Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Page 14

Víkurfréttir - 12.04.2012, Page 14
14 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Flugstöð Leifs Eiríkssonar fagnar aldarfjórðungsafmæli laugardaginn 14. apríl nk. Stöðin var opnuð formlega að við- stöddum þrjú þúsund gestum sem fylltu hana eins og sjá má á einni myndinni sem tekin var í vígsl- unni. Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Íslands vígði stöðina og gaf henni nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar en í seinni tíð hafa ansi margir stytt það í Leifsstöð. Við vígsluna afhjúpaði frú Vigdís lágmynd af Leifi Eiríkssyni. Meðal þrjú þúsund gesta við vígsl- una voru flest fyrirmenni landsins, ráðherrar, þingmenn og fleiri. Í frétt í Víkurfréttum daginn eftir vígsluna kemur fram að með tilkomu nýju flugstöðvarinnar hafi loks verið aðskilið farþegaflug frá herflugi á Keflavíkurflugvelli. Þannig lauk þeim kafla í sögu Keflavíkurflug- vallar að flugfarþegar þurftu að aka bílum sínum í gegnum herhliðið. Stöðin var alger bylting og talin mjög tæknivædd, jafnvel sú tækni- væddasta. Kostnaður var um 2 milljarðar. Íslenskir iðnaðarmenn byggðu stöðina og margir Suður- nesjamenn komu þar að verki. Meðal annars sameinuðust rafverk- takar frá mörgum fyrirtækjum á svæðinu í eitt og unnu raflagna- vinnuna við bygginguna. Flugstöðin í aldarfjórðung Myndirnar efst tók Oddgeir Karlsson, ljósmyndari og sýna vel umfang flugstöðvarinnar ári eftir stækkun hennar. Hér að ofan er mynd sem var tekin á byggingartíma stöðvarinnar sem var frá 1983 til 1987. Til hliðar sést inn í aðalsal flugstöðvarinnar við vígsluna 14. apríl 1987. Hundruð tonna af hellum voru lagðar í kringum flugstöðina. Þessi mynd er frá byggingartímanum. Myndin til hliðar sýnir umhverfið sem blasti við skammt frá stöðinni eftir opnun hennar. Það var lagað fljótlega en allt kapp var lagt á að opna stöðina sem fyrst. VF-myndir/pket og hbb.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.