Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Qupperneq 22

Víkurfréttir - 12.04.2012, Qupperneq 22
22 fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson á að baki farsælan feril sem atvinnumaður í íþóttinni en nú fyrir skömmu lauk lið hans í sænsku úrvals- deildinni keppni gegn liði So- dertalje í fyrstu umferð úrslita- keppninnar. Tímabilið var því ekki eins og Logi og liðsfélagar hans í Solna Vikings óskuðu sér. „Okkur gekk vel á móti þessu liði í deildinni í vetur en eitthvað fór úrskeiðis í úrslitakeppninni,“ sagði Logi í spjalli við Víkurfréttir en persónulega gekk Loga vel á tímabilinu sem er að ljúka um þessar mundir. Logi skoraði 16 stig að meðaltali og var að bæta sig í nokkrum tölfræðiþáttum. Logi skoraði reyndar meira að meðaltali í fyrra eða 17 stig, en þá var hann í aðeins stærra sóknar- hlutverki. Hann var m.a. að bæta bæði tveggjastiga og vítanýtingu sína á þessu tímabili. Tveggja ára samningur Loga við Solna rennur út núna í maí og það er óvíst með framhaldið hjá honum eins og er. „Klúbburinn var ánægður með mig bæði árin en þeir ætla að bíða og sjá hvernig fjárhagsstaðan verður fyrir næsta tímabil og hver þjálfar liðið. Ég er sjálfur alveg opinn fyrir því að kíkja á aðra möguleika hér í Svíþjóð og í öðrum löndum. Maður þarf oft að bíða í einhvern tíma í körfunni eftir því hvar maður muni spila og ég er í rauninni bara orðinn vanur því. Það var reyndar gott að hafa gert tveggja ára samning hér og þurfti ég því ekki að hugsa um þetta síð- asta sumar og vonandi get ég gert tveggja ára samning þar sem ég verð næst,“ segir Logi sem verður 31 árs síðar á árinu. Logi er því kominn í sumarfrí en hann er vanur að nýta sumarið í að æfa af krafti. „Ég mun fara í gott frí með fjölskyldunni og svo kem ég heim og byrja að æfa og undirbúa mig fyrir næsta tímabil og kom- andi verkefni með landsliðinu,“ en spennandi verkefni eru framundan hjá strákunum í landsliðinu. Landsliðsverkefnið leggst rosalega vel í Loga og er hann spenntur að fá að mæta nokkrum af bestu liðum Evrópu. „Það verður mikil upplifun að fá að spila við t.d. Serbíu í Belgrad en þeir eru eitt af þremur bestu l i ð u m h e i ms , e innig verður gaman að fara til Ísrael og spila við þá en þeir eru risar í evrópskum körfu- bolta,“ segir Logi. L o g i s e m e r Njarðvíkingur segist hafa fylgst með ungu strákunum frá hans heimabæ í vetur og er hann ánægður með ár- angur þeirra. „Ég hef fylgst vel með Njarðvíkurstrákunum í vetur og er ánægður með þessa stráka. Þeir eru að uppskera eftir alla vinnuna sem þeir hafa lagt í síðustu sumur,“ en Logi hefur sjálfur lagt það í vana sinn að æfa með þessum ungu strákum þegar hann er staddur á Íslandi. „Ég mun æfa eitthvað með þeim í sumar og það verður bara gaman sjá hvort maður geti haldið í við þessa ungu punga,“ segir Logi léttur. Að lokum spurðum við Loga hvernig honum litist á það að gera ætti heimildarmynd um æskuvin hans og liðsfélaga, Örlyg Sturluson sem lést aðeins 18 ára að aldri. „Það er mjög ánægjulegt að það sé verið að gera heimildar- mynd um Ölla og hafa framleið- endurnir sett sig í samband við mig. Ég mun auðvitað aðstoða þá eins mikið og ég get ef þeir þurfa upplýs- ingar og viðtöl,“ sagði Logi að lokum. Grindvíkingar unnu sigur í fyrsta leik sínum gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta á þriðjudagskvöld. Lokatölur urðu 83-74 í fremur spennandi og skemmtilegum leik. Grindvíkingar voru ávallt með yfirhöndina í leiknum en þó tókst þeim ekki að stinga Stjörnumenn af og gera út um leikinn fyrr en undir lokin. Hátt í 600 manns voru mættir til þess að fylgjast með rimmu Grind- víkinga og Stjörnumanna en þarna fara tvö af þeim liðum sem þykja hvað líklegust til þess að hampa Ís- landsmeistaratitlinum þetta árið. Í hálfleik var staðan 38-35 fyrir heimamenn en þeir gulklæddu voru að spila fantagóða vörn á köflum. Níu stolnir boltar í fyrri hálfleik hjá Grindvíkingum segja kannski sína sögu en þó náðu þeir ekki að hrista Stjörnumenn af bakinu á sér. „Þjálfarinn var sáttur við vörnina en við héldum þeim í 74 stigum sem er mjög gott. Við höfðum engar áhyggjur af sókninni þar sem við höfðum nóg af vopnum. Það sem þarf að gera til að vinna er að spila vörn. Við vorum að fá flott framlag frá nokkrum mönnum í leiknum en eigum þó nokkra inni, m.a. mig sjálfan,“ sagði Sigurður Þorsteins- son miðherji Grindavíkur í sam- tali við Víkurfréttir að leik loknum. „Stemningin hefði mátt vera betri fyrir minn smekk. Það er komið inn í undanúrslit og það hefðu mátt vera meiri læti í stúkunni. Þetta getur orðið hörkurimma en það er bara undir okkur komið,“ sagði Sigurður að lokum. Grindvíkingar voru enn skrefinu framar en stemningin magnaðist upp hjá Stjörnunni í upphafi síðari hálfleiks. Þorleifur Ólafsson sýndi lipra takta hjá Grindvíkingum en hann er óðum að finna sitt gamla form. „Ég hef auðvitað verið að glíma við meiðsli meira og minna síðastliðin sex ár og í vetur hefur Helgi verið að nota mig lítið. Stundum var maður pirraður en ég er honum þakklátur núna en ég er að koma sterkur inn og mér líður mjög vel,“ sagði Þorleifur Ólafs- son en hann skoraði 16 stig og tók 7 fráköst gegn Stjörnunni. „Þetta var skemmtilegur leikur og frábær vörn hjá okkur. Við þurfum þó að láta boltann ganga betur. Þetta lítur allt mjög vel út og nú er bara næsti leikur á þeirra heimavelli en við ætlum okkur að sigra þar,“ sagði Þorleifur. Þegar 3. leikhluta lauk voru Grind- víkingar komnir í nokkuð góð mál og höfðu forystu 62-56. Þeir virtust vera að landa sigrinum þegar hér var komið við sögu. Lærisveinar Teits Örlygssonar reyndu hvað þeir gátu en eins og flestir körfubolta- áhugamenn vita þá hafa Grind- víkingar úr mörgum sterkum leikmönnum að velja og breiddin er fáheyrð. Það reyndist Stjörnu- mönnum banabitinn í leiknum að Grindvíkingar náðu að keyra á mörgum mönnum og vörnin var góð að vanda hjá deildarmeistur- unum. Á lokasprettinum reyndust heima- menn því sterkari og Stjörnumenn höfðu einfaldlega ekki nóg púður til þess að fylgja Grindvíkingum yfir endalínuna. Logi óviss með framhaldið Hef verið pirraður en er þakklátur þjálfaranum - segir Þorleifur Ólafsson sem sýndi lipra takta í sigurleik UMFG á Stjörnunni í fyrsta leik undanúrslitanna

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.