Víkurfréttir - 14.06.2012, Qupperneq 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 14. júNí 2012
útspark Ómar JÓhannsson
Ómar Jóhannsson, markvörður og
starfsmaður í Fríhöfninni sparkar
pennanum fram á ritvöllinn.
af bekknum á em
Nú er EM byrjað í allri sinni dýrð. Aðeins heimsmeistarakeppnin
toppar þetta stórkostlega mót. Þarna mætast flest af bestu liðum í
heimi, það er í raun bara Brasilía og Argentína sem maður saknar.
Og mótið fer vel af stað. Reyndar var ég að horfa á mína menn í
Svíþjóð tapa sínum fyrsta leik. Eftir að hafa séð leik Frakka og
Englendinga þá held ég samt að þeir eigi ennþá möguleika að fara
áfram. Svíþjóð hefur verið mitt lið síðan að ég bjó þar í nokkur
ár. Ég flutti þangað á sautjánda ári til þess að spila með Malmö
FF. Þar var ég í þrjú ár. Þarna voru margir góðir fótboltamenn
og 2 af þeim spila í sænska landsliðinu í dag. Marcus Rosenberg
og Zlatan Ibrahimovic. Á þeim tíma bjóst maður samt ekki við að
þeir myndu eiga jafn farsælan feril og raun hefur verið.
Þegar ég kem út spila ég með unglingaliði Malmö FF sem var
skipað 17 og 18 ára strákum. Marcus Rosenberg er einu ári yngri
en ég og spilaði þá fyrir 16 ára liðið. Hann var hægri bakvörður og
ég verð að viðurkenna að ég hefði sjálfsagt ekki vitað hver hann
var ef við hefðum ekki lent í sama bekk í skóla. Það fór ekki mikið
fyrir hæfileikunum á fótboltavellinum. Þegar ég er svo á eldra ári
í unglingaliðinu og hann á því yngra komst hann ekki einu sinni
í liðið. Hann spilaði með varaliðinu og var þá farinn að fá sénsinn
sem framherji. Þegar hann er svo á eldra ári í unglingaliðinu slær
hann loks í gegn sem framherji. Hann verður markakóngur ung-
lingadeildarinnar og er færður upp í aðalliðið. Þar spilaði hann í
nokkur ár en sló í gegn í meistaraflokki þegar hann var lánaður
til Halmstad. Þaðan lá leiðin aftur til Malmö, svo til Ajax og þá til
Werder Bremen þar sem hann spilar í dag.
Zlatan Ibrahimovic þarf varla að kynna fyrir neinum sem eitt-
hvað fylgist með fótbolta. Hann er einn af bestu framherjum
heims síðustu ár og virðist bara verða betri með árunum. Við
erum jafnaldrar og fylgdumst þess vegna að í gegnum unglinga-
liðið. Það var samt þannig að fyrsta árið mitt hjá Malmö þá spilaði
hann lítið. Hann þurfti að sætta sig við að vera mest á bekknum
þar sem að aðrir framherjar gengu fyrir. Við vorum vissulega
með gott lið og urðum sænskir meistarar það árið. Það var samt
augljóst að Zlatan hafði hæfileika en það höfðu aðrir leikmenn
líka. Zlatan var ekki nógu stöðugur og spilaði ekki nógu mikið
fyrir liðið að mati þjálfaranna. Það var ekki fyrr en árið eftir sem
að hann fékk að spila reglulega í unglingaliðinu. Um haustið var
hann svo fyrst færður upp í aðalliðið og árið eftir sló hann svo í
gegn með þeim. Þaðan lá leiðin til Evrópu og sögu hans eftir það
þekkja flestir. Níu deildarmeistaratitlar á níu árum með fimm
mismunandi liðum talar sínu máli.
Þó að þeir séu að mörgu leyti ólíkir eiga þeir það sameiginlegt
að hafa ekki komist í lið þegar þeir voru 17 ára. Vissulega hefur
Zlatan náð töluvert lengra á sínum ferli en Marcus en þeir hafa
samt báðir átt flottan feril. Sérstaklega í ljósi þess í hvaða stöðu
þeir voru þegar þeir voru yngri. Einhverjir hefðu ef til vill gefist
upp. Farið í fýlu yfir því að vera ekki í liðinu. Ekki þeir. Þeir höfðu
trú á sér og því sem þeir voru að gera. Það geta ekki allir orðið
besti leikmaður í heimi. Ef maður hefur samt trú á sér og gefst
ekki upp er aldrei að vita hvar maður endar.
