Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Síða 22

Víkurfréttir - 26.04.2012, Síða 22
22 FIMMTUdagUrInn 26. aPrÍL 2012 • VÍKURFRÉTTIR útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Ferðasaga Um síðustu helgi fórum við í Keflavíkurliðinu í æfingaferð. Það hefur tíðkast í mörg ár að lið haldi til útlanda stuttu fyrir mót til að peppa mannskapinn upp, bæði fótbolta- og móralslega. Vinsæl- ast hefur verið að fljúga suður á bóginn til heitari landa svo sem Spánar og Portúgal. Við fórum ekki jafn langt suður, við fórum til Víkur í Mýrdal. Það var haldið af stað í sól og blíðu á sumardaginn fyrsta. Menn fóru á einkabílum og þeir yngri drifu sig á leiðarenda á meðan Hilmar tók sér meiri tíma og naut landslagsins með nokkrum reyndari mönnum. Menn komu sér fyrir á Hótel Vík sem hugsaði afbragsðvel um okkur alla helgina. Létt æfing var tekin seinni- partinn þar sem einhverjir skokkuðu úr sér súran leik frá deg- inum áður. Hinir spiluðu ungir á móti gömlum. Einu vonbrigðin voru töluvert rok sem við úr Sunny Kef eigum ekki að venjast. Ágætt að æfa sig í rokinu samt fyrir leikina upp á Skaga og út í Eyjum. Kvöldið fór í almennt hótelhangs með tölvuleiki og spila- stokka í aðalhlutverki. Teddi og Beggi fóru strax að vinna í því að vera með skítugasta herbergið. Menn mættu misferskir í morgunmatinn daginn eftir. Halli Gumm kvartaði undan hrotum í herbergisfélaganum. Þá fékk Maggi Þór svo heiftarlega martröð að hann og Viktor sváfu lítið það sem eftir var ferðarinnar. Fyrri æfing dagsins var í rólegri kantinum, Kiddi Björns skokkaði í hringi og hafði yfirumsjón með hlutunum. Seinni æfingin var hressilegri. Við fengum að sjá Ingó Veðurguð æfa með Sameinuðu Þjóðunum sem áður hét Selfoss. Þeir voru einnig staddir þarna í mekka æfingaferðanna þessa helgi. Yngri og eldri spiluðu aftur. Mesta lukku vakti Sævar Júlíusson á föstudeginum þegar hann skilaði sér heilu á höldnu til Víkur á Rauðu Þrumunni. Það voru ekki margir sem höfðu trú á því en bíllinn er jafn þrjóskur og eigandinn. Um kvöldið fengu svo nokkrir ungir drengir að kenna á visku Jóhanns Guðmundssonar í Fótboltaspilinu. Menn voru þreyttir á laugardeginum en hresstust fljótt við þegar Ási mætti í stuttbuxum sem hann saumaði í 7. bekk í morgunmat- inn. Aftur var róleg æfing fyrripartinn. Bræðurnir úr Harlem, þeir Ísak og Kiddi, fóru í íþróttahúsið og sýndu ótrúleg tilþrif við körfuna. Ég treysti Ísaki fyrir því að setja það á netið innan tíðar. Þeir sem ekki voru komnir með nóg af fótbolta horfðu á enska boltann milli æfinga. Fyrir seinni æfinguna reyndi Bojan við ís- landsmetið í þrístökki. Hann dreif ekki í sandinn. Eldri og yngri mættust í frábærum leik þar sem eldri fóru með sigur af hólmi með Gunnar nokkurn Oddsson sem (h)elsta mann. Steini fékk brunasár. Dói stóð svo fyrir æsilegasta dansleik sem sést hefur í Vík þegar hann greip í nikkuna um kvöldið. Á sunnudeginum var tekin ein æfing áður en haldið var heim á leið. Jói Ben vildi reyndar horfa á Man United leikinn fyrst. Við hinir í bílnum sögðum honum að þetta yrði hundleiðinlegur leikur og auðveldur fyrir United í þokkabót. Hann missti af leik ársins. Annars var þetta virkilega vel heppnuð æfingaferð. Hótelið til fyrirmyndar, æfingaaðstaðan fín og allir á staðnum tilbúnir að gera ferðina sem besta fyrir okkur. Hver þarf sól og strönd á Spáni þegar þú hefur fjöllin og fólkið í Vík. SUMARSTÖRF Í VOGUM 2012 Eftirtalin sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Sveitarfélaginu sumarið 2012. STÖÐUR FLOKKSTJÓRA Í VINNUSKÓLA Flokkstjóri starfar undir stjórn forstöðumanns umhverfis og eigna. Hann stjórnar starfi vinnuskólahóps, kennir nemendum rétt vinnubrögð, vinnur með liðsheild, er uppbyggilegur og til fyrirmyndar. Flokkstjóri verður að hafa bílpróf og geta hafið störf í lok maí. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á vinnutímabilinu. Flokkstjóri skal vera 20 ára eða eldri. SUMARAFLEYSINGAR Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Um er að ræða störf við afgreiðslu, þrif, gæslu á böðum, laugarvörslu og annað tilfallandi. Starfsmaður þarf að standast hæfnispróf sundstaða, vera stundvís og geta unnið undir álagi. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Starfsmaður verður að geta hafið störf í júní. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu. Unnið er á vöktum. UMSJÓNARMAÐUR LEIKJANÁMSKEIÐS Leitað að einstaklingi til að sjá um námskeið sumarsins. Umsækjendur þurfa að geta skipulagt daglegt starf námskeiðanna og stjórnað ungmennum úr vinnuskóla sem verða til aðstoðar á námskeiðunum. Skilyrði er að umsækjandi sé 20 ára eða eldri. Vinnuskóli, félagsmiðstöð og íþróttamiðstöð eru tóbakslausir vinnustaðir. Umsóknarfrestur er til 18. maí 2012. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Námsmenn jafnt sem atvinnuleitendur, karlar og konur eru hvött til að sækja um ofangreind störf. Nánari upplýsingar um störfin veita frístunda- og menningarfulltrúi í síma 440-6225 og forstöðumaður umhverfis og eigna gsm 893 6983. Umsókn sendist rafrænt á stefan@vogar.is eða skilist á pappír á skrifstofu Sveitarfélagsins. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsmiðstöðvar, í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar eða á skrifstofu Sveitarfélagsins. Reykjanesbær hefur verið að ná ótrúlegum árangri í Skólahreysti undanfarin ár og í fyrra náði Myllubakkskóli m.a. þeim merka áfanga að sigra keppnina sem fer sífellt stækkandi. Úrslit keppninnar í ár fara fram í kvöld en bæði Holtaskóli og Heiðarskóli eru með í úrslitunum en árið 2009 sigraði Heiðarskóli keppnina og hafnaði í 4. sæti í fyrra. 110 skólar taka þátt í keppninni svo árangurinn er eftirtektarverður. Undankeppnirnar eru 10 talsins og eru þær svæðisbundnar, þ.e. skólar frá sama landssvæði keppa innbyrðis sín á milli. Einn skóli frá hverju landssvæði öðlast þátttökurétt í úrslitunum, en tveir árangurshæstu (ekki endilega stigahæstu) skólarnir af þeim sem enda í 2. sæti í sínum riðli fá svokölluð uppbótarsæti í úrslitunum. Heildarfjöldi skóla í úrslitum Skólahreystis er því 12. Liðin úr riðlinum Reykjanes og Hafnarfjörður eru gríðarlega sterk og nánast undatekningarlaust komast lið úr 2. sæti þaðan i úrslitin, og að sjálfsögðu hafa yfirleitt lið Skólahreystibærinn Reykjanesbær Gr i n d v í k i n g a r t ó k u forystu í einvíginu um Ís l a n d s m e i s t a r a t i t i l i n n í körfubolta karla er þeir sigruðu Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum 93-89 á mánudagskvöld. Grindvíkingar voru með leikinn í hendi sér allt frá upphafi en á tímabili komu sprækir Þórsarar til baka með gott áhlaup og hleyptu spennu í leikinn. Leikurinn var hrein og klár skemmtun í 1. leikhluta og bæði lið sýndu á sér sparihliðarnar. Troðslur og falleg langskot í öllum regnbogans litum fengu að líta dagsins ljós og áhorfendur