's er EKKI að fara að loka. Eftir að frétt þessi birtist hefur mikið borið á þeim leiða misskilningi að Reykjanesbær hafi keypt Paddy's en það rétta er að eingöngu var um að ræða viðskipti með fasteignina Hafnargötu 38 en ekki reksturinn sem í húsinu er. Jafnframt var það tryggt að Paddy's verði áfram að Hafnargötu 38 allmörg ár enn. Vona ég að þessar upplýsingar rói taugar minna fjölmörgu fastagesta sem og annarra sem láta sér annt um framtíð Paddy's. Ég vil líka nota tækifærið og minna á að enska boltanum er hvergi gerð betri skil en á Paddy's en við sýnum allt að 3 leiki í einu á stórum skjám. Einnig vil ég hvetja þá sem ekki eru búnir að prófa okkar geysivinsæla Pub-Quiz að mæta núna á fimmtudaginn en það er ótrúlega skemmtileg spurningakeppni sem hentar öllum og er haldin annan hvern fimmtudag kl. 22:00-24:00. Svo að sjálfsögðu er lifandi tónlist allar helgar og einnig er fullt af tónleikum framundan. Þannig að það sjá það allir að fréttir að andláti Paddy's eru alls ekki tímabærar. Með vinsemd og þakklæti, Jói á Paddy's Paddy's áfram opinn – eingöngu viðskipti með fasteign Áföll í veðurofsa Sökk í höfninni! Suðurnesjamenn hafa orðið fyrir talsverðum skakkaföllum í fjölmörgum djúpum lægðum sem gengið hafa yfir Reykjanesið á síðustu tveimur mánuðum. Nú síðast á þriðjudag sökk bátur í höfninni í Keflavík og annar slitnaði upp í Njarðvíkurhöfn og rak upp í klöppina við höfnina. Þá losnaði þakjárn víða, m.a. af miðlunartönkum hitaveitunnar á Fitjum. Það hefur verið haft á orði að það sé orðin full vinna hjá mörgum að vera í björgunarsveitum yfir háveturinn. Ennþá er eftir allur febrúarmánuður, en tveir fyrstu mánuðir ársins eru oft þekktir fyrir margar og krappar lægðir með viðeigandi foktjóni. Lifandi myndir úr veðurofasanum á þriðjudag eru í vefsjónvarpi Víkurfrétta á vf.is Tjaldanes GK rak upp í fjöru eftir að hafa slitið af sér landfestar í Njarðvíkurhöfn aðfararnótt þriðjudags. Netabáturinn Sunna Líf KE sökk í höfninni í Keflavík. Mikill sjógangur var í höfninni þar sem vindurinn stóð beint inn í hafnarkjaftinn. Báturinn fylltist af sjó og sökk á örskotsstundu. Það er full vinna að vera björgunarsveitar- maður þessa dagana. Félagar í Björgunarsveitinni Suðurnes höfðu nóg að gera á þriðjudag.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.