Víkurfréttir - 14.06.2012, Blaðsíða 7
7VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
2
-0
8
9
2
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fagnar 100 ára afmæli
sínu á þessu ári. Konur á öllum aldri eru hvattar til þess að
hreyfa sig reglulega og vera hluti af íþróttahreyfingunni sem
iðkendur, leiðtogar, sjálfboðaliðar eða foreldrar.
HITTUMST Í
KVENNAHLAUPINU
LAUGARDAGINN 16. JÚNÍ
GANGA EÐA SKOKK – ÞÚ RÆÐUR HRAÐANUM
Munum
brjóstahaldara-
söfnunina
HREYFING TIL FYRIRMYNDAR
Hlaupið er á eftirtöldum stöðum á svæðinu:
Vogar: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinn kl. 11.00. Vegalengd:
2,7 km. Forskráning í Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma.
Frítt í sund að loknu hlaupi.
Reykjanesbær: Hlaupið frá Húsinu okkar í Keflavík kl. 11.00.
Vegalengdir í boði: 2 km, 4 km og 7 km. Forskráning 14. og 15.
júní milli kl. 17 og 19 í Húsinu okkar, Hringbraut 106.
Frítt í sund að loknu hlaupi.
Grindavík: Hlaupið frá Sundlaug Grindavíkur kl. 11.00.
Vegalengdir í boði: 3,5 km og 5 km. Forskráning í sundlauginni
á opnunartíma frá 11. júní. Ávextir í boði að loknu hlaupi.
Garður: Hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni í Garði kl. 11.00.
Vegalengdir í boði: 2 km, 3,5 km og 5 km. Forskráning í
Íþróttamiðstöðinni á opnunartíma. Frítt í sund að loknu hlaupi.
Nánari upplýsingar á sjova.is. Þátttökugjald er 1.250 kr.
Slöngutengjasett
með úðabyssu Q308
590,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Húsavík
Vestmannaeyjum
Fyrir garðinn
WZ-9006 Greinaklippur
690,-
Þrýstiúðabrúsi
1 líter WZ-4001
495,-
1/2” slanga 15 metra
með byssu og tengjum
1. 390,-
WZ-9019
Greinaklippur
1.490,-
Slöngutengjasett með
úðara WZ-9304
395,-
Slöngusamtengi
98,-
(mikið úrval tengja)
WZ-9008
Hekk klippur 8”
1.690,-
Garðkanna 5 L
695,-
208 3ja arma garðúðari
325,- Þrýstiúðabrúsi 5 lítrar WZ-6004
1.590,-
Í grein sinni um rekstur Dvalarheimila á Suður-nesjum fer Inga Sigrún Atladóttir, forseti bæjar-
stjórnar í Vogum, mikinn um árs-
reikninga Garðvangs og Hlévangs.
Hún hefur mikinn áhuga á lífeyris-
greiðslum til framkvæmdastjóra
sem hún spurði um á aðalfundi
DS en fékk að sögn ekki nógu skýr
svör. Venja er að þegar fundarmenn
telja skýringar ekki nægjanlegar sé
kallað eftir frekari upplýsingum á fundinum og er þá
brugðist við með viðeigandi hætti. En það að kalla
eftir upplýsingum 9 dögum síðar í fjölmiðlum er ný
nálgun sem ég hef ekki upplifað áður.
Inga Sigrún fullyrðir að ríkið hafi hafnað umræddum
lífeyrisgreiðslum, fjárhagsnefnd SSS og stjórn SSS
sömuleiðis. Einnig fullyrðir hún að málið hafi ekki
verið afgreitt í stjórn DS. Allar þessar fullyrðingar
eru rangar. Málið var kynnt stjórn DS sl. haust og var
afgreitt á fundi 15. sept. 2011. Hvorki ríkið, fjárhags-
nefndin eða stjórn SSS hafa fengið málið sérstaklega
til umfjöllunar þannig að ég fæ ekki séð hvernig til-
greindir aðilar gátu hafnað því.
En eftir að hafa kveðið upp sinn stóradóm spyr hún um
málsatvik. Yfirleitt er byrjað á því að rannsaka mál ef
ástæða þykir og því næst eru gögn skoðuð. Eftir að hafa
rýnt í gögn og metið aðstæður er síðan kveðinn upp
dómur en Inga Sigrún kýs að hafa hinn háttinn á.
Það þykir nú ekki til siðs að hafa launamál einstakra
starfsmanna til umfjöllunar á opinberum vettvangi en
ég skal reyna að skýra ferlið í málinu.
Árið 2002 greinir Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis-
ins framkvæmdastjóra DS frá því að hann fengi ekki
lífeyrisgreiðslur í samræmi við ráðningarsamning
og innborgaðan lífeyri þrátt fyrir að hafa móttekið
lífeyrisgreiðslurnar um árabil. Stjórn DS mótmælti
þessari ákvörðun og staðfesti gagnvart framkvæmda-
stjóra að samningur sem starfsmenn DS gerðu við LSR
frá 1980 yrði virtur þrátt fyrir þessa túlkun LSR. LSR
hafnaði þessari kröfu formlega árið 2007 og var þá líf-
eyrinn endurreiknaður allt til ársins 1998. Málið var
tekið upp aftur í stjórn DS 2008 þar sem ákveðið var
að láta dómstóla skera úr um ákvörðun LSR. DS tapaði
málinu og endurgreiddi LSR þá DS ofgreiddar lífeyris-
greiðslur til 10 ára. Óumdeilt var að DS þurfti hins
vegar að standa skil á samningum við framkvæmda-
stjóra félagsins í samræmi við ráðningarsamning og
ákvarðanir stjórnar DS allar götur frá því á síðustu
öld.
Í kjölfarið var leitað til Talnakönnunar til að fyllsta rétt-
lætis væri gætt en þeir eru sérfræðingar í úrlausn svona
mála. Þegar sá útreikningur lá fyrir var óskað eftir því
af mér að hann væri sannreyndur af PWC, endurskoð-
anda DS. Greiðslan var síðan framkvæmd með fullri
vitund stjórnar DS og endurskoðandi DS fenginn til að
hafa umsjón með frágangi greiðslunnar sem hann og
gerði. Hér er verið að gera upp gamalt mál og reikna
greiðslur til framtíðar og varðandi framsetningu í árs-
reikningi var algerlega treyst á endurskoðendur.
Inga Sigrún hefur á ýmsum stigum málsins getað aflað
sér upplýsinga um allar þær spurningar sem hún kýs að
viðra á síðum Víkurfrétta. Allt frá því málið var tekið
fyrir af stjórn DS í haust og þangað til á aðalfundinum.
En því miður kýs hún að fara leið tortryggninnar sem
er allt of ríkjandi í dag.
Það eru spennandi tímar framundan í öldrunarþjón-
ustunni og við þurfum að einbeita okkur að því að
koma hjúkrunarheimilunum í gott horf í stað þess að
standa í þessum hnútuköstum.
Baldur Þ. Guðmundsson
formaður stjórnar DS
›› Baldur Þ. Guðmundsson, formaður stjórnar DS skrifar:
Málefni DS
Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur
blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