Víkurfréttir - 31.05.2012, Qupperneq 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012
BARNAGOLF
GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA HELDUR BARNANÁMSKEIÐ Í
GOLFI FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 7 - 12 ÁRA
Staðsetning:
Hólmsvöllur Leiru, mæting er í golfskálann.
Markmið:
Að börnin læri undirstöðuatriðin í golfi í gegnum æfingar og leiki.
Golf- og siðareglur er varða framkomu og umgengni á golfvelli. Á
föstudögum eru spiladagar á Jóelnum (litli völlur GS). Um leið og
barn lýkur námskeiði er það velkomið á alla spiladaga sumarsins.
Námskeiðin:
• 11. - 15. júní
• 18. - 22. júní
• 25. - 29. júní
• 02. - 06. júlí
• 09. - 13. júlí
• 16. - 20. júlí
• 23. - 27. júlí
Tímabil:
Hægt er að velja að vera fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00
eða eftir hádegi kl.13:00 - 16:00
Skráning:
Nánari upplýsingar og skráning er á erlagolf@gmail.com
eða í síma 899 2955
Gjald:
Námskeiðsgjald er kr. 9000, innifalið í gjaldinu er sumarkort
á Jóelinn.
Yfirumsjón:
Erla Þorsteinsdóttir, PGA kennari
Karen Guðnadóttir, leiðbeinandi
BARNAGOLF
GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA HELDUR BARNANÁMSKEIÐ Í
GOLFI FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 7 - 12 ÁRA.
Byrjendanámskeið í golfi á Hólmsvelli Leiru. Námskeiðin verða á
þriðjudögum og fimmtudögum í sumar og er hvert námskeið fjögur
skipti, 90 mínútur í senn.
BYRJENDANÁMSKEIÐ 1
5. - 14. júní, kl. 18:00 - 19:30
Markmið: Pútt, vipp, sveifla, helstu golf- og siðareglur
BYRJENDANÁMSKEIÐ 2
5. - 14. júní , kl. 20:00 - 21:30
Markmið: Pútt, vipp, sveifla, helstu golf- og siðareglur
Innifalið í námskeiðinu er 50% afsláttur af sumarpassa á Jóelinn.
Verð: kr. 12.000
Skráning er á erlagolf@gmail.com
PGA kennarar
Erla Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur MagnússonSUMARSTARF Í SUNDMIÐSTÖÐINNI
ATVINNA
Óskum eftir að ráða í sumarafleysingu til loka ágúst,
sundlaugarvörð/ baðvörð í kvennaklefum
Um er að ræða vaktavinnu og þarf viðkomandi að geta hafið
störf strax. Lágmarksaldur er 22 ára
Upplýsingar veitir Ragnar Örn Pétursson í síma 421-6700
eða á netfangið ragnar.petursson@reykjanesbaer.is
Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar
http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf ,
eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.
Umsóknarfrestur er til 5. júní.
Heklugos á
Suðurnesjum
í kvöld
Áætlað er að Heklugos á Suðurnesjum hefjist kl. 19:30
í kvöld, fimmtudaginn 31. maí,
í þróunarsetrinu Eldey þar sem
kynnt verður kraumandi hönnun
á svæðinu.
Hátt í 40 hönnuðir taka þátt en að
viðburðinum standa Eldey, SKASS
og Menningarráð Suðurnesja.
Dorrit Moussaieff verður heiðurs-
gestur kvöldsins sem hefst með
afhendingu styrkja Menningarráðs
Suðurnesja.
Boðið verður upp á lifandi tónlist og
léttar veitingar en að því loknu mun
Ragnheiður Friðriksdóttir kynna
hönnunarferðir Reykjavík Con-
cierge. Þá hefst glæsileg tískusýning
kl. 20:30 undir dyggri stjórn Helgu
Bjargar Steinþórsdóttur og Suður-
nesjamannsins Arnars Gauta frá
Elite. Anna Ósk Erlingsdóttir ljós-
myndari mun mynda sýninguna en
þess má geta að samið hefur verið
sérstakt lag fyrir sýninguna og er
það eftir ungan Suðurnesjamann,
ívar Marrow Arnþórsson sem er
nýútskrifaður úr Myndlistarskóla
Reykjavíkur.
