Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.03.2012, Side 16

Víkurfréttir - 15.03.2012, Side 16
Góða skapið og glasið Nú veit ég hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Jafnvel þó ég hafi minnkað eilítið frá síðustu mælingu. Mig dreymir um að búa í norðurhéruðum Spánar eða jafnvel á Ítalíu, enda fólkið þar í lægri kantinum. Sé lífið fyrir mér á fallegum búgarði, þar sem tilhlökkunin um ánægjulega kvöldstund, með lystisemdum vínbænda, yljar kroppinn. Líkt og með manneskjuna, þá þarf að bera virðingu fyrir öllum vínum til að geta notið fjölbreytileikans. Þetta eru líka nýir nágrannar eftir allt. Get eflaust kraflað mig fram úr tungumálinu með íslenskuna að vopni. Býð þeim að gerast ókeypis erlendur vínsmakkari. Vín beint frá bónda veitir eflaust ómælda ánægju ef maður veit hvað maður er með í höndunum. Það má þó heldur ekki gera sér of háar hugmyndir fyrirfram, en gæti hins vegar komið skemmtilega á óvart þegar fram líða stundir. Súrt eða sætt? Þykkt eða þunnt? Þetta vita þeir nátt- úrulega eins vel og ég! Að sjálfsögðu keyptu þeir hugmyndina og nú heyri ég nánast snarkið í nauta-steikinni, sem frúin keypti af slátraranum á markaðnum. Best að skella á sig Armani ilminum og sjarmera mína upp úr skónum. Eftir dýrindis máltíð gríp ég í vínbiblíuna, fullur eftirvæntingar yfir því sem hafa þarf í huga fyrir smakkara. Mér fallast hendur. Búinn að gera nánast flest það sem ekki á að gera. Borða of þungan mat, úða á mig rakspíra og hvað ekki. Það voru aðeins tvö atriði eftir á listanum sem ég gat hakað við að væru í lagi. Góða skapið og glasið. Bara ekki svo slæmt eftir allt. Ég afsakaði mig með því að ég væri nú enginn fagmaður. Nýkominn! Sannfærði þó sjálfan mig um að allra mikilvægasta atriðið á listanum væri góða skapið og af því ætti ég nóg af. Að smakka vín í slæmu skapi er eins og að... æji, þið vitið hvað ég á við! Blessunarlega bjargaði betri helmingurinn hinu atriðinu. Við köllum það „baðkarið“, sem þarf að vera til staðar, óskreytt, óskorið og helst í laginu eins og túlípani. Já, það eru mikil vísindi á bak við alvöru vínsmökkun. Túlípaninn var í hendi með guðaveigum. Vakna upp við vænan draum í víkinni grænu, með glas af dýrindis ítölsku Amarone og tel mig vera miðlungs fagmann í greininni. Lifi þó í voninni að draumurinn rætist. vf.is Fimmtudagurinn 15. mars 2012 • 11. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr Stebbi og Eyfi sendu frá sér geisladiskinn „Fleiri notalegar ábreiður“ fyrir síðustu jól og munu nú á vormánuðum heimsækja landsbyggðina og kynna diskinn með tónleikahaldi. Ásamt því að flytja lög af nýja geisla- diskinum munu hljóma margar af þeim dægurperlum, sem þeir félagar hafa sent frá sér bæði saman og í sitthvoru lagi, lög eins og „Hjá þér“, „Líf“, „Undir þínum áhrifum“, „Okkar nótt“, „Álfheiður Björk“, „Dagar“, „Danska lagið“, „Allt búið“, „Ég lifi í draumi“, „Góða ferð“, „Þín innsta þrá“, „Draumur um Nínu“ o.m.fl. Einnig munu þeir félagar spjalla á léttum nótum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur úr bransanum. TVEIR VITAR Á BYGGÐASAFNINU GARÐSKAGA ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ, 20. MARS KL. 20:30 MIÐASALA ER VIÐ INNGANG. KAFFI DUUS, KEFLAVÍK MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ, 21. MARS KL. 20:30 MIÐASALA ER VIÐ INNGANG. 2012 TÓNLEIKAR Stebbi og Eyfi á ferð um Ísland GEISLADISKURINN „NOKKRAR NOTALEGAR ÁBREIÐUR“, SEM KOM ÚT ÁRIÐ 2006 FYLGIR MEÐ AÐGÖNGUMIÐA, MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. Söngleikurinn Með allt á hreinu verður frum-sýndur í Frumleikhúsinu föstudaginn 16. mars kl. 20.00. Verkið er samstarfsverkefni Leikfélags Keflavíkur og Fjölbrautaskóla Suðurnesja en þetta er í annað sinn sem þessi félög setja verk á svið saman, áður var það söngleikurinn Slappaðu af í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Leikstjóri sýningarinnar er Oddur Maggi en hann er hámenntaður leikari sem komið hefur víða við, er búsettur í Sandgerði og kennir m.a. leiklist í grunnskólanum þar auk þess sem hann kennir við leiklistarbraut Listahá- skóla Íslands. Fjölmargir þátttakendur koma að sýningunni, dansarar, leikarar, hljóð- og tækni- menn, söngvarar, förðunar- og hárgreiðslufólk svo eitthvað sé nefnt. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara enda öll flottustu lögin úr myndinni sem Stuðmenn gerðu ódauðleg fyrir 30 árum síðan flutt í verkinu. Hægt er að panta miða í síma 4212540 en miðaverð er kr. 2000. Stjórn LK, VoxArena og NFS ›› leikfélag keflavíkur og leikfélag fs í samstarf: Með allt á hreinu í Frumleikhúsinu

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.