Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR CAFÉ IÐNO HÓTEL KEFLAVÍK ÞAR SEM BRAGÐIÐ SKIPTIR MÁLI! AÐVENTU VEISLA FYRIR BÖRNIN Pöntunarsími: 420 7011 ALLA AÐVENTUNA BJÓÐUM VIÐ KÁTUM KRÖKKUM 12 ÁRA OG YNGRI FRÍTT AÐ BORÐA MEÐ FJÖLSKYLDUNNI Opnunartími: 11:30 - 22:00 Boðið gildir eingöngu af krakkaseðli Veist þú um áhugavert fólk sem á erindi í jólaútgáfu Víkurfrétta. Höfum ánægju af því að taka hús á skemmtilegu fólki sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja. Nú er um að gera að standa vaktina með Víkurfréttum og koma með skemmtilegar ábendingar til blaðsins. Sendið okkur tölvupóst á vf@vf.is eða hringið í síma 421 0002. Jólin í Víkurfréttum... Í ljósi gjörbreyttra aðstæðna á vinnumarkaði mun margt breytast á næstunni og ein- staklingar þurfa að skoða hvaða mögu leik ar eru í stöðunni. Í umræðunni um ástandið hefur verið bent á mikilvægi þess að auka náms- framboð og eru menntastofn- anir margar hverjar að skoða möguleika sína í þeim efnum. Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum er ein þeirra. „Það er alveg ljóst að miklar breytingar verða á högum margra einstaklinga á næst- unni, nú þegar hafa áhrifin komið í ljós og er mikill fjöldi einstaklinga búinn að missa vinnuna. Þetta er mikið áfall og oft erfitt að sjá hvað hægt sé að gera þegar búið er að kippa stoðunum undan. En mikilvægt er að gleyma ekki að oft geta nýir möguleikar opnast og um að gera að láta þá ekki fara framhjá sér,“ segir Guðjónína Sæmundsdóttir, forstöðumaður MSS. Gjaldfrjáls þjónusta MSS býður upp á ráðgjöf hjá náms- og starfsráðgjafa þar sem einstaklingar geta leitað sér upplýsinga um nám og störf. Þessi þjónusta stendur öllum til boða og kostar ekki neitt. Guðjónína segir að þegar Varnarliðið fór fyrir tveimur árum hafi margir notað tæki- færið til að meta stöðu sína og möguleika. Margir skiptu alveg um starfssvið og fundu annan farveg fyrir hæfileika sína og áhuga eftir að hafa farið í áhugasviðsgreiningu hjá MSS. Aukið framboð á stuttu námi Að sögn Guðjónínu ætlar MSS að auka fram boð á stuttu námi sem er kennt á einum til þremur mánuðum. „Þetta er bæði almennt nám þar sem kennd eru bókleg fög og einnig erum við með starfstengt nám. Námið er kennt að mestu leyti á dag- inn og ætti því að henta ein- staklingum sem hafa misst vinnuna og vilja nýta tímann þangað til önnur vinna býðst. Þar sem námið tekur 1-3 mán- uði eru einstaklingar ekki að binda sig til lengri tíma sem getur verið gott því flestir vilja komast sem fyrst aftur í vinnu. Ef hins vegar aðstæður náms- mannsins leyfa þá verður hægt að halda áfram námi ef áhugi er á því,“ segir Guðjónína. Sem dæmi um nám sem er að fara af stað er Grunnmenntaskól- inn fyrir konur, Nám og þjálfun í almennum greinum fyrir karla, nám fyrir lesblinda, öryggisvarða- nám, skrifstofuskólinn, nám fyrir fólk sem vill starfa í ferða- þjónustu, leikskólum, grunn- skólum og félags- og heilbrigðis- þjónustu. Guðjónína segir MSS í góðu samstarfi við Fræðslumið- stöð Atvinnulífsins, Vinnumála- stofnun,VSFK og VS og er því kostnaðurinn við námið lítill. Því er ljóst að námsframboðið er fjölbreytt og hvetur Guðjónína áhugasama að hafa samband við MSS í síma 421 7500. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: Breyttir tímar, ný tækifæri Vilborgar Katrínar Þórðardóttur Petit, Brekkustíg 29a, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks á D-deild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Leethor Cray, Björg Hauks Cray, Reynir Hauksson, Monica Hauksson, barnabörn, barnabarnabörn og systkin. Sérstakar þakkir til ættingja og vina sem hafa stutt mig í veikindum mínum og hjartans þakkir til starfsfólks D-deildar HSS. Kveðja, Vilborg Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur,

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.