Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Síða 20

Víkurfréttir - 26.04.2012, Síða 20
20 FIMMTUDAGURINN 26. APRÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR Bláa Lónið fagnar 20 ára af-mæli á þessu ári og í tilefni þess bauð fyrirtækið öllu starfs- fólki ásamt mökum, um 250 manns, í ævintýraferð á Suður- land. Fjölbreytt afþreying var í boði og upplifðu starfsmenn m.a. jökla- göngu og ísklifur á Sólheimajökli, jeppaferð og göngu í Þórsmörk, menningar- og sögutengda göngu- ferð um Njáluslóðir og heimsókn á Þorvaldseyri auk gljúfragöngu þar sem þátttakendur tókust á við Bleiksársgljúfur og Bleiksá í Fljóts- hlíð. Suðurlandið varð m.a. fyrir valinu þar sem það svæði varð hvað verst úti í eldgosinu árið 2010 og var það því einkar áhugavert að heimsækja svæðið og sjá áhrif gossins á lands- lag og náttúru. Ferðir og skipulagning var í höndum hótel Fljótshlíðar og South Iceland Adventure og tókst öll skipulagning og framkvæmd frábærlega. Starfsfólk Bláa Lónsins er sammála um að það að sækja Ísland heim er einstök upplifun og hvetur önnur fyrirtæki og ein- staklinga til að njóta alls þess sem Ísland hefur upp á að bjóða. - Fleiri myndir á vf.is Föstudaginn 27. apríl verður tekin í notkun ný ráðn- i n g a l au s n h j á Reykjanesbæ en samningur hefur v e r i ð g e r ð u r milli bæjarins og Tölvumiðlunar um innleiðingu H3 heildarlausnar í mannauðsmálum. Ráðninga- lausnin er fyrsta skrefið. Með tilkomu H3 verður auðveld- ara að halda faglega utan um allar umsóknir, greina, svara og ráða. Ráðnir einstaklingar flytjast raf- rænt inn í aðrar einingar í H3 sem kemur í veg fyrir tvískráningar og minnkar handavinnu. H3 ráðningalausnin er rafræn og umsóknir verða á vef Reykjanes- bæjar undir laus störf og almenn atvinnuumsókn. Frá föstudeg- inum 27. apríl verður því eingöngu tekið við umsóknum í gegnum ráðningavef bæjarins og á það við störf í allar stofnanir bæjarins sem eru tæplega 40 talsins. Það sem breytist fyrir umsækjandann er að hann verður að vera með netfang og aðgang að neti til að sækja um starf hjá Reykjanesbæ því svarbréf og aðrar upplýsingar berast rafrænt á netfang umsækjanda. Starfsþró- unarstjóri og stjórnendur stofnana bæjarins vinna svo saman að ráðn- ingarferlinu sjálfu. Öll laus störf verða auglýst eins og áður undir laus störf á vef bæjar- ins og skulu allar eldri umsóknir endurnýjaðar. Guðrún Þorsteinsdóttir Starfsþróunarstjóri ÝMISLEGT Búslóðaflutningar og allur al- mennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerð- ir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur mað- ur, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. ÓSKAST Ellilífeyrisþegi óskar eftir lang- tímaleigu 2ja herbergja íbúð á jarðhæð eða í lyftuhúsi. Uppl. í síma 845 3908. Leiguhúsnæði óskast. Herbergi eða lítil einstaklingsíbúð óskast vegna vinnu á Suðurnesjum. Skammtímaleiga frá 1. eða 15. maí til loka september 2012, hugs- anlega lengur. Helst í Keflavík eða Njarðvíkum. Sími 866 9794. 4ra manna fjölskylda óskar eftir íbúð 4ra herbergja eða stærra. Langtímaleiga. Skilvísar greiðslur. Í Ytri-Njarðvík eða Keflavík suður. Uppl. í síma 892 5521. Óska eftir barnapíu Er að leita eftir stelpu til að passa 2-3 í viku. Er með 2 börn 7 og 3 ára.Upplýsingar í síma 840 2506 Alma. SPÁKONA Tarot og spilalagnir. Birna (sem var á Ljósanótt) spáir í Keflavík. Kem einnig í heimahús. Einstaklingar / hópar (t.d. sauma- klúbbar). Tímapantanir í síma 616 9523. ÞJÓNUSTA 16 manna rúta vw til leigu Til leigu 16 manna smárúta vw, þarfnast yf irhalningar, mjög miklir tekjumöguleikar í sumar í ferðamannaiðnaði. Hægt að semja um flest. Sendið email á airportcarrental.is@gmail.com Trésmiður Vandaður, reyndur trésmiður (meistari) tekur að sér viðgerðir, viðhald og nýsmíði. Sanngjarnt tímaverð eða fast verð. Sími 659 5648 Stefán Ragnar TAPAÐ/FUNDIÐ Týndur kisi í Innri-Njarðvík Skuggi hvarf frá Furudal á skír- dag hann er 3 ára, svartur m/gráu. Skuggi er hreinræktaður skógar- köttur hann er með „ljónaklipp- ingu“ þ.e. rakaður nema haus, rófa og lappir. Hann er gráflekkóttur á skrokkinn. Hann er örmerktur, geldur og ólarlaus. Vinsamlegast hafið samband í gsm 869 0771. 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU 2ja herbergja íbúð til leigu á mótum Keflavíkur og Njarðvíkur. Leiguverð 80 þús. kr. með hita og rafmagni. Óskað er eftir 3ja mánaða bankaábyrgð. Notaleg íbúð á góðum stað. Vinsamlegast hafið samband við Áslaugu í síma 866 0038. Einstaklingsíbúð Góð einstaklingsíbúð til leigu mið- svæðis í Keflavík. Upplýsingar í síma 821 5824. 