Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Qupperneq 26

Víkurfréttir - 24.04.2013, Qupperneq 26
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR26 Það er viðeigandi að frá-farandi formaður NFS sé FS-ingur vikunnar svona rétt áður en sumarfrí framhald- skólanema skellur á. Sá heitir Ísak Ernir Kristinsson og er 19 ára gamall Keflvíkingur sem stundar nám á viðskipta- og hagfræðibraut FS. Ísak starfar sem körfuboltadómari samhliða námi en hann dæmdi leiki í bæði undanúrslitum karla og kvenna þetta árið. Það verður að teljst glæsilegur árangur hjá dómara á sínu fyrsta ári í efstu deild. Hvað er skemmtilegast við skólann? Í FS er gríðarlega öflugt félagslíf sem gefur náminu mikinn lit. Hjúskaparstaða? Einhleypur Hvað hræðistu mest? Pennana hennar Rósu. Hvað borðar þú í morgunmat? Herbalife sjeik Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Það koma gríðarlega margir FS-ingar til greina. FS er gullnáma af öflugu og flottu fólki. Ég hef trú á öllum! Hver er fyndnastur í skólanum? Í FS eru margir snillingar og mjög margir sem eru meinfyndnir. En ég hef gríðarlega gaman af gjaldkera NFS Bjarka Þór. Hvað finnst þér vanta í mötu- neytið? Oft vantar kók. En FS er heilsueflandi framhaldsskóli þannig að það er ekki í boði að selja óhollustu. Hver er þinn helsti galli? Ég segi alltaf já. Hvað er heitasta parið í skól- anum? Ísleifur og Olga Ýr. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Kristján er gríðarlega flottur skóla- meistari. En ef ég væri skólameistari FS þá myndi ég treysta stjórn NFS betur fyrir aðstöðunni þeirra og leyfa jafnvel formanni NFS að vera með lykil af skólanum svo stjórn og nefndir geta unnið í aðstöðu NFS fyrir utan skóla eða þegar þau hafa tíma. Af hverju valdir þú FS? Ég hafði gríðarlega trú á náminu í FS og NFS. Ég vildi taka þátt í að efla NFS sem var á blússandi siglingu eftir nokkurra ára lægð. Áttu þér viðurnefni? Nei það er lítið um það. Sigurbergur er samt að reyna innleiða viðurnefnið Snakki, ég veit það ekk. Hvaða frasa notar þú oftast? Ég veit það ekki. Já það er frasinn. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Félagslífið er gríðarlega gott í FS. NFS er að verða samkeppnishæft við stóru skólana í Reykjavík. Ég hlakka til að sjá hvar NFS verður eftir 2-3 ár. Áhugamál? Ég er félagsmálanörd! Einnig er ég körfuboltadómari sem er lífsstíll. Hvert er stefnan tekin í fram- tíðinni? Eftir FS er stefnan tekin á háskóla- nám. Einnig langar mig að sjá svo- lítið af heiminum. Hvað finnst þér um Hnísuna? Hnísan er gríðarlega flottur skóla- þáttur sem Sindri Jóhanns og félagar komu upp á mjög hátt level. Hver er best klædd/ur í FS? FS-ingar eru allir gríðarlega vel klæddir. En það þarf lítið til að gleðja Viktor Smára. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... Sævar Ingi Þórhallsson er nemandi í 10-SBV í Holtaskóla. Hann væri til í að hitta Neymar og segir að hann sé með ósköp venjulegan fatastíl. Hvað gerirðu eftir skóla? Ég fer oftast að læra, fer svo smá í tölvuna og fer á æfingu Hver eru áhuga- mál þín? Handbolti, ræktin og vinir Uppáhalds fag í skólanum? Að sjálfsögðu íþróttir Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Sá kappi væri Neymar Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Að geta birst hvar sem er Hvað er draumastarfið? Flugmaður, er að stefna á það Hver er fræg- astur í sím- anum þínum? Theodór Sigur- bergsson Hver er merki- legastur sem þú hefur hitt? L a n d s l i ð i ð í handbolta Hvað mynd- irðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Held að allir viti svarið við þessari spurningu Hvernig myndirðu lýsa fata- stílnum þínum? Held bara ósköp venjulegur