Víkurfréttir - 24.04.2013, Qupperneq 35
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013 35
Á laugardag greiðum við atkvæði
um hverjir munu koma hjólum
atvinnulífsins í
gang á nýjan leik.
Að koma atvinnu-
lífinu í gang er
eitt mikilvægasta
verkefnið fyrir
ok ku r Su ð u r-
nesjamenn og
því nauðsynlegt
að tryggja gott gengi Sjálfstæðis-
flokksins í kosningunum.
Sjálfstæðisflokkurinn mun lækka
álögur á fyrirtæki og vinna með þeim
í að tryggja íbúum svæðisins atvinnu.
Stöðugt umhverfi fyrir atvinnulífið
er nauðsynlegt og það verður tryggt
með atkvæði þínu veitt Sjálfstæðis-
flokknum.
Samkvæmt nýjustu könnunum þá
er Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá
menn í Suðurkjördæmi og stutt í
þann fjórða. Fremstar í flokki eru
þingmennirnir Ragnheiður Elín
Árnadóttir og Unnur Brá Konráðs-
dóttir sem hafa beitt sér ötullega
fyrir Suðurnesin á kjörtímabilinu.
Í þriðja sætinu er Ásmundur Frið-
riksson, en eins og allir vita sem til
hans þekkja, mun hann verða mjög
öflugur talsmaður fyrir Suðurnesin
og eflingu atvinnulífsins á svæðinu.
Fjórði maður listans og þriðji Suður-
nesjamaðurinn er Grindvíkingurinn
Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður
og núverandi varaþingmaður. Vil-
hjálmur er tveggja barna faðir og
fulltrúi yngri kynslóðarinnar í hópi
frambjóðenda og gífurlega mikilvægt
að tryggja honum sæti á þingi.
Suðurnesjamenn, tryggjum okkur
öfluga forystu á þing fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn!
Setjið X við D á laugardag
Einar Jón Pálsson,
Suðurnesjamaður
Það er óhætt að segja að þessar síð-
ustu vikur hafa verið lærdómsríkar
fyrir mig sem er
að sækja um vinnu
hjá íbúum Suður-
kjördæmis . Að
bjóða sig fram til
Alþingis og sækja
umb o ð s i t t t i l
kjósenda er meira
en að segja það svo
mikið er víst. Ekki
síst er það erfitt
ef flokkurinn sem maður býður sig
fram fyrir er nýr og fjármunir til aug-
lýsinga og ferðalaga eru af skornum
skammti. Við frambjóðendurnir
höfum samt reynt okkar besta til
þess að koma okkar sjónarmiðum
og áherslum á framfæri með greina-
skrifum í staðarblöðin og á vefsíður,
eins höfum við heimsótt fólk og staði,
tekið þátt í framboðsfundum hér og
þar og mætt í útvarpsþætti og sjón-
varp. Það er von okkar að fólk hafi
þannig getað áttað sig á því hver við
erum og fyrir hvað við í Bjartri fram-
tíð stöndum. Öll gerum við okkur
grein fyrir þeim mikla vanda sem
steðjar að í íslensku samfélagi og það
hefur ekki farið fram hjá neinum að
þar ber skuldavanda heimila hæst.
Hann er mikill og á honum verður
að taka með einum eða öðrum hætti.
Greina ber vandann og ráðast síðan
af fullum krafti í að hjálpa þeim sem
verst standa. Atvinnumál, samgöngu-
mál, menntamál, gjaldmiðilsmál og
síðan grunnþjónustan öll eru allt
málefni sem taka verður á af festu og
ákveðni og leysa til framtíðar.
Byggjum upp
Björt framtíð vill byggja upp og
tryggja sanngjarnt, frjálst og opið
samfélag, þar sem leitast er við að
halda á lofti grunngildum íslenskrar
hefðar, frelsi, jafnrétti, trausti, virð-
ingu, og heiðarleika. Samfélag þar sem
enginn þarf að þjást af mismunun,
fátækt, atvinnuleysi eða skorti á
menntun. Samfélag sem tryggir
okkur meiri fjölbreytni, minni sóun,
meiri stöðugleika, samfélag sem er
laust við efnahagslegar kollsteypur.
