Víkurfréttir


Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 27.11.2008, Blaðsíða 22
HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 48. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Árangur Davíðs Hildibergs Að- alsteinssonar var stórkostlegur á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem fram fór um sl. helgi. Hann varð Íslandsmeistari í fimm greinum og náði lágmörkum fyr- ir EM 25 sem fram fer í Króatíu 11.-14. desember. Fjórir sundmenn frá ÍRB fara á NMU. Alls hafa átta sundmenn náð á NMU og eru fjórir þeirra frá ÍRB. Það eru þau Gunnar Örn Arnarson, Sindri Þór Jakobsson, Lilja Ingimarsdóttir og Soffía Klemenzdóttir. Árangur sund- fólks ÍRB var mjög góður en félagið saknaði auðvitað ólympíuparsins, Erlu Daggar og Árna Más sem ásamt Birki Jónssyni eru við nám í Banda- ríkjunum. Íslandsmeistarar ÍRB á ÍM 25 2008: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 100m skriðsund, 50m baksund, 100m baksund, 200m skriðsund og 200m baksund. Gunnar Örn Arnarson 400m fjórsund. Jóna Helena Bjarnadóttir 400m fjórsund. Kristinn Ásgeir Gylfason 200m flugsund. Soffía Klemenzdóttir 200m fjórsund. Sundmenn ÍRB unnu til fjöl- margra annara verðlauna: Guðni Emilsson: Silfurverðlaun í 50m bringusundi, 100m fjór- sundi og bronsverðlaun í 50m baksundi og 100m bringusundi Gunnar Örn Arnarson: Silfur í 200m bringusundi og 200m fjórsundi. Jóna Helena Bjarnadóttir: Brons í 800m skriðsundi og 400m skriðsundi. Lilja Ingimarsdóttir: Brons í 100m og 200m bringu- sundi. Lilja María Stefánsdóttir: Brons í 200m flugsundi. María Halldórsdóttir: Brons í 50m bringusundi. Rúnar Ingi Eðvarðsson: Brons í 1500m skriðsundi og brons í 400m skriðsundi. Soffía Klemenzdóttir: Silfur í 200m flugsundi og brons í 400m fjórsundi. Boðsundssveitir Karlasveitin: Silfurverðlaun í 4x 50 skr, 4 x 100 skr og 4 x 50 fjórsundi. Kvennasveitin: bronsverðlaun í 4 x 50m fjórsundi og 4 x100m skriðsundi. Lilja Ingimarsdóttir setti telpna- met í flokki 13-14 ára í 100m bringusundi. Þjálfarar ársins valdir á Loka- hófi SSÍ voru báðir frá ÍRB, Eðvarð Þór Eðvarðsson sem Unglingaþjálfari ársins og Stein- dór Gunnarsson afreksþjálfari ársins. Góður árangur sundfólks ÍRB Fimmfalt hjá Davíð Hildiberg. Eðvarð Þór og Steindór Gunnarsson þjálfarar ársins Sigurður formaður GS Sigurður Garðarsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Suð- urnesja sl. mánudagskvöld og tók við embættinu af Gunnari Þórarinssyni. Ný stjórn var kjörin og er skipuð eftirtöldum aðilum: Sigurður Garðarsson, form., Björn V. Skúlason, Jón Ólafur Jónsson, Páll Ketilsson, Kjartan Már Kjartasson, Helga Sveinsdóttir og Þröstur Ástþórsson. Varamenn: Gylfi Kristiinsson, Einar Einarsson og Anna María Sveinsdóttir. Nánar á vf.is og í næsta tölublaði. Hnefaleikafélag Reykjaness (HFR) hélt um síðustu helgi keppni í aðstöðu sinni í gömlu sundhöllinni í Keflavík og voru skráðir til leiks tuttugu og einn keppandi frá sex félögum. Keppnislið HFR vann sex af sjö viðureignum sínum og er óhætt að segja að það sé sigursælasta félag landsins það sem af er keppnistímabilinu Íþróttamaður Sandgerðis, Andri Már Elvarsson (13 ára), keppti tvisvar sama kvöldið og hafði yfirburðasigur í bæði skiptin gegn eldri og þyngri andstæð- ingum frá Hnefaleikafélagi Akraness (HAK) og Hnefaleika- félaginu