Að því loknu verða vinnusmiðjur
hönnuða í húsinu opnar og hægt
verður að skoða sýningu hönnuða
frá Suðurnesjum. Bláa lónið og
Sif Cosmetics munu kynna vörur
sínar. Fríhöfnin, Íslandsbanki og
Kadeco styrkja viðburðinn.
Heklan hvetur sem flesta Suður-
nesjamenn til þess að mæta og
kynna sér það sem hönnun á Suður-
nesjum hefur upp á að bjóða.
›› Samfélag í nýjan búning:
Margir hafa tekið eftir því að merki tveggja góðra
málefna hafa prýtt búninga hjá
körfuknattleiksliðum Keflavíkur
og Njarðvíkur í vetur – Krabba-
meinsfélag Suðurnesja og verk-
efnið Stöðvum einelti. Lands-
bankinn er bakhjarl beggja liða
og bæði lið taka þátt í verkefni
bankans sem ber yfirskriftina
Samfélag í nýjan búning. Í verk-
efninu gefur bankinn eftir aug-
lýsingar á búningum liðanna en
félögin velja sér gott málefni í
staðinn.
Í tengslum við verkefnið greiðir
Landsbankinn áheit fyrir hvern
sigur Njarðvíkur og Keflavíkur í
Iceland Express-deild karla og
kvenna. Sú upphæð skiptist jafnt
milli félagsins og málefnanna.
Samtals greiddi bankinn 360.000
kr. vegna sigra Keflavíkur í kvenna-
og karladeildinni í vetur og 350.000
kr. vegna sigra Njarðvíkur – eða
samtals 710.000 kr. Bæði málefni
höfðu áður fengið 500.000 styrk
þegar verkefnið var kynnt á sínum
tíma.
Stuðningur bankans hefur nýst
báðum málefnum mjög vel. Að-
standendur verkefnisins Stöðvum
einelti hafa skipulagt fyrirlestra
fyrir alla foreldra og þjálfara hjá
körfuknattleiksdeild Njarðvíkur
um birtingarmyndir eineltis. Hóp-
efli var skipulagt fyrir nemendur
6. og 7. bekkjar í Njarðvíkurskóla
um vináttu og samvinnu. Loks fóru
nemendur 9. bekkjar á leikritið
„Hvað ef “ í Borgarleikhúsinu.
Styrkur bankans til Krabbameins-
félags Suðurnesja hefur verið nýttur
í margvíslegt fræðslustarf um
krabbamein, stuðning við krabba-
Frá afhendingu áheita Landsbankans til Keflavíkur og Krabbameinafélags Suðurnesja og Njarðvíkur og verkefnisins
Stöðvum einelti. Frá vinstri: Sigfús Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Ásgerður Þor-
geirsdóttir, skólastjóri Njarðvíkurskóla, Elvar Már Friðriksson, Ásdís Vala Freysdóttir, Einar Hannesson útibússtjóri,
Bryndís Guðmundsdóttir, Valur Orri Valsson, Jón Axelsson, gjaldkeri Krabbameinsfélagi Suðurnesja, Guðmundur Björns-
son formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja og Sævar Sævarsson körfuknattleiksdeild Keflavíkur.
Landsbankinn greiðir áheit til góðra málefna
meinssjúklinga og loks rann hluti
styrkfjárins til tækjakaupa fyrir
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
„Við erum mjög stolt af því að vera
bakhjarlar beggja liða sem hafa
staðið sig gríðarlega vel í vetur og
síðustu ár. Með verkefninu Samfé-
lag í nýjan búning viljum við tengja
saman í gegnum bankann íþrótta-
félög og samtök eða félög sem láta
að sér kveða í mannúðarmálum
og gefa um leið íþróttafélögum,
stuðningsmönnum þeirra eða
styrktaraðilum kost á að taka þátt í
að styðja við mannúðarmál í félagi
við Landsbankann,“ segir Einar
Hannesson, útibússtjóri Lands-
bankans í Reykjanesbæ.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Stál og plast þakrennur
Allir fylgihlutir fáanlegir
Frábært
verð!