Samfélag þar sem ríkir minna vesen
og fólk er laust við óþarfa áhyggjur og
getur treyst því að hlutir virki fljótt og
vel. Björt framtíð leggur ríka áherslu
á meiri sátt í íslensku samfélagi því
hér á landi er hver sáttahöndin upp
á móti annarri og í sundrung gerist
ekki neitt. Björt framtíð vill breyta
stjórnmálunum. Vinna að friði. Vil
viljum tala af virðingu og sanngirni
um hvert annað. Þannig eflum við
traust. Björt framtíð trúir því að sam-
einuð leysum við öll þau vandamál
sem að íslensku þjóðfélagi steðja. Við
í Bjartri framtíð viljum í raun hefja
hér nýtt landnám þar sem við öll í
sameiningu sköpum hamingjuríkt
samfélag fyrir okkur og komandi
kynslóðir. Hamingjuríkt og áhyggju-
laust líf er það sem við öll þráum fyrir
okkur sjálf og alla aðra. Hamingjan
er spunnin úr aðstæðum sérhvers
manns og kjarki hans til þess að taka
ákvarðanir um líf sitt. Hamingjan
fæst með því að öðlast þekkingu á
möguleikum og næmi á þá, setja sér
höndlanleg markmið og ná árangri.
Góðir íbúar Suðurnesja, næsta
laugardag göngum við til kosninga
og veljum okkur leiðir til framtíðar.
Slíðrum sverðin, snúum bökum
saman og tryggjum okkur sjálfum,
börnum okkar, barnabörnum og
öllum þeim ófæddu einstaklingum
sem eiga eftir að fæðast í þessu stór-
kostlega landi okkar, bjarta framtíð.
Kjósið X-A.
Páll Valur Björnsson
1. sæti á lista Bjartrar fram-
tíðar í Suðurkjördæmi
Á laugardaginn stendur valið milli
skýrra valkosta. Við getum valið
okkur fulltrúa til
starfa á Alþingi
sem við teljum
m u n a v i n n a
h e i ð a r l e g a o g
í þágu fólksins
í landinu. Ein-
staklinga sem við
treystum til að
vinna af dugnaði
og réttsýni. Fólk
sem hefur kjark til að takast á við
kerfið og spillingu.
Jöfnuður eða ójöfnuður
Ég er sannfærð um að samfélag
jafnaðar sé sterkara og réttlátara
en samfélag ójafnaðar. Við berum
ábyrgð á náunganum og eigum að
láta okkur velferð annarra varða. Það
er óásættanlegt að raunveruleg fátækt
skuli fyrirfinnast í landi þar sem allt
er til alls og ríkidæmi sumra virðast
engin takmörk sett. Fyrirheit um að
lækka samfélagslegar byrðar af þeim
sem hve mest hafa milli handanna
og afnám veiðigjalds er fyrirheit um
aukna misskiptingu í íslensku sam-
félagi. Aukinn ójöfnuð og óréttlæti.
Vinstri græn telja sanngjarnt að þeir
tekjumeiri greiði meira til samfélags-
ins og að þjóðin njóti arðs af auðlind
sinn. Þannig getum við búið til vel-
ferðarsamfélag sem tryggir öllum
aðstoð læknis, lögreglu og annarrar
grunnþjónustu óháð búsetu og efna-
hag.
