Víkurfréttir - 15.03.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 15. Mars 2012
Menningarvika
í Grindavík
17.-25. mars 2012
Sjá nánar á www.grindavik.is/menningarhátíð
Mynd eftir Tolla
Gospelveisla Árshátíðarleikrit grunnskólans Tónlistarskólinn
Blóðberg
The Backstabbing Beatles
Páll
Óskar
Kvartett
Einars
Scheving
Guðbergur Bergsson
Tolli
Tónlistar- og
Myndlistarveisla
Ljósmyndasýningar
Námskeið
Safnahelgi
Frásagnir
Matur
Valgeir Guðjónsson Gunnar Þórðar
„Tolli, Valgeir Guðjóns, Gospe-
kór Fíladelfíu, Gunni Þórðar,
Margrét Eir, Helga Bryndís og
Arnþór, Friðarliljurnar og The
Backstabbing Beatles, bara til að
nefna nokkra af þeim fjölmörgu
listamönnum sem koma fram
í menningarviku Grindavíkur-
bæjar 17.-25. mars nk. Tónleikar,
leiksýningar, myndlistarsýningar,
ljósmyndasýningar, fyrirlestrar
og skemmtanir verða í fyrirrúmi.
Ég held að óhætt sé að segja að
fjölbreytnin sé í fyrirrúmi og
tónlistarskólinn, bókasafnið,
grunnskólinn, Kvikan, kaffi-
húsin og fleiri aðilar leggja allir
sitt af mörkum til eflingar menn-
ingar í Grindavík sem blómstrar
sem aldrei fyrr,“ segir Þorsteinn
Gunnarsson upplýsinga- og þró-
unarfulltrúi Grindavíkurbæjar
við Víkurfréttir.
Menningarvika Grindavíkur er
nú haldin í fjórða sinn og hefur
aldrei verið fjölbreyttari og veg-
legri. Formleg setning hátíðarinnar
verður í Grindavíkurkirkju laugar-
daginn 17. mars þar sem verða
ýmis tónlistaratriði og jafnframt
Mánudaginn 19. mars kl. 20:00 verður sannkölluð
gospelveisla í Grindavíkurkirkju
en þá heldur Gospelkór Fíladelfíu
tónleika. Hér er einstakt tækifæri
til þess að hlýða á þennan frábæra
kór en Gospelkór Fíladelfíu er
kirkjukór Fíladelfíukirkjunnar í
Reykjavík.
Kórinn sér um söng á flestum
sunnudagssamkomum þar og
heldur þar að auki nokkra tónleika
á hverju ári. Þekktir eru hinir ár-
legu jólatónleikar sem sjónvarpað
hefur verið undanfarin 10 ár á
RUV. Að sögn Óskars Einarssonar,
stjórnanda kórsins, hefur tónlist
ávallt skipað stóran sess í starfi
Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu
og fallegur og kröftugur söngur og
gleði er eflaust það sem mörgum
dettur fyrst í hug þegar þeir hugsa
um kirkjuna.
Aðgangseyrir á tónleika í Grinda-
víkurkirkju er 1.000 kr. fyrir full-
orðna, 500 kr. fyrir börn 13 – 18
ára.
nHinn landsþekkti tónlistar-maður Valgeir Guðjónsson
verður með tónleika í Kvikunni
sunnudaginn 18. mars kl. 20:00.
Húsið opnar kl. 19:30 en aðgangs-
eyrir er 1.500 kr. Valgeir hélt sem
kunnugt er upp á 60 ára afmæli
sitt með pompi og pragt fyrir
skömmu með tónleikum í Hörpu
sem tókust ljómandi vel og þá
hefur hann gefið út safndisk með
sínum vinsælustu lögum.
Valgeir þarf vart að kynna en verk
hans lifa góðu lífi meðal þjóðar-
innar, en söngvaskáldið hefur
komið víða við á tónlistarferlinum.
Góð textagerð hefur oft þótt aðals-
merki Valgeirs en í textum hans
má skynja léttleika þar sem oft
glittir í háð og lævís skírskot. Val-
geir hefur löngum verið kenndur
við sveitirnar þjóðþekktu Spilverk
þjóðanna og Stuðmenn og starfaði
hann með þeim hljómsveitum um
árabil. Ásamt því að semja texta,
samdi hann einnig mörg af þekkt-
ustu lögum sveitanna.
n
Gosepelkór Fíladelfíu
í Grindavíkurkirkju
Menningin blómstrar
í Grindavík í menningarviku
verða afhent menningarverðlaun
2012. Menningarvikunni hefur
verið vel tekið undanfarin þrjú ár.
