Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.2012, Side 23

Víkurfréttir - 12.04.2012, Side 23
23VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 12. aPrÍL 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. páskafrí Þá er góðu páskafríi lokið. Maður er kominn í eldri hópinn í liðinu þegar tilfinningin að byrja aftur eftir fjögurra daga frí er svipuð og eftir mánaðarfrí. Ekki það að ég hafi ekki hreyft mig í fríinu. Ég stundaði hina ævafornu íþrótt páskaeggjaát af miklum móð. Var nálægt því að slá Íslandsmetið í flokki súkkulaðieggja nr. 4. Á meðan tókst mér líka að stelast í lakkríseggið hjá krökkunum og tók ekkert aukalega fyrir það. Borðaði samt líklegast ekki jafn mikið súkkulaði og Beggi og Sigurbergur sem unnu sitthvor 8 páskaeggin í páskalukkuhjóli liðsins. Smá sárabót fyrir hina var að liðið í heild vann 8 egg líka. Hef aldrei séð 8 páskaegg hverfa á jafn skömmum tíma. Þetta var eins og soltin úlfahjörð sem hefur náð að fella lítinn hreindýrskálf. Það var súkkulaði út um allt. Best að taka það fram samt að alla jafna eru flestir leikmenn liðsins mjög duglegir í mataræðinu, bara ekki um páskana. Einhverjir íþróttamenn eyddu hins vegar ekki öllu páskafríinu í að úða í sig súkkulaði. Körfuboltinn er að ná hámarki um þessar mundir. Því miður eru bæði Keflavíkurliðin dottin út en önnur Suðurnesjalið líta ansi vel út. Njarðvíkurstelpurnar eru á góðri leið með að tryggja sér titilinn þegar ég skrifa þetta á þriðjudagskvöldi og Grindavíkurstrákarnir virðast ætla að bæta í eftir góðan vetur. Ansi súrt að sjá stelpurnar vera með besta liðið í vetur og vinna deildina, eiga svo slæma kaflann sinn á versta tíma og vera dottnar út strax. Þetta er samt það sem gerir úrslitakeppnina svona skemmtilega, eða leiðinlega í tilviki Keflavíkur, allt getur gerst. Fleiri keppnir kláruðust um páskana. Manchester City tókst að klúðra enska titlinum. Mér gæti ekki verið meira sama þar sem að í mínum huga stendur City fyrir allt sem er rangt í boltanum í dag. Það á ekki að vera hægt að kaupa titla. Því miður er það hitt Manchester liðið sem hirðir titilinn, veit ekki hvort mér finnst verra. Sem betur fer er orðið ansi stutt í mótið hérna heima þannig að maður getur hætt að fylgjast með enska boltanum (held með Liverpool þannig að ég er löngu hættur). Menn geta farið að dusta rykið af Keflavíkurderhúfunni og treflinum. Stoppa í götin á gamla teppinu og þvo skítalyktina úr happaúlpunni. Hita upp söngröddina því það er komin graslykt í loftið. Völlurinn er orðinn grænn enda einn sá besti á landinu. Það má byrja að telja niður og láta sig fara að hlakka til því þetta fer að bresta á. Besti tími ársins, sumar og fótbolti, gerist ekki betra. Vonandi hlakkar fleirum jafn mikið til og mér og sem flestir mæti á völlinn. Ef allir leggjast á eitt þá getur það ekki klikkað, þetta verður gott sumar. Öl l v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r o g/ e ða m yn da br en gl . A lla r v ör ur fá st í BY KO B re id d en m in na fr am bo ð ge tu r v er ið í öð ru m v er sl un um . með BYKOKlúBBnum Búðu Betur Vnr. 79290121 Bílkerra 1520x1200 mm. Heit- galvaniseruð með dekkkrossvið í botni. Nefhjól og LED ljós. Vnr. 74830006 Einhell hekkklippur sem henta vel í garð inum. Einkar kraftmikil eða 600W og með 53 cm spjót. Hægt að klippa greinar sem eru allt að 15 mm sverar. Hægt er að snúa aftara hand- fangi í allar áttir eftir því sem hentar. skoðaðu kerruúrvalið á BYko.is Frábær tilboð og ljúffengar veitingar ásamt happdrætti með hundruðum glæsilegra vinninga. Ef þú ert ekki einn af tugþúsundum sem eru í klúbbnum nú þegar þá bara skráir þú þig á staðnum. Fimmtudaginn 12. apríl, kl. 19-21 Sjáumst í byko 109.900kr. Almennt verð 139.900 kr. KLÚBB verð 8.990kr. Almennt verð 12.240 kr. KLÚBB verð 1.990kr. Almennt verð 2.340 kr. KLÚBB verð 14.990kr. Almennt verð 21.990 kr. KLÚBB verð 39.990kr. Almennt verð 49.990 kr. KLÚBB verð klúBBakvöld Vnr. 49620201 ELEGANT oAk harðparket, eik, 8x192x1285 mm, mjög fallegt tveggja stafa parket. 1.690kr./m2kLÚbb verð Almennt verð 2.365 kr./m2 Vnr. 65001609 AKAI spjaldtölva. Vnr. 55420162 JUWEL safnkassi 600 ltr. Vnr. 51351127/8 SOUTH útiljós, staur, 103 cm, 60W, IP44, svart eða hvítt. Ásdís Sigurgeirsdóttir, Einar Björn Bjarnason, Sæunn Kristinsdóttir, Guðrún Bjarnadóttir, Pétur Gíslason, Þórkatla Bjarnadóttir, Lúðvík Gunnarsson, Sigurgeir Þór Bjarnason, Kristjana Halldórsdóttir, Sveinbjörn Bjarnason, Ingibjörg Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni Þórarinsson, fyrrverandi hafnarstjóri í Grindavík, Skipastíg 22, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, laugardaginn 7. apríl. Verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 17. apríl kl. 14:00. Kristmundur Gíslason keppti á h e i m s m e i s t a r a m ó t i ung linga í taekwondo s em fór fram í Egyptalandi 4.-8. apríl og Kristmundur þar eini fulltrúi Íslands að þessu sinni. Kristmundur sem er 16 ára er fyrsti keppandi Keflavíkur sem fer á heimsmeistaramót en á mótinu voru tæplega 800 keppendur frá yfir 100 löndum. Kristmundur vann sinn fyrsta bardaga og komst því í 8 manna úrslit þar sem hann tapaði gegn tyrkneskum bardagamanni. Kristmundur endaði því í 5.-8. sæti á mótinu og er einn örfárra Íslendinga sem hafa náð að komast áfram úr fyrstu umferð á heimsmeistarmóti. Kristmundur í 5.-8. sæti á HM Þegar Víkurfréttir voru á leið í prentun áttu Njarðvíkingar og Haukar eftir að mætast í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Njarðvíkingar gátu með sigri tryggt sér titilinn en sjá má úrslitin á vefsíðu okkar vf.is.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.