Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 07.02.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 6. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Sími 892 8043 • lagseyla15@simnet.is Góð Gæði ehf. Smágröfuþjónusta • Volvo FL 610 Vörubíll • Bobcat A300 Hjólavél • Bobcat 3,7 tonn Beltagrafa Fleygur • Staurabor • Vökvaklemma • Gaffall Snjótönn • Fræsarasög • Sópur • Tiltskófla Óskum eftir jákvæðum og þjónustulunduðum einstaklingi til að sinna afgreiðslustörfum í verslun okkar í Njarðvík, hluta úr degi. Reynsla af verslunarstörfum æskileg. Áhugasamir sendi umsókn á netfangið ingolfur@akarlsson.is fyrir 16. febrúar n.k HLUTASTARF Í VERSLUN Reykjavík • Njarðvík • Grundarfjörður • Egilsstaðir Forvarnarfundur verður haldinn í Tjarnarsal í Stóru- Voga skóla næst kom andi mánudag kl. 17. Kirkjan, Stóru-Vogaskóli og forvarn- arfulltrúi bæjarins standa fyrir fundinum, sem er sér- staklega ætlaður foreldrum barna í eldri bekkjum grunn- skólans og einnig unglingum sem komin eru af grunnskóla- aldri. Þar munu Erlingur Jónsson frá forvarnarverkefn- inu Lundi og skjólstæðingar hans segja frá reynslu sinni af eiturlyfjavánni og eins kemur unglæknir frá slysa- deildinni í Reykjavík sem segir frá því hvernig vímu- efnavandi unglinga kemur þeim fyrir sjónir um helgar. Er ling ur og hans fólk frá Lundi var einmitt með kynn- ingarfund fyrir 8.-10. bekk í vikunni þar sem börnin voru leidd í allan sannleika um mögulegar afleiðingar neyslu. Sveinn Alfreðsson, skólastjóri, sagði í samtali við Víkurfréttir að börnin hafi brugðist vel við fræðslunni. „Það hefur verið mikil vakning í þessum málum hjá krökkunum og þau voru afar áhugasöm um málið. Spurðu spurninga og ræddu málin. Við höfum verið að vinna markvisst í forvarnar- málum í kjölfarið á borgara- fundi sem var hér í Vogum fyrir skemmstu og viljum gera enn betur. Það er mín ósk að við fáum jafnmarga á þennan fund, foreldra sem og börn.“ Vogamenn gera það ekki enda- sleppt í forvarnarmálum því að í síðustu viku fengu ferm- ingarbörnin góðan gest í fræðslunni sinni þar sem Atli Steinn Guðmundsson, forvarn- arfulltrúi frá Tollgæslunni í Reykjavík, leiddi börnin í allan sannleika um fíkniefnamark- aðinn og hættur fíkniefna, en auk þess var með honum í för fíkniefnahundurinn Skuggi. Séra Bára Friðriksdóttir, sókn- arprestur sagði að mikilvægt væri að börnin fengju þessa fræðslu í tæka tíð. „Þetta var mjög fróðlegur fundur og ég vona að það sitji í þeim sem forvörn að taka ekki fyrsta sopann eða fyrstu pilluna. Við viljum endilega sjá sem flesta á fundinum á mánudag til að koma því á framfæri við foreldra að vera vakandi fyrir þessum vanda og hvernig þau geta brugðist við.“ Börnin létu vel að fíkniefna- hundinum Skugga sem kunni vel að meta athygl- ina. VF-mynd/Þorgils Vogar: Forvarnarfundur í Tjarnarsal

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.