Umhverfisvernd
eða stóriðjustefna
Fyrirheit um breytingu á ramma-
áætlun þannig að virkjanakostir í
neðri hluta Þjórsár verði settir í nýt-
ingarflokk eru áform um stóriðju-
stefnu. Áform um nýtingu orkunnar
til að reisa stórt álver er til marks um
einhæfa stefnu í atvinnumálum sem
leiðir af sér sóun á mannauð, spillingu
á ósnortinni náttúru og eyðileggingu
á einstöku lífríki. Við verðum að geta
treyst því að lýðræðislega kjörnir full-
trúar á Alþingi séu ekki að gæta sér-
hagsmuna þegar kemur að ákvarð-
anatökum sem þessum heldur að
þeir séu talsmenn almennings. Það er
þeirra hlutverk að vera rödd fólksins í
landinu og líka þeirra sem enga rödd
hafa, eins og náttúrunnar og kom-
andi kynslóða. Vinstri græn vilja fjöl-
breytta atvinnuuppbyggingu í sátt við
umhverfi og náttúru. Atvinnustefnu
sem byggir á nýsköpun, þekkingu og
reynslu fólksins í landinu.
Heiðarleg stjórnmál
Gamaldags refapólitík og klækja-
brögð verða að víkja fyrir heiðar-
legum stjórnmálum sem snúast um
almenning en ekki stjórnmálamenn-
ina sjálfa. Það að stjórnmálaflokkar
á Íslandi skuli leyfa sér að ganga
óbundnir til kosninga er hinn mesti
ósiður og er engum til hagsbóta nema
stjórnmálaflokkunum sjálfum. Það á
að vera sjálfsagt að kjósendur fái að
vita hvort sá flokkur sem þeir hyggjast
kjósa vilji starfa í anda félagshyggju
eða einstaklingshyggju, jafnaðar eða
ójafnaðar, umhverfisverndar eða
stóriðjustefnu, almannahagsmuna
eða sérhagsmuna. Það er alveg skýrt
hvað ég vil. Ég vil félagshyggjustjórn
– ég vil Vinstri græn.
Arndís Soffía Sigurðardóttir
lögfræðingur skipar 1. sæti
á lista Vinstri grænna
Kæru íbúar í Suðurkjördæmi.
Síðustu vikur hafa verið afar
ánægjulegar og fróðlegar fyrir
okkur frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi. Við höfum heimsótt
fjölmarga vinnustaði, hitt fólk,
haldið fundi og átt samtal
við fleiri hundruð íbúa kjör-
dæmisins. Við þökkum ykkur
öllum fyrir hlýjar móttökur og
skemmtilegar stundir síðustu
vikur. Eftir ferðalög okkar um
kjördæmið stendur upp úr að :
Í Suðurkjördæmi verður til meiri
hluti allrar þeirrar orku sem framleidd er á Íslandi, bæði
í þágu atvinnulífs og heimilanna. Við eigum enn tækifæri
til frekari orkuöflunar og getum þannig skapað grunn
fyrir þúsundir vel launaðra starfa um allt kjördæmið.
Suðurkjördæmi er stærsta fiskveiði- og fiskvinnslukjör-
dæmið á landsbyggðinni. Við sköpum verðmæti og öflum
útflutningstekna árlega upp á þúsundir milljóna króna
fyrir þjóðina alla. Þar eru einnig gjöful landbúnaðar-
héruð og miklir möguleikar til vaxtar hvort sem er í hefð-
bundnum greinum, garðyrkju eða í ýmis konar nýsköpun
í landbúnaði.
Í Suðurkjördæmi er ekki
aðeins að finna fyrsta og
síðasta viðkomustað allra
ferðamanna sem koma til
landsins heldur eru í kjör-
dæminu allir vinsælustu
ferðamannastaðir landsins,
s.s. Gullni hringurinn, Þing-
vellir, Skógarfoss, Jökulsár-
lónið og Bláa Lónið..svo fátt
eitt sé nefnt. Ferðaþjónusta
aflar þjóðarbúinu milljarða
króna í tekjur á ári hverju.
Við viljum að íbúar Suður-
kjördæmis njóti afrakstur
þessara gæða á sanngjarnan hátt og að kostir kjördæmis-
ins verði um leið tækifæri íbúanna.
Við erum hópurinn sem er algjörlega einhuga um að
virkja alla þessa kosti, í þágu heimilanna - í þágu atvinnu-
lífsins – í þágu Suðurkjördæmis.
