Víkurfréttir - 26.04.2012, Page 12
12 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Keflavíkurkirkja
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
KEFLAVÍKURSÓKNAR
verður sunnudaginn 29. apríl kl. 17:00 í kirkjunni.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýr geisladiskur kórs Keflavíkurkirkju verður kynntur.
Allir velkomnir.
Sóknarnefnd
„Staðan í verkalýðsmálunum
er samofin stöðunni í atvinnu-
málum svæðisins. Við höfum verið
í gríðarlega miklu atvinnuleysi í
langan tíma. Við höfum upplifað
allar verstu hliðar atvinnuleysis í
langan tíma og það er farið að fara
mjög illa með okkur hér,“ segir
Kristján Gunnarsson í samtali við
Víkurfréttir.
Að vera atvinnulaus
er ömurleg staða
„Að vera atvinnulaus er ömurleg
staða fyrir þann sem í því lendir.
Fólk er að upplifa atvinnuleysi,
eignamissi og hjá sumum heimilum
verður algjör upplausn. Það eru
einnig mörg dæmi þess að báðar
fyrirvinnur séu atvinnulausar. Við
sjáum það að fleiri og fleiri eru að
klára atvinnuleysisbótatímabilið og
standa þá uppi með þá staðreynd
að hafa verið of tekjuhá við það
eitt að fá bara atvinnuleysisbætur
og þurfa að vera án tekna um tíma
til að fá fjárhagsaðstoð frá félags-
þjónustu sveitarfélaga.
Það er ekki mikið svigrúm fyrir
þetta fólk að standa skil á skuldum
og skyldum og eiga vart ofan í sig
eða á. Við sjáum mikinn fjölda hér
á svæðinu sem hefur verið að missa
húsnæði sitt og svo sjáum við á eftir
fólki sem er að flýja land og er að
leita að lífsbjörginni erlendis“.
- Hvernig er ástandið í þjóð-
félaginu að koma við félagsmenn
VSFK?
„Félagið hefur verið með stærsta
hópinn á Suðurnesjum sem hefur
verið án atvinnu. Við höfum séð at-
vinnuleysið fara upp undir 23% hjá
félaginu en um þessar mundir sjáum
við það minnka mikið og vera um
11%. Það hefur verið auglýst mikið
af störfum hér nú á vordögum við
afleysingar. Flugvöllurinn og flugið
er að taka til sín nokkur hundruð
störf í sumarafleysingar. Það hefur
munað mest um það,“ segir Krist-
ján.
Í dag eru 342 félagsmenn í VSFK
án atvinnu og Kristján segir Suður-
nes vera grátt leikin af atvinnuleysi
og það kemur víða fram í minnk-
andi tekjum, minni viðskiptum og
verkalýðsfélagið finnur verulega
fyrir því þar sem atvinnuleysið
kemur við sjóði félagsins. „Við
höfum ekki botnlaust fé til að hall-
areka okkur á móti þessari stöðu,“
segir Kristján. Hann segir að VSFK
hafi verið að ráðstafa meira fé úr
sjúkrasjóði út af þessu ástandi á
svæðinu en áður hefur verið gert.
Þá segir hann félagið aldrei hafa
sett eins mikla fjármuni í fjár-
hagsaðstoð eins og á síðasta ári til
matarlítilla félaga sinna.
- Hvað hafið þið verið að gera fyrir
félaga ykkar?
„Sá sem er atvinnulaus greiðir
félagsgjald til okkar en þeir greiða
ekki í neina aðra sjóði félagsins.
Við höfum hins vegar ekki skert
réttindi þessara félaga okkar. Þeir
halda fullum réttindum í sjúkra-
sjóði, starfsmenntunarsjóði, orlofs-
sjóði og þess háttar. Við höfum litið
svo á að þegar félagar okkar eru
atvinnulausir og þar með í vanda,
þá hjólum við ekki í þá og skerðum
réttindi þeirra. Þeir hinir sem hafa
vinnu og eru að borga hafa í raun
tekið þetta á sig. Við gerum þetta
meðvitað og munum gera eitt-
hvað áfram. Við verðum samt að
fara gætilega því við höfum gengið
mjög nærri okkur undanfarin ár“.
