Víkurfréttir - 24.04.2013, Blaðsíða 34
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR34
Nú eru nokkrir dagar til kosninga og margir kostir eru í
boði, um 11 framboð gefa kost á sér í Suðurkjördæmi og
stefnumálin eru af
ýmsum toga. Þrátt
fyrir að framboðin
eigi ýmislegt sam-
eiginlegt þá eru þó
ákveðin mál sem
greinir þau að. Það
kann að virðast
f lókið fyrir ungt
fólk að kynna sér
stefnuskrá þeirra fjölmörgu framboða sem til staðar eru.
Við viljum koma hér inn á nokkur atriði sem eru mikil-
væg fyrir ungt fólk að hafa í huga þegar stigið er inn í
kjörklefann þann 27. apríl nk.
Flest þessara framboða hafa í stefnuskrá sinni einhverjar
lausnir sem ætlað er að taka á skuldavanda heimilanna.
Þrátt fyrir samhug flokkanna til að taka á skuldavanda
heimilanna þá eru áherslurnar mismunandi. Þegar þetta
stóra verkefni er haft í huga verða lausnir flokkanna að
vera raunhæfar og verða að komast til framkvæmda strax
eftir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í þessu efni
sett fram lausnir sem eru í senn raunhæfar og geta komist
til framkvæmda strax í upphafi komandi kjörtímabils.
Lausn Sjálfstæðisflokksins felst meðal annars í því að veita
heimilum skattaafslátt sem færður verður beint inn á
höfuðstól húsnæðislána. Þessi skattaafsláttur getur numið
allt að 40.000 kr. á mánuði sem á 4 árum getur lækkað
húsnæðislán um allt að 2 milljónir. Þess má einnig geta
að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stefnuskrá sinni sam-
bærilega leið fyrir ungt fólk sem hyggst kaupa sína fyrstu
íbúð. Með þessu vill flokkurinn koma til móts við unga
fólkið sem hefur hug á að komast af erfiðum og þungum
leigumarkaði í öruggt húsaskjól. Þetta verður gert með
svipuðum hætti og með húsnæðislánin, veittur verður
ákveðinn skattaafsláttur sem lagður verður inn á sérstakan
sparnaðarreikning ætlaðan til íbúðakaupa.
Í umræðunni um lausnir á skuldavanda heimilanna í
landinu má þó ekki gleyma mikilvægi atvinnulífsins.
Það er nauðsynlegt að þeir flokkar sem koma til með að
stýra landinu á komandi kjörtímabili verði í góðu sam-
bandi við atvinnulífið og hafi vilja til að vinna með því
en ekki á móti því. Það er nauðsynlegt öllum kjósendum
í landinu að atvinnulífið verði tryggt og unnt verði að
nýta þau tækifæri sem til staðar eru. Þetta verður meðal
annars gert með skynsamri nýtingu auðlinda, einfaldara
skattkerfi og meiri skilningi af hálfu ríkisvaldsins. Sjálf-
stæðisflokkurinn er sá flokkur sem ætlar sér að styrkja
atvinnulífið í landinu og með sterku atvinnulífi styrkist
hagur ungs fólks og fjölskyldna í landinu.
Það er mikilvægt að ungt fólk kynni sér vel þau málefni
sem fyrir liggja og taki með virkum hætti þátt í um-
ræðunni og láti sig málin varða. Unga fólkið mun lifa við
þær ákvarðanir sem teknar eru á næstu árum og verður
því að sýna áhuga á mótun þeirrar stefnu sem lögð er á
komandi kjörtímabilum. Við viljum hvetja ungt fólk og
ykkur öll til að taka virkan þátt í umræðunni og kynna
ykkur stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Gunnarsdóttir,
lögfræðingur og formaður Heimis, félags
ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ.
Ólafur Hannesson,
stjórnmálafræðingur.
Í grundvallaratriðum snúast þessar
kosningar um það hvort fylgja eigi
j a f n a ð ar s t e f nu
S a m f y l k i n g a r -
innar og byggja
upp ve l ferðar-
kerfið eða ekki og
hvort við viljum
ábyrg ríkisfjár-
mál eða óraunhæf
loforð.
Samfylkingin tók
við stjórnartaumunum þegar Ísland
var á barmi gjaldþrots, rúið trausti,
halli ríkissjóðs var stórkostlegur og
fall krónunnar og verðbólgan höfðu
brennt upp eignir. Við náðum saman
fjárlagagatinu á aðeins 4 árum sem
er afrek. Um leið og við stöðvuðum
skuldasöfnun ríkissjóðs forgangsröð-
uðum við í þágu velferðar og þeirra
sem minna hafa handa á milli.
Nú þegar við jafnaðarmenn höfum
tekið til eftir aðra er mikilvægt að
við fáum stuðning til að byggja upp
á nýju kjörtímabili. Samfylkingin er
ábyrg og henni má treysta til að skapa
öruggt og gott samfélag.
Staðreyndin er sú að:
Atvinnuleysi hefur minnkað um
helming frá 2009. Þúsundir ungra
atvinnuleitenda fengið skólavist
í gegnum átakið Nám er vinnandi
vegur.
Tækniþróunarsjóður var stórefldur
til að skapa ný störf og einnig fram-
kvæmdarsjóður ferðaþjónustunnar.
Rammalöggjöf um ívilnanir til nýfjár-
festinga og endurgreiðsla rannsókna-
og þróunarkostnaðar til fyrirtækja
hefur komið mörgum fyrirtækjum
til góða.