Við óskum eftir stuðningi þínum í kosningunum á laugar-
daginn.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur
Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Friðriksson,
Vilhjálmur Árnason, Geir Jón Þórisson
Innifalið í K-klúbbnum er ársmiði á heimaleiki Keflavíkur,
upphitun fyrir leik þar sem góðir gestir mæta og kaffi í hálfleik.
Þeir sem hafa áhuga á að ganga í K-klúbbinn hafið sam-
band við Jón í síma 844 8069 eða Svein í síma 897 9540
Klúbburinn
n Arndís soffíA sigurðArdÓTTir skrifAr:
n frAMBJÓðEndur sJÁLfsTÆðisfLokks í suðurkJÖrdÆMi skrifA:
n PÁLL vALur BJÖrnsson skrifAr:
n EinAr JÓn PÁLsson skrifAr:
Skýrir valkostir
Við viljum vinna fyrir Suðurkjördæmi
Hamingja til framtíðar
Stjórnmálin
í nútímasamfélagi
Ég hef ekki verið að fylgjast mikið með pólitík í gegnum árin fyrr en ég komst að því nýlega að bróðir minn væri í framboði
hjá Pírötum í 7. sæti Suðurkjördæmis og þá fór ég
að finna fyrir miklum áhuga á pólitík, ég ætla að
styðja bróður minn því ég veit að hann vill berjast
fyrir meiri réttindum fyrir fatlaða. Stefna Pírata
er að bjarga internetinu frá spillingu og koma
upplýsingum rétt til fólks og vera með nútímalega
nálgun á vandamálum með hliðsjón af tækni-
framförum nútímans. Síðastliðinn áratug hafa
frjáls samskipti sérstaklega þurft að þola árásir frá
mörgum aðilum svo sem ríkisstjórnum og fyrirtækjum eða jafn-
vel stórum hluta af þjóð. Fullkomið dæmi um það er þegar stjór-
nmálamenn skilja ekki afleiðingar gjörða sinna, vegna vanþekk-
ingar á tæknilegum hliðum þess efnis sem um er að ræða eins og
tilraunir innanríkisráðuneytisins á Íslandi til þess að stoppa klám
á internetinu. Píratar hafa lagst alfarið gegn hugmyndum innan-
ríkisráðuneytisins um að ritskoða internetið af nokkurri ástæðu
og að það séu afbrotin sjálf sem eru versta vandamálið. Píratar
hafa mælst með mikið fylgi samkvæmt könnunum og vonandi ná
þeir að koma sínum mönnum inn á Alþingi eftir kosningarnar.
Ég ætla að kjósa Samfylkinguna ég hef verið í Samfylkingunni í
4 ár en hef ekki verið mjög virkur en er að pæla í því að vinna við
blaðamennsku og pólitík. Framsóknarflokkurinn hefur mælst með
mikið fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi líka. Ég held
að þetta endi með því að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn
verði í ríkisstjórn saman.
Að vera öryrki er ekki val eða lífsstíll. Það fær enginn örorkumat nema að
undangengnu læknisfræðilegu mati, í kjölfar veikinda eða slysa. Það eitt að
lenda í slíkri stöðu er áfall í sjálfu sér. Því teljum við mikilvægt að þeir sem
fá 75% örorkumat fái frá upphafi skýrar og greinargóðar upplýsingar um
réttindi sín og þá þjónustu sem í boði er. Það er mikilvægt að þeir sem eiga,
lögum samkvæmt, að veita fötluðu fólki – og þar með öryrkjum – þjón-
ustu, eigi frumkvæði að því að fólk geti nýtt sér lögbundna þjónustu. Ég
ætla í framtíðinni að fylgjast betur með pólitík og koma málefnum fatlaðra
og öryrkja í umræðu og að það sé eitthvað gert í málum þeirra.
Kær kveðja, Friðrik Guðmundsson
n friðrik guðMundsson skrifAr:
Tryggjum öfluga
forystu fyrir Suðurnes