Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 05.06.2008, Blaðsíða 1
SIMPLY CLEVER 4.9 L/100 KM 23. tölublað • 29. árgangur • Fimmtudagurinn 5. júní 2008 Víkurfréttir ehf. Grundarvegur 23 - 260 Reykjanesbæ Sími 421 0000 - Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingadeild 421 0001 Fréttadeild 421 0002 Aðrar deildir 421 0000 Gæta ljóna í sumar! vf .is Prentun.com REYKJANESBÆ SÍMI 421 0001 NÚ ER KOMIÐ SUMAR HJÁ VÍKURFRÉTTUM ... og starfsfólkið vill komast fyrr út í góða veðrið. Þess vegna beinum við því til auglýsenda að þeir séu tímanlega með auglýsingarnar til okkar í viku hverri. Síðasti skilafrestur á auglýsingum er til kl. 16 á þriðjudögum. Auglýsingasíminn er 421 0001 og pósturinn er gunnar@vf.is Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Ellefu þotur flugsýningarsveitar breska flughersins Rauðu örvanna (Red Arrows) lentu á Keflavíkurflugvelli á þriðjudag og höfðu hér sólarhrings stopp. Flugsveitin er á leið vestur um haf til þátttöku í flugsýningum í Kanada og Bandaríkjunum. Þoturnar eru tveggja sæta æfingarflugvélar af gerðinni Hawker T-1. Með þeim í för er Nimrod eftirlitsþota til leiðsagnar og björgunarstarfa og flutningaflugvél af Gerðinni C-17 Globemaster III með flugvirkja og þjónustubúnað sveitarinnar. Rauðu örvarnar höfðu síðast viðdvöl hér á landi árið 2002. Nimrod- og Globemaster-þotur voru alltíðir gestir á vellinum í tíð varnarliðsins en hafa ekki sést þar síðan árið 2006. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi þegar Rauðu örvarnar, ellefu talsins, fóru frá Keflavíkurflugvelli í hádeginu í gær. Rauðu örvarnar í Keflavík Sjáið myndband á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.