Við ætlum að:
Lækka tryggingagjaldið og fjölga
störfum.
Koma á nýjum fjárfestingalánasjóði
fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.
Tryggja sjávarbyggðum hlutdeild í
veiðleyfagjaldinu.
Setja tækni- og verkmenntun í for-
gang í skólakerfinu.
Ljúka jafnlaunaátaki hjá hinu opin-
bera.
Staðreyndin er sú að:
60% þjóðarinnar borgar hlutfallslega
minni skatta eða jafn mikla skatta
og fyrir hrun. Þeir sem betur standa
greiða meira til samfélagsins. Pers-
ónuafsláttur hefur hækkað um 45%
frá 2007 og er verðtryggður frá árs-
byrjun 2012.
Barnabætur hafa hækkað um 30%
og stuðningur við barnafjölskyldur
verður alls 11 ma.kr. á árinu 2013.
Samfylkingin hefur ráðist í byggingu
12 hjúkrunarheimila fyrir aldraða
um land allt.
Endurreisn fæðingarorlofssjóðs er
hafin og barnasáttmáli Sameinuðu
þjóðanna lögfestur.
Jafnrétti kynjanna hefur hvergi mælst
meira en á Íslandi undanfarin 4 ár.
Við ætlum að:
Láta börnin njóta forgangs. Gera
gjaldfrjálsar tannlækningar barna að
18 ára aldri að veruleika, efla starf-
semi Barnahúss og forvarnir gegn
ofbeldi.
Koma á einu húsnæðiskerfi fyrir alla,
fjölga námsmannaíbúðum og efla
leigumarkað.
Staðfesta nýjar, einfaldari og betri
almannatryggingar og bæta rétt líf-
eyrisþega.
Treysta grunnþjónustu heilbrigðis-
kerfisins.
Staðreyndin er sú að:
Hrun gjaldmiðilsins árið 2008 setti
fjárhag heimilanna í uppnám. Skuldir
hafa verið niðurfærðar um 300
ma.kr. á kjörtímabilinu. 12 þúsund
heimili hafa notið góðs af lækkun
skulda. Þær eru nú í sömu stöðu og
árið 2006.
Rúmlega 100 ma.kr. hafa runnið
til fjölskyldna í gegnum barna- og
vaxtabætur.
Húsleigubætur hafa hækkað og dregið
hefur úr tekjuskerðingu þeirra.
Sérstakar vaxtabætur eru komnar á
fyrir íbúðaeigendur með lánsveð.
Við ætlum að:
Koma á Nýjum húsnæðisbótum fyrir
alla. Þeir sem leigja fá jafn góðan
stuðning og þeir sem kaupa.
Koma 2.000 nýjum leiguíbúðum á
markað í samstarfi við sveitarfélög og
búseturéttarfélög.
Sjá til þess að bankar fjármagni sann-
gjarna lækkun skulda þeirra sem
keyptu á versta tíma fyrir hrun.
Ljúka afnámi stimpilgjalda og leggja
af uppgreiðslugjöldin.
Koma á stöðugleika og losa heimili
og fyrirtæki undan bólum og verð-
bólguskotum. Það bætir kjörin mest.
Jöfnuður og réttlæti er grunntónninn
í stefnu Samfylkingarinnar. Sundr-
ung og margir smáflokkar munu
veita sérhagsmunaöflunum undir-
tökin eftir kosningar.
Aðeins samstaða skilar okkur ár-
angri.
Veljum öruggt og gott samfélag -
kjósum Samfylkinguna!
Oddný G. Harðardóttir,
1. sæti Samfylkingarinnar
í Suðurkjördæmi
PÓSTKASSINN
n Hildur gunnarsdóttir og ólafur Hannesson skrifar:
n oddný g. Harðardóttir skrifar:
Ungt fólk og kjörklefinn
Loforð sem hægt er að standa við
Sjáið aLLa þættina á vf.iS
næSti nÝi þáttUR
á Ínn veRðUR 6. MaÍ nK.
Q SUðURneSjaMaGaSÍn
Q Q
Pabbi er kominn heim!
Guðrún Valdís Þórisdóttir tók þessa mynd af dætrum sínum er
þær stóðu á bryggjunni í Grindavík. Þar voru þær að bíða pabba
síns sem hafði verið á sjó í mánuð á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK.
Eins og glögglega má sjá leynir gleðin sér ekki hjá stúlkunum.
Guðrún náði þessu skemmtilega augnabliki á símann sinn en það
hefur nú heldur betur borgað sig. Guðrún hlýtur að launum miða
í Bláa lónið fyrir fjóra, út að borða fyrir fjóra á Olsen Olsen og
miða fyrir fjóra hjá Sambíóunum Keflavík.
Þær myndir sem einnig komu til greina voru heldur ekkert slor.
Sumar flíkur eru einfaldlega meira uppáhalds en aðrar. Það
sést greinilega hér þar sem þessi litla stúlka hefur vaxið upp úr
skónum en neitar hreinlega að henda þeim. Ótrúlega sætt.
Munið að merkja myndirnar ykkar #vikurfrettir á Instagram.
Instagram
VF
1.
Kristinn Ástvaldsson, Ólöf Jónsdóttir,
Elísabet Ástvaldsdóttir, Bragi Eyjólfsson,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
Ástvaldur Kristinsson,
Greniteigi 26, Keflavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Víðihlíð
í Grindavík, mánudaginn 1. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Víðihlíð í Grindavík.