Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.2012, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 26.04.2012, Qupperneq 24
Með innilegu þakklæti Ég ákvað að vera sólarmegin í lífinu um helgina, alveg eins og Sirrý á sunnudagsmorguninn. Svo miklu skemmti- legra að hlusta á hana heldur en stjórnmálafjasið á Bylgjunni. Alveg drepleiðinlegt til lengdar en örugglega mikilvægt. Hún fékk aftur á móti skemmtilegt fólk í þáttinn og auðvitað stóð Tommi í Bláa hernum uppúr. Dugnaðarforkur sem vílar ekkert fyrir sér. Tínir ruslið eftir okkur í tonnatali, allt árið um kring. Síðan kom hún inn á hver bæri ábyrgð á kyn- fræðslu unglinga og mér var hugsað til blaðsíðu 82 og 83 í náttúrufræðinni hjá Vigni kennara. Hans leiðsögn var mína eina. Og góð! Í Sunnudagsmogganum var einnig viðtal við þessa fyrrum ljúfu þulu, sem vekur mig jafnan af værum helgarblundi með hljómþýðri röddu. Þar talar hún um nýju bókina sem hún var að gefa út, um hvernig maður laðar til sín það góða í lífinu. Humm, já, hvernig fer maður nú að því? Hún fékk hug- myndina að þakka fyrir allt á meðan hún gekk út Ægisíðuna löngu. Og hvað átti hún svo að þakka fyrir í þessu grámyglulega veðri? Jú, þakka fyrir rokið því það tryggði henni hreint andrúmsloft. Þakka fyrir ilminn af hafinu og fyrir að búa nálægt sjónum. Þakka fyrir að búa á eyjunni Íslandi. Síðan þá hefur hún stundað þakklætisgöngur. Þær eru nefnilega ágætt mótvægi við þessi stöðugu skilaboð um að við eigum ekki nóg, séum ekki nógu falleg, nógu vel menntuð, nógu vel vaxin og svo framvegis. Ég ákvað að taka tilboði eiginkonunnar um þakklætisgöngu um ná-grennið. Á leiðinni hugsaði ég til þessarar jákvæðu konu úr útvarpinu og endurtók þakkir mínar til alls í lífinu. Frúin leit á mig með alveg nýju augnaráði, vissi ekki hvert ég var að fara í málgleðinni enda með endemum þögull að eðlisfari. Á leiðinni gekk ég framhjá rusli á víðavangi. Dagblöð, jólatré, stuðarahorn, bjórflaska, pappamál, hamborgarabréf, hundaskítur. Hugsaði til Tomma og ákvað að í næsta túr tæki ég ekki bara skítapoka eins og ég er vanur fyrir hundinn, heldur og ruslapoka. Gerði eitthvað gagn í leiðinni. Tæki jákvæða þakklætisgöngu með rusla- og skítaívafi. Við erum vön stórkostlegu gáleysi. Áratuga löngu. Þurfti ekki Landsdóm til að komast að því. Ekki endilega refsivert en umhugsunarvert. Takk fyrir Tommi og takk fyrir Sirrý. Við þurfum á svona fólki að halda til að minna okkur á. vf.is Fimmtudagurinn 26. apríl 2012 • 17. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr *M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 13.04 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki býður hagstæð framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði. Lánin eru óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum vaxtakjörum samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni. Framkvæmdalán geta numið allt að 1,5 milljónum gegn veði og allt að 750.000 kr. án veðs. Kynntu þér framkvæmdalán á www.islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Stjórnvöld hafa framlengt átakið ALLIR VINNA til 1. janúar 2013 Þú getur fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir framkvæmdir á árinu 2012. Kynntu þér málið á www.allirvinna.is. 6,25% óverðtryggðir vextir* og engin lántökugjöld Við bjóðum framkvæmdalán KOMDU Í GOLF Í LEIRUNNI NÝJAR MOTTUR Á ÆFINGASVÆÐINU. OPIÐ TIL 22:00 JÓEL 6 HOLU ÆFINGA- VÖLLUR HENTAR VEL FYRIR BYRJENDUR HAFIÐ SAMBAND Í SÍMA 421 4100 EÐA NETFANGIÐ GS@GS.IS Ólafur Ólafsson leikmaður Grindvíkinga verður fjarri góðu gamni í úrslit- unum gegn Þór Þorlákshöfn. Hann meiddist illa á ökkla gegn Stjörnunni, en hann var þó mættur í búning og með hækjunar á lofti og tók virkan þátt í fyrsta leiknum í úrslitarimmunni sem lauk með sigri Grindvíkinga. Nánar á íþróttasíðu Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.