Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Síða 17

Víkurfréttir - 12.04.2012, Síða 17
17VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 ATVINNA Bókhaldsþjónustan í Keflavík óskar eftir bókara í fullt starf Um framtíðarstarf er að ræða. Viðkomandi þarf að hafa yfirgripsmikla reynslu og þekkingu á sjálfstæðum vinnu- brögðum við tölvuvinnslu fjárhags- og launabókhalds ásamt almennum skrifstofustörfum og traustum tengslum við viðskiptavini. Þekking á DK hugbúnaði er skilyrði. Leitað er að einstaklingi með menntun sem nýtist í starfi og persónuleika sem á auðvelt með að byggja upp traustvekjandi samstarf við viðskiptavini, hafa áhuga á endurmenntun og fagleglegum vinnubrögðum, sem mikil áhersla er lögð á. Æskilegur aldur er 30 ára og eldri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Bókhaldsþjónustan hefur þjónað fyrirtækjum á Suðurnesjum í 30 ár. Það hefur ávallt verið okkar markmið að byggja á traustum, faglegum og persónulegum tengslum við okkar viðskiptavini. Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá óskast send fyrir 25. apríl. Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Stolt Sea Farm Holdings Iceland ehf. Rekstraraðili áformar að framleiða allt að 2000 tonn af senegal­ flúru á ári til manneldis. Eldið mun verða í stöð sem staðsett verður á landi á lóðinni að Vitabraut 7, Reykjanesi. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 18. maí 2011 að að eldi á senegalflúru (Solea senegalensis) í strandstöð, á vegum Stolt Sea Farm, við Reykjanes­ virkjun HS Orku í Reykjanesbæ, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtals­ verð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Byggt var á þessum úrskurði við umsókn rekstraraðila um starfsleyfi. Deiliskipulag fyrir Vitabraut 7 birtist í B deild Stjórnartíðinda þann 31. janúar s.l. Fráveita frá sjálfu eldinu mun fara í bunustokk Reykjanesvirkjunar og til sjávar. Heilbrigðisnefnd Suðurnesjasvæðis féllst á þennan frágang fráveit­ unnar á fundi 27. október 2011 en áður hafði verið gerð grein fyrir fram­ kvæmdinni í áðurnefndri málsmeðferð Skipulagsstofnunar. Umhverfis­ stofnun gaf umsögn um þessa lausn. Starfsleyfistillagan mun liggja frammi ásamt umsóknargögnum á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, á tímabilinu 28. mars til 23. maí 2012. TILLAGA AÐ STARFSLEYFI Athugasemdafrestur er til 23. maí 2012 Akureyri - Egilsstaðir - Ísaörður - Mývatn - Patreksörður Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar Hellulagnir - Hleðslur - Trjáklippingar - Garðyrkja Grjótgarðar ehf. er nýtt fyrirtæki sem sérhær sig í lóðafram- kvæmdum, jafnt við nýbyggingar og eins viðgerðir eða endurbætur á gömlum lóðum. Einnig tökum við að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og gróðursetningar ásamt ráðgjöf um garðinn þinn. Hjá fyrirtækinu eru tveir faglærðir starfsmenn á sviði skrúðgarðyrkju sem báðir hafa mikla reynslu á sviði garðyrkju og lóðaframkvæmda. Birgir Axelsson Skrúðgarðyrkjumeistari Sími 867-4041 Hjalti Már Brynjarsson Skrúðgarðyrkjufræðingur Sími 771-4645 Ný smíðastofa var opnuð í liðinni viku í Virkjun mannauðs á Ásbrú. Það er sjálfboðaliðshópur- inn Hugur og hönd sem stendur að opnun smíða- stofunnar. Hún er orðin að veruleika vegna stuðn- ings fjölmargra aðila og allt gert á sjálfboðaliðs- grunninum. M.a. hafa BYKO og Húsasmiðjan stutt við uppbyggingu smíðastofunnar, auk ÍAV þjónustu og fjölda annarra fyrirtækja og einstaklinga. Ætlunin er að smíða leikföng úr tré í þessari stofu og þar verða einnig náin tengsl við útskurðarstofuna og saumastofuna sem eru í sama húsi. Kennt verður 2 sinnum í viku af sjálfboðaliðum sem eru m.a. lærðir trésmiðir. Það kom í hlut Árna Sigfússonar, bæjarstjóra í Reykja- nesbæ, að klippa á borða og opna stofuna formlega. Hann lét þau orð falla við það tækifæri að stuðningur við það starf sem unnið er í Virkjun sé mikilvægur og það sjálfboðastarf sem þar er unnið. Ný smíðastofa opnuð í Virkjun Sumarið kemur í næstu viku! Þar sem sumardagurinn fyrsti er næstkomandi fimmtudag munu Víkurfréttir koma út miðvikudaginn 18. apríl. Skilafrestur auglýsinga er á mánudaginn. Auglýsingasíminn er 421 0001 Póstfang auglýsingardeildar er gunnar@vf.is Suðurnesjamenn stóðu sig vel að venju þegar Íslandsmótið í fitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíó nú um páskahelgina. Freyja Sigurðardóttir varð þar Íslandsmeistari kvenna í fitness en Freyja hefur verið sigursæl í þessari íþrótt um langt skeið. Ásdís Þorgilsdóttir varð í 3. sæti í flokki kvenna eldri en 35 ára og Inga Lára Jónsdóttir hafnaði í 6. sæti í módelfitness. Þórmundur Hall- son hafnaði í 4 sæti í fitness karla en þetta er hans fyrsta mót. Karl Júlíusson varð svo í 2. sæti í vaxtarrækt. Freyja flottust!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.