LJÓSANÆTUR-
SÝNING LISTA-
SAFNSINS 2012
– ALLIR SAMAN NÚ!
SUMARHÁTÍÐ Á
NESVÖLLUM
14. JÚNÍ KL. 14:00
Sú venja hefur skapast á Ljósanótt undanfarin ár að
heimafólk hefur verið í aðalhlutverki á sýningu
Listasafnsins í listasal Duushúsa. Í ár er ætlunin að þar
verði stór samsýning listamanna af Suðurnesjum.
Leitað er eftir verkum af öllum tegundum myndlistar,
tvívíðum og þrívíðum verkum, málverkum, vatnslita-
myndum, teikningum, ljósmyndum, skúlptúrum,
hefðbundinni list og óhefðbundinni og í raun öllu því
sem getur fallið undir víðustu skilgreiningu myndlistar.
Skilyrðin fyrir þátttöku eru aðeins tvö; að listafólkið
hafi náð 18 ára aldri og eigi lögheimili á Suðurnesjum.
Markmið sýningarinnar er að sýna hina miklu grósku
myndlistar á svæðinu og vonast er eftir að breiddin
verði sem mest, atvinnulistamenn og áhugamenn á
öllum aldri blandist í sköpuninni á eftirminnilegan hátt.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í sýningunni eiga
að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið
listasafn@reykjanesbaer.is fyrir 25. júní nk: Nafn
listamannsins, netfang, heiti verksins, lýsing á verkinu
m.a. stærð og gerð og ljósmynd af verkinu í góðri
upplausn. Hver og einn má senda inn þrjú verk.
Sérstök valnefnd velur svo úr innsendum verkum með
framangreint markmið í huga.
Listasafn Reykjanesbæjar
Skemmtiatriði - Gaman Saman
Sölubásar
Veitingar
Allir hjartanlega velkomnir
FALLEGIR GARÐAR
OG SNYRTILEGT
UMHVERFI
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar óskar
eftir ábendingum frá íbúum bæjarins um fallega garða,
fallega endurbyggingu á gömlum húsum og lóðum,
bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum.
Hægt er að koma ábendingum til skila í síma 421-2700
eða senda á netfangið usk@reykjanesbaer.is
Lionsklúbbur
Njarðvíkur gaf
knattspyrnu-
deildinni
hjartastuðtæki
Lionsklúbbur Njarðvíkur færði Knattspyrnudeild Njarðvíkur
hjartastuðtæki að gjöf. Í kjölfar
atburða sem átt hafa sér stað á
knattspyrnuvöllum á undan-
förnum árum og þá sérstaklega í
kjölfar þess að ungur leikmaður
Bolton Wanderers í ensku knatt-
spyrnunni hné niður nýlega gerði
KSÍ könnun á því hjá liðum í Ís-
landsmóti hvort hjartastuðtæki
væru á heimavöllum félaganna.
Í flestum tilfellum eru slík tæki
til staðar. Hjá Njarðvík var svona
tæki ekki til staðar og er þessi
gjöf Lionsmanna því kærkomin.
Stjórnarmenn og starfsmenn
deildarinnar munu allir sækja
námskeið í notkun tækisins.
VANTAR BÍLA
VEGNA MIKILLAR SÖLU
UNDANFARIÐ,
VANTAR OKKUR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SÖLUSKRÁ
OG Á STAÐINN
REYKJANESBÆ
Fótbolti um
helgina
Á laugardag hefjast leikar í Pepsi-deild karla í knatt-
spyrnu á ný eftir stutt hlé. Bæði
Grindvíkingar og Keflvíkingar
leika þá klukkan 14:00. Keflvík-
ingar leika heima gegn FH og
Grindvíkingar heimsækja Blika í
Kópavoginn.
Í 2. deild taka svo Njarðvíkingar á
móti Fjarðabyggð á Njarðtaksvelli
klukkan 14:00.
Auglýsingasíminn er 421 0001
Póstur: gunnar@vf.is