Víkurfréttir - 14.06.2012, Qupperneq 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti á síðasta fundi sínum með fimm atkvæðum að óska eftir fundi með fulltrúum Reykja-
nesbæjar til að ræða hugmyndir um mögulega sameiningu sveitar-
félaganna Garðs, Sandgerðis og Reykjanesbæjar.
Það voru fulltrúar D-listans, sem skipar minnihlutann í Garði, sem lögðu
fram tillögu þess efnis að óska eftir viðræðum við Reykjanesbæ. Tillagan
þeirra var samþykkt með öllum atkvæðum minnihlutans og tveimur at-
kvæðum meirihlutans. Tveir fulltrúar meirihlutans sátu hjá.
Garðmenn vilja ræða sam-
einingu við Reykjanesbæ
›› Blikksmiðja Jóa og Blikksmiðja Davíðs undir sama þaki:
Blikksmiðir
Tveir blikksmíðameistarar hafa sameinað krafta sína
í blikksmiðju á Ásbrú í Reykja-
nesbæ. Jóhann Ingason hefur
rekið Blikksmiðju Jóa í nokkur
ár að Klettatröð 5 á Ásbrú. Þar
var áður blikksmiðja Íslenskra
aðalverktaka og þar hafði Jóhann
starfað síðan 1972.
Þegar Davíð R. Sigurðsson blikk-
smíðameistari var að leita sér að
húsnæði fyrir sína starfsemi lágu
leiðir þeirra Jóhanns og Davíðs
saman. Jóhann var einn í stóru
blikksmíðaverkstæði við Klettatröð
og þar var pláss fyrir annan blikk-
smið. Jóhann þekkti til Davíðs og
sagði orðspor hans gott og því var
ákveðið að þeir deildu saman verk-
stæði. Þar starfa þeir nú hlið við
hlið, vinna báðir sjálfstætt en bjóða
einnig saman í stærri verkefni.
Í samtali við Víkurfréttir sögðu
þeir félagar að verkefnastaðan væri
með ágætum og nóg að gera fram-
undan. Starfsmenn fyrirtækjanna
væru tveir til fimm eftir verkefnum
en blikksmiðjurnar taka að sér
alla almenna blikksmíðavinnu og
skiptir þá engu hvort um er að
ræða klæðningar, loftræstikerfi eða
aðra sérsmíði.
Þeir sem vilja setja sig í samband
við blikksmiðina, þá er Jóann með
síma 660 6200 og Davíð er í síma
861 0592.
Blikksmiðir sameinast á Ásbrú
Jóhann Ingason og Davíð R. Sigurðsson blikksmíðameistarar í húsakynnum sínum á Ásbrú í Reykjanesbæ.
1
2
-1
2
9
4
-
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Isavia óskar eftir kraftmikilli manneskju
í starfsmannaþjónustu
Isavia á Keflavíkurflugvelli óskar eftir að ráða kraftmikinn og áhugasaman starfsmann
í starfsmannaþjónustu til að sjá um launa- og starfsmannamál. Um er að ræða skemmtilegt
og krefjandi starf í fjölbreytilegu og alþjóðlegu umhverfi.
Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna.
Hjá Isavia starfa um 630 manns. Helstu
verkefni fyrirtækisins eru að sjá um
uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita
flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlands jafnt
sem millilandaflug auk yfirflugþjónustu fyrir
Norður - Atlantshafið. Isavia leggur áherslu
á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.
Starfssvið:
• Launavinnsla
• Umsjón með tímaskráningarkerfi
• Uppfærsla starfsmannaskrár
• Móttaka atvinnuumsókna, aðstoð við viðtöl
og undirbúningur móttöku nýrra starfsmanna
• Þróunarvinna í mannauðskerfi, ásamt ýmsum
tölfræðilegum greiningum
• Innkaup og utanumhald um einkennisfatnað starfsmanna
• Vinna við innri vef, starfsmannahandbók o.þ.h.
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun æskileg
• Reynsla af launavinnslu er skilyrði
• Reynsla af starfsmannamálum er æskileg
• Þekking og reynsla af tímaskráningarkerfi
• Færni í Excel og Word forritum ásamt góðri
þekkingu á helstu tölvuforritum
• Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
Áhersla er lögð á að umsækjandi hafi mikla samskiptahæfileika
með góða og örugga framkomu.
Umsóknir
Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið.
Umsóknum skal skilað rafrænt á: www.isavia.is/atvinna.
Umsóknarfrestur er til og með 25. júní.
Upplýsingar um starfið veitir Sóley Ragnarsdóttir, mannauðsstjóri í Keflavík,
soley.ragnarsdottir@isavia.is og Róberta Maloney, deildarstjóri kjaramála,
roberta.maloney@isavia.is.