ÆSI. Njarðvíkingurinn Pétur „Smiley“ Ásgeirsson var í essinu sínu í fyrsta bardaga eftir hlé og var bardaginn stoppað- ur í þriðju lotu eftir að þung skrokkhögg Péturs höfðu tekið allt púðrið úr andstæðingi hans, Arnóri Má Grímssyni (HAK). Keppnismaðurinn mikli, Vikar Karl Sigurjónsson, reyndi í annað sinn að vinna bug á þungavigtarmanninum Gunn- ari Kolla Kristinssyni (HFÆ) en átti ekki erindi sem erfiði. Þótt Vikar hafi barist mun betur en í fyrri rimmu þeirra félaga í sept- ember reyndist erfitt að yfirstíga mikinn hæðar- og þyngdarmun auk þess sem Gunnar Kolli barðist einnig betur en síðast. Að fjórum lotum loknum var úr- skurðurinn einróma gestinum í vil. Í lokaviðureign kvöldsins mætti Daníel Þórðarson írska skriðdrekanum Kieran Treacy frá Bracken BC og varð útkom- an sannarlega eftirminnileg Allir dómarar voru sammála um úrslitin og Daníel stóð uppi sem sigurvegari jafnframt því að hljóta verðlaun sem besti hnefaleikamaður kvöldsins. Þetta var síðasta hnefaleikamót- ið fyrir áramót en ætlunin er að bjóða heim stóru dönsku liði í byrjun febrúar í risakeppni í Reykjanesbæ. (Ítarlegri texti og fleiri myndir á vf.is). Daníel lagði írska skriðdrekann Það verður stórleikur í körfunni á Suðurnesjum nk. sunnu- dagskvöld þegar Njarðvík og Keflavík mætast í Ljónagryfj- unni kl.19.15. Þó liðin séu ekki í efstu sætunum þá má búast við fjöri eins og alltaf þegar þessir nágrannar mætast. Í vikunni var dregið í Subway bikarnum og fengu Suður- nesjaliðin eftirfarandi andstæð- inga: Kvennaflokkur: Snæfell-Keflavík Njarðvík-KR UMFG-Valur Fjölnir-UMFG B Karlaflokkur: UMFN-Þór Ak. UMFG B-UMFG Keflavík-Höttur Kristján Guðmundsson skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning sem þjálfari úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu. Undir stjórn Kristjáns höfnuðu Keflvíkingar í öðru sæti í Landsbankadeildinni í sumar og vann sér um leið inn þátttökurétt í Evrópu- keppninni. Hann tók við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni rétt fyrir upphaf Íslandsmótsins árið 2005 og ári síðar hömpuðu Keflvíkingar bikarmeistaratitlinum undir hans stjórn. Þá var einnig gerður samningur við Einar Ásbjörn Ólafsson, sem verður aðstoðarmaður Kristjáns. Einar Ásbjörn lék með Keflavíkur- liðinu til margra ára og þekkir því vel til allra hluta hjá félaginu. Kristján og Einar þjálfa silfurlið Keflavíkur Frá undirskrift samninganna. Kristján og Einar Ásbjörn með Þorsteini Magnússyni, form. KKd. Kef. VF mynd/Hilmar Bragi. Guðmundur Steinarsson dvaldi í vikunni hjá norska liðinu Start en félagið hefur áhuga á að fá keflvíska framherjann til Noregs. Guðmundur fór á æfingu hjá Start og fékk góða umsögn og því eru verulegar líkur á að hann fari til liðsins. Það þarf ekki að orðlengja hversu mikill missir það yrði fyrir Keflavík. Daníel sækir að Íranum í viðureign þeirra. VF mynd/Hildur. Sigurður Garðarsson, nýkjörinn formaður afhenti Gunnari fráfarandi formanni Leirumynd frá klúbbnum. Yngri flokkarnir berjast líka og hér er mynd úr leik UMFG og Keflavíkur í unglingaflokki kvenna í vikunni. Stefanía Bergmann sækir að körfu Grindavíkur. UMFG vann öruggan sigur í leiknum. VF mynd/Páll Orri. Steindór og Eðvarð, þjálfarar ársins í sundi. Nágrannaslagur í Ljónagryfjunni Gummi til Start? 22

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.