Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 24.04.2013, Qupperneq 19
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013 19 SlöKKVIlIðSmInjaSaFn Í ReyKjaneSbæ Fræðsluráð Reykjanesbæjar kallar eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna fræðsluráðs. Allir bæjarbúar geta tilnefnt einstaklinga eða skólaverkefni til verðlaunanna. Tilnefna má þróunar- og nýbreytniverkefni eða önnur vel unnin störf sem þykja til fyrirmyndar í starfsemi skóla á yfirstandandi skólaári. Tekið er á móti tilnefningum á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fram til 6. maí 2013. HVATNINGARVERÐLAUN FRÆÐSLURÁÐS ER EKKI ÁSTÆÐA TIL HRÓSA? Hlutverk sjóðsins er að veita styrki og viðurkenningar sem að stuðla að nýbreytni- og þróunarstarfi í leik-, grunn- og Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Styrkirnir eru veittir í samráði við reglur fræðsluráðs um styrki til þróunarverkefna frá 2006. Sækja þarf um til Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar fyrir 6. maí 2013. STYRKIR ÚR SKÓLAÞRÓUNARSJÓÐI FRÆÐSLURÁÐS MANNGILDISSJÓÐUR Úthlutun matjurtagarða hjá Reykjanesbæ er hafin. Svæðin eru í Grófinni og Dalshverfi neðan við Seljudal. Hver reitur er um 20m² og gjaldið er 3000kr. Þeir sem óska eftir sama reit og í fyrra verða að staðfesta pöntun fyrir 10. maí nk. Hægt er að panta garða í síma Þjónustumiðstöðvar 420-3200 á opnunartíma. MATJURTAGARÐAR REYKJANESBÆJAR 2013 Byggingarfræði og þyngdarafl þrívíddarverk Hallsteins Sigurðssonar Laugardaginn 27. apríl kl. 14.00 Sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar Duushúsum Aðalsteinn Ingólfsson ásamt listamanni leiða gesti um sýninguna Sýningunni lýkur 1. maí Safnið er opið virka daga kl. 12.00 -17.00, helgar kl. 13.00 – 17.00, aðgangur ókeypis LISTAMANNSLEIÐSÖGN slÖkkviliÐsminjasafn Íslands Seylubraut 1, Reykjanesbæ (gamla Rammahúsið). Á safninu er til sýnis m.a. elstu reykköfunartækin, stigarnir, dælurnar og bílarnir. Fyrsti slökkviliðsbíll Brunavarna Suðurnesja frá árinu 1947 er á safninu en hann er nýuppgerður og allur hinn glæsilegasti. Opnunartími: Sumardaginn fyrsta: 13-17 Laugardaga: 13-17 Sunnudaga: 13-17 Einnig er opið eft ir pöntunum fyrir hópa. Verð: Fullorðnir 800 kr. Öryrkjar og ellilíferisþegar: 500 kr. Börn yngri en 18 ára fá frítt í fylgd í samstarfi við Byggðasafn Reykjanesbæjar Nánari upplýsingar gefa: Sigurður Lárus GSM 862-1375 Ingvar Georg GSM 899-0557 Það eru slökkviliðsmennirnir Sig- urður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson sem eiga heiður- inn að safninu sem nú hefur verið sett upp. Hugmyndin varð til þegar Sigurði var falið það verkefni að skrásetja alla ameríska slökkvibíla af árgerðum 1940 til 1980 vegna sögu þessara slökkvibíla á Norður- löndum. Sú vinna var mikil og eitt leiddi af öðru. Eftir að Sigurður Lárus ræddi við Ingvar Georg fór hugmyndin á fullt og með stuðningi slökkvi- stjóranna Jóns Guðlaugssonar hjá Brunavörnum Suðurnesja og Jóns Viðars Matthíassonar hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var hugmyndin mótuð og kynnt fyrir Árna Sigfússyni bæjarstjóra í Reykjanesbæ, þar sem menn höfðu augastað á húsakosti Byggðasafns Reykjanesbæjar í Ramma. Til að gera langa sögu stutta þá tók bæjar- stjórinn hugmyndinni vel og hvatti slökkviliðsmennina til að þróa hana áfram. Hér á landi er til fjöldi slökkvibíla og annarra tækja frá fyrri tíð og er aðeins lítið brot til sýnis á slökkvi- liðsminjasafninu. Ástand gömlu slökkvibílanna sem til eru í land- inu er líka misjafnt. Mikið er til af bílum í góðu ástandi en einnig eru margir ekki sýningarhæfir og eru geymdir við slæmar aðstæður víða um land. Á sýningunni á Fitjum eru aðeins sýningarhæfir bílar og reynt að hafa bílakostinn fjölbreyttan. Á sýningunni er m.a. fyrsti slökkvi- bíll Slökkviliðs Keflavíkur, Ford af árgerðinni 1947. Hann var endur- byggður frá grunni en slökkvi- liðsmaðurinn Davíð Heimisson á mestan heiður af þeirri vinnu. Davíð varði um 1100 klukkustundum í endurbæturnar á bílnum sem í dag er eins og nýr. Hugmyndin er að nota hann við hátíðleg tækifæri en með honum á einnig að varð- veita sögu Brunavarna Suðurnesja en þann 15. apríl sl. eru 100 ár frá því fyrsta slökkvilið Keflavíkur var stofnsett. Slökkviliðsminjasafnið í Ramma á Fitjum verður opið um helgar og þar munu slökkviliðsmenn starfa í sjálfboðavinnu við að fræða gesti. Þá er hugmyndin að stofna holl- vinasamtök fyrir safnið og virkja þannig slökkviliðsmenn sem eru komnir á eftirlaun og fá þá m.a. til að setja fróðleik um slökkviliðin og slökkvistörf fyrri ára á það form sem varðveita má til framtíðar. Nýtt slökkviliðsminjasafn opnaði á dögunum í Ramma á Fitjum. Það er félag áhugamanna um sögu slökkviliða á Íslandi sem stendur að baki safninu. Safnið er hins vegar starfrækt undir hatti Byggðasafns Reykjanesbæjar og er í húsnæði byggðasafnsins á Fitjum. Gamlir slökkvibílar á safn Sigurður Lárus og Ingvar Georg við gamla gripi á safninu á Fitjum. Á myndinni til vinstri er Davíð Heimisson. Ford árgerð 1947 er fyrsti slökkvibíll Slökkviliðs Keflavíkur. Slökkvibílar af öllum stærðum og gerðum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.