3ja herbergja íbúð á nh í einbýli til leigu, allur búnaður getur fylgt. Uppl. í síma 698 7626. NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM WWW.VF.IS896 0364 Bói Rafvirki raf-ras.is TIL SÖLU Til sölu verslunarhúsnæði. Verslunarhúsnæði á besta stað á Hafnargötu 32. 86m2, áhvílandi 5M og verð 14.5M. Ýmis skipti möguleg. 4 x 18 tommu álfelgur til sölu. Passa undir Mercedes Bens. Verð 70 þús. eða tilboð. Uppl. í síma 896 2888. Hagstofa Íslands gaf út tölur fyrir ferðaþjónustuna í síð- ustu viku og var þar margt áhuga- vert sem ætti að g l e ð j a Su ð u r- nesjamenn. Sam- kvæmt Hagstof- unni þá fjölgar s e l d u m g i s t i - nóttum á hótelum og gistiheim- ilum á Suðurnesjunum um 27% milli áranna 2010 og 2011. Þetta er mesta aukning á landinu milli ára og kemur höfuðborgarsvæðið næst á eftir með 16% aukningu. Sprenging í fjölgun gistirúma Á sama tímabili fjölgar gistirúmum á hótelum og gistiheimilum á Suðurnesjum mikið á milli ára eða úr 628 í 873 sem er 39% aukning. Þessi aukning er meira í ætt við sprengingu en venjulega fjölgun milli ára. Þrátt fyrir þessa miklu aukningu gistirúma milli ára þá batnar nýting gistirúma á Suður- nesjunum umtalsvert og fer úr 33,3% árið 2010 í 39,7% 2011 og hefur aðeins þrisvar verið betri frá 1998. Nýtingin nú er sú næstbesta á landinu og aðeins höfuðborgar- svæðið er með betri nýtingu eða 45% en önnur svæði talsvert langt á eftir. Á þessu ári (2012) fjölgar enn hótelum og gistiheimilum. Stórt hótel er nú að rísa við flugstöðina, fyrsta gistiheimilið að opna í Garð- inum, Hótel Berg hefur opnað við Grófina í Reykjanesbæ, bænda- gisting að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd og fleira. Einnig er í skoðun ný hótelbygging við Bláa lónið sem gæti komist í gagnið innan 3ja ára. Hundrað gíga garðinn Markaðsstofa Suðurnesja fékk RG ráðgjöf til að telja ferðamenn sem fóru um Reykjanesið á síðasta ári. Þar kemur í ljós að um 110- 120 þúsund ferðamenn fara um Hundrað gíga garðinn eða álíka margir og um Reykjanesfólkvang með Seltúni og Krýsuvík. Hundrað gíga garðurinn er yst i hluti Reykjanessins þar sem telst saman Gunnuhver, Valahnjúkur, Reykja- nesviti og Brú milli heimsálfa. Hundrað gíga garðurinn býður upp á mikla möguleika og getur tekið á móti mun fleiri ferðamönnum. Aðgengið að Gunnuhver er orðið mjög gott og öruggt og sama má segja um hina staðina. Ferðamála- samtök Suðurnesja munu merkja nýja gönguleið fyrir sumarið sem nefnist 100 gíga leiðin. Áhugi er fyrir því að endurhlaða sundlaug- ina við Reykjanesvita og leggja að henni vatn. Nauðsynlegt er að setja upp þjónustuhús við Valahnjúk til að hafa eftirlit með svæðinu og bæta þjónustuna við ferðamenn sem fara um Reykjanesið og um leið að afla einhverra tekna fyrir svæðið. Þetta svæði hefur dregið að sér mikla athygli erlendis frá og verður haldin hér alþjóðleg ráð- stefna um jarðfræðiferðamennsku (geotourism) á næsta ári þar sem jarðfræði þessa svæðið verður sér- staklega til umræðu. Gott ferðasumar í vændum Mikið og gott ferðasumar er í vændum á Íslandi og ljóst að Suður- nesin munu njóta þess ef marka má bókanir á hótelum og gistiheimilum fyrir sumarið. Upplýsingamið- stöðin og aðrir ferðaþjónustuaðilar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gera ráð fyrir mikilli umferð um flug- stöðina eða allt að 15000 manns á dag þegar mest verður. Við hjá Markaðsstofu Suðurnesja horfum því með bjartsýni fram á veginn. Stærsti atvinnuvegur svæðisins, ferðaþjónustan, er á blússandi siglingu. Kristján Pálsson framkvæmda- stjóri Markaðsstofu Suðurnesja Mikil fjölgun ferðamanna um Suðurnesin 2011 Ný ráðningalausn hjá Reykjanesbæ Ísland sækjum það heim – 20 ára afmælisferð starfsfólks Bláa Lónsins n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222 Reykjaneshöfn hefur rift öllum samningum sínum við Íslenska kísilfélagið, þar sem félagið hefur ekki staðið við gerða samninga. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir enn- fremur að Reykjaneshöfn hafi undirritað kaupsamning um lóð, samning um lóðagjöld og hafnar- samning við Stakksbraut 9 ehf., sem hyggst reisa kísilver á lóðinni Stakksbraut 9 í Helguvík. Að mati Reykjaneshafnar eru nýju samningarnir ekki lakari en þeir eldri sem gerðir voru við Íslenska kísilfélagið. Reykjaneshöfn riftir öllum samn- ingum við Íslenska kísilfélagið

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.