fata- stíll Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu? Váá hvað þú ert fyndinn Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Guð ég veit það ekki Hvaða lag myndi lýsa þér best? Erfitt líf Mc Sævar Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Jersey Shore Besta: Bíómynd? Troy Sjónvarpsþáttur? Game of Thrones Tónlistarmaður/Hljómsveit? JB klikkar seint Matur? Humar Drykkur? Kókómjólk er besti drykkurinn Leikari/Leikkona? Johnny Depp Lið í Ensku deildinni? Manchester United Lið í NBA? Lakers er mitt lið Vefsíða? Facebook Ætla að verða flugmaður n SÆVAR INGI ÞÓRHALLSSON // UNG UMSjóN: PÁLL oRRI PÁLSSoN • PoP@VF.IS Sjónvarpsþættir Ég hef ekki tíma til að horfa á sjónvarpsþættir. Get t.d. ekki nefnt eina persónu í Friends. Hljómsveit Valdimar. Leikari Tim Robbins Vefsíður Vf.is Skyndibiti Subway Kennari Hlynur Ómar Fag Viðskipti og lögfræði Tónlistin Ég er alæta á tónlist. Hvað tónlist fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Ég fíla Justin Bieber eins og flest allir, það eru bara ekki allir til- búnir að koma út úr skápnum með það. Félagsmálanörd sem segir alltaF já MANNLÍF og MENNINg Ágætu Suðurnesjamenn. Laugardaginn 5. apríl sl. frumsýndi Leik- félag Keflavíkur leikritið „Með vífið í lúkunum“. Leikritið hefur fengið frábæra dóma og fólk hreinlega velt- i s t u m , f æ r magakrampa og jafnvel koma í ljós langþráðir og löngu horfnir magavöðvar af hlátri. Búið er að auglýsa sjö sýningar en einungis sex verið sýndar þar sem fella þurfti niður sýningu sl. laugar- dagskvöld vegna lélegrar mæt- ingar áhorfenda. Nú þegar búið er að sýna þessar sex sýningar hafa þó aðeins tæplega þrjú hundruð manns séð verkið en til þess að sýningin geri ekki annað en að standa undir kostnaði þá þurfum við alla vega sex hundruð manns. Þetta svæði býr svo vel að eiga öflugt leikfélag, eitt það öflugasta á landinu sem á hverju ári setur á svið tvö leikverk, tekur þátt í flestum þeim uppákomum sem haldnar eru á vegum bæjar- ins auk þess að halda úti öflugri og ört vaxandi unglingadeild. Það er því mikil synd að sjá ekki fram á að geta haldið áfram því öfluga starfi sem búið er að byggja upp á liðnum árum. Að setja sýningu á svið kostar mikla vinnu en við uppsetningu á einu verki liggja að baki a.m.k. sex vikna æfingatímabil þar sem æft er fimm daga vikunnar í 4-6 tíma. Það kostar einnig ágætis pening að ráða leikstjóra, byggja svið, auglýsa verkið o.fl. o.fl. Þótt Leikfélag Keflavíkur búi yfir frá- bærri aðstöðu í Frumleikhúsinu og góðum tækjum þá er kostnaður mikill sem fylgir uppsetningum og þar þarf félagið eins og önnur félög að stóla á áhorfendur. Vinna í leik- húsi er öll unnin í sjálfboðavinnu, bæði hjá þeim sem stjórna félaginu, leika eða koma að uppsetningunni með öðrum hætti. Það að leggja alla þessa vinnu og krafta í verkefnið sem fær svo einhverra hluta vegna ekki áhorf er ferlega fúlt, vægast sagt. Við vitum að verkið er frá- bært, leikarar fá allir hörku dóma um frábæran leik, allir sem einn og orðið á götunni er einfaldlega það að sýningin sé ekki síðri en þau verk sem atvinnuleikhúsin eru að sýna um þessar mundir. Undirrituð hefur starfað með Leikfélagi Kefla- víkur í rúm 30 ár og sjaldan hefur aðsókn verið verri en nú á svo flott leikrit eins og nú er í sýningu. Því biðla ég til Suðurnesjafólks að sýna okkur þann heiður og stuðning að mæta í Frumleikhúsið á föstudags- kvöldið 26. apríl kl. 20.00 en þá verður sýningin sýnd í allra síðasta sinn. Um leið vil ég þakka þeim sem þegar hafa komið og séð þessa frábæru sýningu. Fh. Leikfélags Keflavíkur, Guðný Kristjánsdóttir. lokaútkall - ákall til suðurnesjamanna Fáðu TILBOÐ hjá söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.