Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 12.04.2012, Blaðsíða 16
16 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Okkur er ráðlagt að borða a.m.k. 5 skammta af grænmeti og ávöxtum á dag samkvæmt ráðleggingum frá Lýðheilsustöð og hvað er betra en að nota gómsæta hristinga stútfulla af næringu til þess að uppfylla dags- þörfina. Auðvitað reynum við líka að vera dugleg að borða grænmeti og ávexti jafnt og þétt yfir daginn í öðru formi eins og súpum, salati, niðurskorið sem snakk, sem álegg, o.fl. Grænir hristingar eru hins vegar góð aðferð til þess að ná inn grænu grænmeti sem maður annars myndi kannski ekki borða og fínt þegar maður er að byrja að hafa hlutföllin 50/50 grænmeti á móti ávöxtum og auka svo hluta grænmetis smám saman. Hægt er að bæta og breyta þeim að vild og gott er t.d. að leggja möndlur í bleyti yfir nótt og setja 2 msk af möndlum út í morgunhristinginn eða setja avokadó út í, gefur meiri fyllingu. Fleiri hugmyndir til þess að fá annað bragð og önnur næringarefni gætu verið t.d. að nota fræ, vanilluduft, klettasalat, steinselju, kókósvatn, döðlur, grænt te í dufti, o.fl. Frábær leið til að bæta heils- una okkar og auka inntöku okkar á grænmeti. 2 b vatn 2 b spínat ½ agúrka ½ grænt epli 1 b frosið mangó 1 appelsína Smá engiferbiti -Allt sett í blandara, bæta vökva ef þörf. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is Grænn oG vænn hristinGur! Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Flóamarkaður Föstudaginn 13. apríl nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30. FRAMHALDS AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Reykjanesbæjar verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl kl. 20:30, í félagsheimili Framsóknarmanna Hafnargötu 62. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar. Raðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn föstudaginn 18. apríl nk. í sal Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14. Fundurinn hefst kl. 19:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Aðalfundur LAGNAÞJÓNUSTA SUÐURNESJA EHF   Óskar eftir að ráða pípulagningarmeistara, svein eða mann vanan pípulögnum sem fyrst. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið: lagnaths@simnet.is Í greinargerð bæjarstjóra Sveitar-félagsins Garðs, vegna ársreikn- inga 2011 segir hann m.a.: Niður- staða árseikninga 2011 sýnir að rekstur sveitarfélagsins er á réttri leið og nálgast jafnvægi sem er það markmið sem stefnt er að. Hið rétta er að ársreikningur sveitarfélagsins Garðs vegna ársins 2011, er merkilegur fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta þá staðfestir eiginfjárstaða sveitar- félagsins, að sala á hlut þess í Hita- veitu Suðurnesja og uppgreiðsla skulda í kjölfarið hefur haft jákvæð áhrif á afkomu sveitarfélags- ins. Á síðasta ári voru 444 millj- ónir færðar úr Framtíðarsjóði til annarra sjóða og litar sú staðreynd allan ársreikninginn. Millifærðar voru 177,4 milljónir til B-hluta fyrirtækja sem gerir það m.a. að verkum að liðurinn „Annar kostn- aður“ er látinn lækka samkvæmt þeirri bókhaldsaðferð sem notuð er. Þetta gefur í raun villandi mynd af rekstrinum og nær hefði verið að færa slíka millifærslu sem ein- skiptistekjur þ.e. tekjur sem koma aðeins einu sinni inn. Á þann hátt á að vera auðveldara að glöggva sig á raunverulegum rekstri. Það að nýta sér slíka lækkun í bókhaldslegri framsetningu eins og gert er hér, er auðvitað bara pólitískur loddara- skapur eins og hann gerist verstur. Í öðru lagi hlýtur það að vekja athygli og vekja fólk til umhugs- unar sú staðreynd að u.þ.b. 30% af tekjum sveitarsjóðs koma frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Tekjur sveitarsjóðs sjálfs duga því ekki nema fyrir u.þ.b. helmingi rekstr- arútgjalda. Á heimasíðu Jöfnunar- sjóðs kemur fram að 10% tekna sveitarfélaga að meðaltali koma frá Jöfnunarsjóði. Sú staðreynd að út- gjaldareglur Jöfnunarsjóðs taka sí- felldum breytingum hlýtur að kalla á umræðu innan bæjarstjórnar, því að breytingar á þessum reglum geta haft veruleg áhrif á afkomu bæjar- sjóðs. Í þriðja lagi vekur það athygli að meirihlutinn talar nú um verulegan árangur í fjármálastjórn þegar það liggur fyrir að breytingar á skuldastöðu eru einvörðungu tilkomnar vegna sölu eigna. Ekki verður séð að einhver árangur hafi náðst í að minnka útgjöld sveitar- félagsins þrátt fyrir fullyrðingar bæjarstjóra. Einvörðungu er um að ræða leik að tölum eins og bent hefur verið á hér á undan. Gjöld bæjarsjóðs voru veruleg og um- fram tekjur á síðasta ári eins og þau voru árið 2010. Handbært fé frá rekstri sveitarsjóðs er neikvætt um tæpar 100 milljónir og það var einnig neikvætt á árinu 2010. Samkvæmt ársreikningi er hand-bært fé 675 milljónir í árslok 2011 en það var 2,4 milljarðar í árs- lok 2008. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að það muni aukast í ljósi þeirrar staðreyndar að eiginlegur rekstur sveitarfélagsins stendur ekki undir sér. Þess má vænta að launa- greiðslur sveitarfélagsins hækki á þessu ári þar sem launaskerðingar þær sem ákveðnir starfsmenn tóku á sig á síðasta ári eru væntanlega að ganga til baka á þessu ári. Einnig má reikna með að launahækkanir sem áttu sér stað á almennum vinnumarkaði í febrúar sl. komi til með að auka launagreiðslur sveitar- félagsins. Taka verður með í reikninginn að þegar tekjur sveitarfélags- ins aukast þá lækkar framlag Jöfn- unarsjóðs þannig að veruleg óvissa verður á rekstri sveitarfélagsins. Rekstraráætlun sem skilar jákvæðri niðurstöðu breytir þar engu. Sé einhver vilji til þess meðal meiri- hluta bæjarfulltrúa að koma rekstri sveitarfélagsins í jafnvægi hljóta þeir að leggja fram raunhæfar til- lögur um hvernig skera megi niður í rekstri þannig að tekjur dugi fyrir útgjöldum. Annars er hætt við að handbært fé sveitarfélagsins verði uppurið innan fárra ára og sveitar- félagið fari að safna skuldum á nýjan leik. Fyrir hönd N-listans, Jónína Holm. Lögreglunni á Suðurnesjum var í liðinni viku tilkynnt um mjög ölvaðan erlendan ferðalang á hóteli í umdæminu. Hann var sagður hafa tæmt minibarinn þar en ekki átt peninga til að borga. Maðurinn var fluttur á lögreglu- stöð, að eigin beiðni, þar sem hann fékk að sofa úr sér. Tveimur dögum síðar, var svo lög- reglunni tilkynnt um gest á öðru hóteli, sem væri þar ofurölvi eftir að hafa drukkið mikið á barnum án þess að geta borgað. Þegar lög- reglumenn komu á staðinn reynd- ist vera um að ræða sama mann og tæmt hafði minibarinn á fyrra hótelinu. Hann var aftur fluttur í klefa og látinn sofa úr sér. Um miðjan dag daginn eftir var lögreglu svo tilkynnt um ofurölvi mann sem væri að borða súkkulaði af afgreiðsluborði á veitingasölu í umdæminu. Enn reyndist þar vera hinn erlendi ferðamaður á ferðinni og í þriðja sinn fékk hann að gista fangaklefa. Maðurinn var sendur úr landi á eigin vegum síðdegis degi síðar. Ekki er allt sem sýnist Drykkfelldur ferðalangur gisti ítrekað á Hótel Löggu Nonni minn þín er sárt saknað og ekki síst af mér sem hefur verið vinur þinn frá sex ára aldri. Leiðir okkar hafa legið saman síðan þá. Við vorum fermingarbræður og alla tíð sem fóstbræður. Söngurinn styrkti tengslin á milli okkar enn betur. Þú hafðir þessa hljómþýðu bassarödd sem naut sín vel bæði í einsöng og samsöng. Við vorum stofnfélagar í Karlakór Keflavíkur árið 1953 og þar sungum við saman í um 50 ár. Á 10 ára afmæli kórsins vorum við valdir í kvartett í tilefni árshátíðar kórsins. Kvartettinn starfaði lengi eftir þetta og nefndum við okkur Keflavíkurkvartett- inn. Hann söng víða um landið við ýmis tilefni og einnig við ýmsar kirkjuathafnir. Alla tíð var mikið samband milli okkar og fjölskyldna okkar enda bjuggum við nálægt hvor öðrum. Veiðitúrar voru líka snar þáttur í frístundum okkar. Það er margs að minnast á langri ævi. Að lokum viljum við hjónin votta Sonju og fjölskyldunni allri, okkar dýpstu samúð. Guð blessi ykkur. Haukur Þórðarson og Magnea Aðalgeirsdóttir Jón Marinó Kristinsson - minning Sonja I. Krist nsen, Kamilla J. Williams, Arne I. Jónsson, Soffía Pétursdóttir, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir, Bjarni Guðmundsson, María J. Anninos, Joseph A. Anninos, Kristín V. Jónsdóttir, Böðvar Snorrason, Jón Marinó Jónsson, Jóna Björk Guðnadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður og vinur, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. Jón Marinó Kri tinsson, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi Garði í faðmi fjölskyldunnar, sunnudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðj daginn 10. apríl, kl.14:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið Garðvangur Garði. www.facebook.com/grasalaeknir.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.