skemmtu sér konunglega. Lítið var um varnarleik hjá báðum liðum í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsklefa voru Grindvíkingar með forystu, 56- 44 og svo virtist sem þeir væru á góðri leið með að landa þessu. Áfram voru Grindvíkingar með undirtökin í 3. leikhluta en Þórsarar settu upp skotsýningu í upphafi síðasta leikhlutans og þá kom spenna í leikinn. Einnig var svæðisvörn Þórsara að stríða Grindvíkingum. Grindvíkingar innsigluðu sigur á vítalínunni en með smá heppni hefðu nýliðarnir frá Þorlákshöfn getað stolið sigrinum. Leikurinn hafði upp á að bjóða allt það besta sem íslenskur körfubolti hefur fram að færa og þrátt fyrir að tvö öflugustu varnarlið deildarinnar væru að mætast þá var það fyrst og fremst sóknarleikurinn sem var í fyrirrúmi. Næsti leikur liðanna fer fram í kvöld klukkan 19:15. héðan endað í 1. sæti. Fyrir hönd Heiðarskóla í ár keppa þau: Leonard Sigurðsson, Anton Freyr Hauksson, Irena Sól Jónsdóttir og Birta Dröfn Jónsdóttir. Fyrir hönd Holtaskóla: Patrekur Friðriksson, Guðmundur Ólafsson, Sólný Sif Jóhannsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir. He l e n a Ó s k J ó n s d ó t t i r e r íþróttakennari í Heiðarskóla en hún á lið í Laugardalshöll í kvöld. „Þetta er frábær árangur hjá krökkunum og þau eru mikið að æfa þessa dagana. Þau eru öll í sínum íþróttum og það er nóg að gera hjá þeim, svo hittumst við einu sinni í viku og æfum Skólahreystigreinar,“ sagði Helena þegar blaðamaður innti eftir þessum góða árangri skólanna. Af hverju eru krakkar héðan svona góðir í Skólahreysti? „Hér er mikill áhugi og það er orðin dálítil hefð fyrir þessari keppni hérna. Krakkarnir vilja standa sig og vilja vera meðal þeirra bestu. Það sýnir sig kannski best að við erum með krakka í 8. bekk sem geta varla beðið eftir næsta ári þegar þau fá að taka þátt.“ Helena segir það vera flott að vera í Skólahreysti og árangurinn hafi smitað út frá sér þannig að fleiri vilja taka þátt.“ Andlega tekur þetta á krakkana en þau leggja mikinn metnað í þetta allt saman. Í kvöld fer fram bein útsending frá úrslitunum og eðlilega tekur það á taugarnar. „Þau finna alveg fyrir því að þau séu að koma fram í sjónvarpinu. Það gleymist hins vegar held ég þegar þau eru byrjuð að keppa og stressið fer. Tilhlökkunin er mikil og þau vilja klára verkefnið.“ Lætin eru gríðarleg á svona keppnum en það hvetur keppendur áfram og gefur þeim auka orku. „Ég held að bæði Heiðarskóli og Holtaskóli eigi eftir að verða ofarlega í þessari keppni, bæði liðin eru mjög sterk,“ vert er einnig að minnast á glæsilegt Íslandsmet sem Jóhanna Júlía Júlíusdóttir úr Myllubakkaskóla setti á dögunum þegar hún tók hvorki fleiri né færri en 177 armbeygjur. Bróðir hennar Eyþór Ingi Júlíusson á svo Íslandsmetið í upphýfingum, 5 8 s t y k k i t a k k f y r i r. „Vi ð Suðurnesjamenn höfum átt mörg Íslandsmet í Skólahreysti en þau eru þó slegin ansi oft,“ segir Helena en þessi tvö standa enn. Það mætti kannski segja að Reykjanesbær væri Skólahreystibær og Helena getur tekið undir það. „Kennararnir og krakkarnir hafa metnað fyrir þessu og það skilar kannski þessum árangri. Við eigum flotta krakka sem eru að ná góðum árangri í sínum íþróttum og það skilar sér vel í Skólahreystið,“ segir Helena að lokum en keppnin hefst klukkan 20:00 í beinni útsendingu á RÚV. Stórkostleg skemmtun í sigri Grindvíkinga

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.