Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 10.04.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 15. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Húsasmiðjan/Blómaval flutti fyrir helgi í nýtt húsnæði að Fitjum í Reykjanesbæ en versl- unin hefur síðustu tólf ár verið við Iðavelli í Keflavík. Í formlegu opnunarhófi á föstudag- inn sagði Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar að reksturinn hafi alltaf gengið vel á Suðurnesjum og því hafi ekki komið til greina annað en að stækka verslun- ina því framtíðin væri björt á svæðinu. Verslun Húsasmiðjunnar og Blómavals er sam- tals í 1700 fermetra húsnæði og er það skemmti- lega innréttað. Árni Júlíusson, rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar sagði að viðtökur hafi verið frábærar og það hefði verið full búð allan opn- unardaginn. Fjöldi gesta var í opnunarhófinu en Rúnar Júl- íusson, Suðurnesjarokkari setti punktinn yfir i-ið með því að syngja „Pabbi þarf að vinna í nótt“ og var í takt við fjörið síðustu dagana fyrir opnunina á nýja staðnum. Á laugardaginn var svo boðið upp á pylsur og ís í tilefni af opnuninni. Steinn Logi Björnsson og Árni Sigfús- son, söguðu borð en klipptu ekki á borða við opnunina. VF-mynd: pket. FRAMTÍÐIN BJÖRT Á SUÐURNESJUM –segir Húsasmiðjuforstjóri Þessir herra- menn pulsuðu sig upp í blíð- viðrinu. VF-mynd: elg. Nokkrir gestanna í opnunar- hófinu. VF-mynd: pket. Gestum var einnig boðið á hestbak. VF-mynd: elg Þessi unga hnáta var ein margra sem þáðu pylsur og ís hjá Húsasmiðjunni á laugardaginn. VF-mynd: elg „Pabbi þarf að vinna,“ söng Rúnni Júll við fögnuð gesta. VF-mynd: pket. Tómasar Tómassonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra, í Sparisjóði Keflavíkur. Starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þökkum við sérstaklega fyrir ástúðlega umönnun og ljúft viðmót. Guð blessi ykkur öll. Halldís Bergþórsdóttir og fjölskylda. Einlægt þakklæti sendum við öllum fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinarþel við fráfall,

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.