Allir leggjast á eitt við að bjóða upp
á fjölbreytta og skemmtilega dag-
skrá. Ýmisir viðburðir verða alla
dagana á Kvikunni, bókasafninu,
Bryggjunni, Salthúsinu, Aðalbraut,
Kantinum, Miðgarði, sundlauginni,
Grindavíkurkirkju, leikskólunum,
Northern Light Inn, grunnskól-
unum, á vegum tónlistarskólans,
listastofum, verslunarmiðstöð-
inni, Sjómannastofunni Vör, hjá
handverksfélaginu Greip og fleiri
stöðum.
Svo gripið sé af handahófi í dag-
skrána má einnig sjá dagskrárliði
eins og Hugsum fyrst og skjótum
svo með Gissuri Sigurðssyni frétta-
manni. Bæjarfulltrúar mæta í heitu
pottana, Margrét og Ársæll verða
með Blóðberg á Bryggjunni, söng-
og vísnakvöld verður á vegum
bókasafnsins, grunnskólinn frum-
sýnir árshátíðarleikrit sitt, sérstakt
Guðbergskvöld verður til heiðurs
Guðbergi Bergssyni rithöfundi
og heiðursborgara Grindavíkur,
Möguleikhúsið sýnir Prumpuhól-
inn, svo eitthvað sé nefnt.
Grindvíkingar, Suðurnesjamenn og
reyndar landsmenn allir eru hvattir
til þess að nýta sér tækifærið og
fjölmenna á menningarviðburðina
í Grindavík.
Dagskrána í heild sinni má lesa á
www.grindavik.is/menningarha-
tid. Hún er skipulögð af Kristni J.
Reimarssyni sviðsstjóra frístunda-
og menningarmála.
n
Valgeir Guðjóns í Kvikunni
Lokun deildar ekki
réttlætanleg
Bæjarráð Voga hefur sam-þykkt samhljóða tillögu odd-
vita L-listans, Kristins Björgvins-
sonar, um málefni leikskólans
í Vogum. Tillagan
er eftirfarandi:
„Að vel ígrunduðu
máli og samkvæmt
upplýsingum frá
þeim fagaðilum
sem málið varðar er ljóst að sú
rekstrarniðurstaða sem fá átti með
lokun einnar deildar og breyttum
aldursviðmiðum á leikskólanum
Suðurvöllum skilar ekki þeirri hag-
ræðingu sem reiknað var með fyrr
en í fyrsta lagi árið 2014 og þá ekki
nema einum þriðja af upprunalegri
hagræðingu. Er það nú ljóst að
hálfu L-listans að þessi ákvörðun
um lokun deildarinnar og
breytingu á aldursviðmiði er ekki
réttlætanleg og leggur hann til að
bæjarstjórn dragi ákvörðun sína til
baka og leikskólinn starfi óbreyttur
þar til aðrar forsendur koma fram“.
Hörður Harðarson lagði fram
svofellda breytingartillögu við
tillögu Kristins: „Hækkuð verði
niðurgreiðsla til dagforeldra
í kr. 40.000 á mánuði í við-
leitni til að gera starfsgrundvöll
þeirra styrkari í Vogunum“.
„Sjávarlíf í Garð-
sjónum“ á Garð-
skaga í sumar
Ljósmyndasýningin „Sjávarlíf í Garðsjónum“ undir berum
himni við Byggðasafnið á Garð-
skaga verður haldin
í sumar í samstarfi
við Gísla Arnar
Guðmundsson og
„Dive The North“.
Ferða-, safna- og
menningarnefnd Garðs fagnar
því að fleiri ferðamannaseglar eru
að opnast í Garðinum og ljóst að
kafarar eru mjög spenntir fyrir því
fjölbreytta sjávarlífi sem er hér við
ströndina og auðveld aðkoma fyrir
kafara. Nefndin hvetur til þess að
gerð verði lágmarksaðstaða fyrir
kafara og aðra sem nota höfnina í
Garði sér til ánægju. Kafarar hafa
fyrst og fremst athafnað sig við
myndatökur og sjávarlífsskoðun.
Hvað kostar upp-
sögn tveggja skóla-
stjóra á kjörtíma-
bilinu?
Fulltrúar G-listans í Grindavík hafa lagt fram fyrirspurn
um hversu mikinn kostnað
Grindavíkurbær
hefur þurft að greiða
vegna uppsagna
tveggja skólastjóra
á kjörtímabilinu.
„Við fögnum ráðn-
ingu Halldóru K. Magnúsdóttur og
vonumst eftir að góður skóli verði
enn betri með sameiginlegu átaki
nemenda, foreldra og Grindavíkur-
bæjar,“ segir í fyrirspurn G-listans.
Á fundinum kom fram að
bæjarstjóri hafði ekki upp-
lýsingar á fundinum til að geta
svarað fyrirspurninni strax,
en mun taka saman upp-
lýsingarnar og leggja fram svar
á næsta bæjarstjórnarfundi.
›› FRÉTTIR ‹‹