Miklir fjármunir í
fjárhagsaðstoð
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis hefur veitt
talsverðum fjármunum í Velferðar-
sjóð Suðurnesja sem síðan hefur
úthlutað til þeirra sem eru verst
settir. Þá hefur félagið einnig verið
með beina fjárhagsaðstoð við félaga
sína og þá helst í desember og segir
Kristján að fjárhæðirnar hafi aldrei
verið eins háar og tvö síðustu ár og
þær skipti milljónum króna. Bara
á síðasta ári var upphæðin um 3
milljónir króna.
Kristján leggur áherslu á að unnið
sé markvisst að því að koma hjólum
atvinnulífsins í gang að nýju. Það sé
forsenda þess að skapa ný störf.
„Við erum búin að sjá fullt af
undirritunum, skóflustungum,
borðaklippingum og allt mögulegt.
Svo koma vonbrigðin á eftir. Öll
þessi bið eftir því að álverið fari af
stað og orkumálin öll. Það eru alltaf
endalausar fréttir af frestunum og
vonbrigðum. Nýjasta dæmið er
kísilverksmiðjan í Helguvík. Þar
hvarf erlendi samstarfsaðilinn á
braut þegar rétti verðmiðinn var
settur á verksmiðju í Kanada og
skildi okkur eftir, eftir að hafa
haldið fólki hér uppi á kjaftasnakki
í marga mánuði. Nú erum við að
frétta það að búið sé að undirrita
samninga við nýja aðila. Hvort
Margrét Einarsdóttir,
Þórir Frank Ásmundsson, Sigrún Valdimarsdóttir,
Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, Kristinn Edgar Jóhannsson,
Hrönn Ásmundsdóttir, Snorri Ólason
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ásmundur Björn Cornelius,
Vatnsholti 1d, Reykjanesbæ,
hefur verið jarðsettur í kyrrþey að ósk hins látna.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Þroskahjálp
á Suðurnesjum.
Þökkum samúð og vinarhug
Gunnar Sveinsson,
Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ægir Magnússon,
Sigurbjörn Gunnarsson, Jenný Sandra Gunnarsdóttir,
Gísli B. Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Harpa Hjörleifsdóttir, Þórður Haraldsson
Þröstur Elfar Hjörleifsson, Dýrborg Ragnarsdóttir,
Hrönn Hjörleifsdóttir, Þorgeir Kolbeinsson,
Sóley Vaka Hjörleifsdóttir, Jóhann Guðnason,
Bylgja Dögg Hjörleifsdóttir, Guðjón Paul Erlendsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Ástrósar Eyju Kristinsdóttur,
frá Norðurgarði Vestmannaeyjum
til heimilis að Faxabraut 13, Keflavík
Sérstakar þakkir til Heimahjúkrunar HSS og starfsfólks á
Hjúkrunarheimilinu Hlévangi fyrir sérstaklega góða umönnun.
Sonja I. Kristensen,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýndu okkur samúð og hlýju
vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns og vinar,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Jóns Marinós Kristinssonar.
Innilegt þakklæti til alls starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Garðvangi Garði fyrir einstaka umönnun og hlýju í hans garð.
Guð blessi ykkur öll.
Kristján Gunnarsson hefur verið verkalýðsleiðtogi í Reykjanesbæ í tvo áratugi.
Hann var að undirbúa sinn 20. aðalfund hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og ná-
grennis [VSFK] þegar Víkurfréttir tóku hann tali á þriðjudagsmorgun. Verkalýðsfélagið fagnar
stórum tímamótum í árslok þegar það verður 80 ára. Félagsmenn hafa þó kannski ekki ríka
ástæðu til að fagna því atvinnuleysið hefur leikið félagsmenn grátt og um tíma var atvinnuleysið
innan félagsins 23% en er komið niður í 11% um þessar mundir.
Flugið okkar
bjargvættur
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur
og nágrennis í Víkurfréttaviðtali:
Aðsendar greinar á vf.is
Þó nokkuð af efni þarf að bíða birtingar í þessari
viku. Þá þurftum við að færa aðsendar greinar úr
blaðinu og yfir á netið. Má þar benda á svargrein
frá minnihlutanum í Garði til bæjarstjóra og einnig
grein sem Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður
skrifar. Sjá nánar á vf.is.