Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Side 36

Víkurfréttir - 24.04.2013, Side 36
miðvikudagurinn 24. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR36 SPORTIÐ Elís tekur við kvennaliðinu Elís Kristjánsson hefur tekið v ið þjálfun kvennaliðs Keflavíkur í knatt- spyrnu tímabundið, en Snorri Már Jóns- son sem hafði þjálfað liðið á síðasta tímabili er hættur störfum. Elís hefur starfað lengi sem þjálfari hjá Keflavík og meðal annars þjálfað yngri flokka kvenna í mörg ár. Elís mun nú þjálfa lið meistaraflokks næstu mánuði eða þar til annað verður ákveðið. Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur. Halldór í UMFN Halldór Örn Hall- d ó r s s o n h e f u r samið við körfu- k n at t l e i k s d e i l d UMFN þess efnis að leika með liðinu næstu tvö ár in. Halldór Örn er 200 cm framherji/ miðherji. Greint er frá þessu á heimasíðu UMFN. Halldór Örn, sem lék með UMFN í yngri flokkunum á árunum 1995- 1997, kemur til liðs við félagið frá Þór á Akureyri þar sem hann lék á nýliðnu tímabili. Þar skilaði hann 14,2 stigum á leik og tók 7,2 fráköst (heildarframlag á leik upp á 15,0). Halldór Örn lék einnig lengi með Keflavík, og tvö tímabil með Breiðablik, en þá lék hann einmitt undir stjórn Einars Árna Jóhannssonar þjálfara UMFN. Keflavík er komið yfir í úrslita- einvígi sínu gegn KR um Íslands- meistaratitilinn í Domino’s deild kvenna í körfuknattleik. Keflavík lagði KR í fyrsta leik liðanna, 70- 52, í Toyotahöllinni á laugardag. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Keflavíkurstúlkur sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu að lokum 18 stiga sigur. Jessica Ann Jenkins var stigahæst í liði Keflavíkur með 23 stig og Birna Valgarðsdóttir kom næst með 14 stig. Stigaskorið dreifðist nokkuð vel hjá Keflavíkurstúlkum sem náðu einnig að halda Shan- non McCallum hjá KR nokkuð í skefjum. McCallum skoraði 26 stig en hún er líklega einn besti leik- maðurinn í deildinni og algjör lykilmaður í liði KR. Bryndís Guðmundsdóttir, leik- maður Keflavíkur, er ánægð með að liðið sé komið yfir í einvíginu um titilinn. Liðin mætast öðru sinni í Vesturbænum í kvöld. „Það er gott að fara í Vesturbæinn 1-0 yfir. Okkur gekk vel að stöðva McCallum. Hún var reyndar oft að setja niður mjög erfið skot en okkur gekk vel í varnarleiknum. KR liðið þurfti að skjóta mikið fyrir utan því við lokuðum vel teignum,“ segir Bryndís. „Leikurinn var jafn framan af en við sigum svo fram úr í þriðja leikhluta. Við erum með breiðan og sterkan hóp leikmanna sem skipti kannski sköpum. Þó varnar- leikurinn hafi verið góður þá hefði sóknarleikurinn mátt vera betri. Okkur hefur ekki tekist að leika vel Keflavík náði foryst- unni í einvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfu: Vanmetum ekki kR Keflavíkurstúlkur komnar á bragðið eftir sigur í fyrsta leik úrslitarimmunnar bæði í vörn og sókn á sama tíma en vonandi kemur þetta í leiknum í kvöld.“ Keflavík varð síðast Íslandsmeistari kvenna árið 2011. Titillinn fór til Njarðvíkur á síðasta ári og eru Keflavíkurstúlkur stað- ráðnar í að enda tímabilið með því að hampa stærsta titlinum í ís- lenskum körfubolta. „Það kemur ekkert annað til greina,“ segir Bryn- dís. „Þó að við séum komnar yfir í einvíginu þá vanmetum við ekki KR. Þær munu mæta dýrvitlausar í leikinn í kvöld og munu spila betur í sókninni en þær gerðu í fyrsta leik. Þetta verður alls ekki auðvelt en við ætlum okkur að verða Ís- landsmeistarar.“ Íslandsmótin í júdó fóru fram fyrir skömmu og náðu júdódeildir Grindavíkur og Njarðvíkur fínum árangri. Sigurpáll Albertsson frá Grindavík keppti í fullorðinsflokki og vann til bronsverðlauna. Sigurpáll keppti í -100 kg flokki og voru þar sex keppendur sem skipt var í tvo riðla. Sigurpáll vann sína fyrstu glímu en tapaði annarri gegn sigurvegara flokksins. Hann komst þó upp úr riðlinum og keppti undanúrslitaglímu þar sem hann var yfir á stigum þar til á lokasekúndunum þegar and- stæðingur hans kastaði honum. Hann hafnaði því í 3. sæti. Þá fór fram Íslandsmót U21 árs og kepptu þar þeir Björn Lúkas Haraldsson og Guðjón Sveinsson úr Grindavík. Björn Lúkas varð Íslandsmeistari þriðja árið í röð í -81 kg flokki og vann Guðjón til bronsverðlauna í -73 kg flokki. Njarðvík sendi 11 keppendur á Íslandsmót barna- og unglinga. Njarðvík vann til 10 verðlauna, eitt gull, fjögur silfur og fimm bronsverðlaun. Ingólfur Rögn- valdsson varð Íslandsmeistari í -34 kg flokki barna 11-12 ára. Hann vann sinn flokk með yfir- burðum. Björn Lúkas Íslands- meistari í jódó þriðja árið í röð Kö r f u k n at t l e i k s þ j á l f a r i n n Hrannar Hólm sem starfað hefur í Danmörku undanfarin ár, bætti enn einni rós í hnappagat sitt þegar hann var valinn þjálfari ársins í þriðja sinn í röð hjá vefsíðunni Eurobasket.com. Hrannar þjálfar kvennalið SISU sem hefur undir hans stjórn unnið tvöfalt undan- farin þrjú tímabil. Lið Hrannars taplaust í gegnum tímabilið 2013. Samtals 33 sigurleikir að baki. Er það í fyrsta sinn í kvennadeild Danmerkur að lið fer taplaust í gegnum deildarkeppni. Hrannar hefur nú verið ráð- inn íþróttastjóri hjá danska körfuboltasambandinu og með ráðningu Hrannars mun starfið breytast og stór hluti þess snúast um að finna og efla efnilegustu körfuboltamenn og konur Dan- merkur. Hrannar mun því hverfa frá þjálfun. Hrannar þjálfari ársins í Danmörku Keflvíkingar eru búnir að ákveða hvernig búningur liðsins í Pepsi-deild karla verður í sumar. Hann tekur örlitlum breytingum frá því sem verið hefur síðustu ár. Liðið mun áfram leika í dökkbláum peysum en buxur og sokkar verða hvítir. Með þessu er horfið aftur til upp- hafsins en búningur liðsins var þannig á upphafsárum þess og aftur upp úr 1990. Keflavík lék einmitt í svörtum peysum og hvítum buxum þegar liðið varð Íslandsmeist- ari árin 1964, 1969 og 1971. Einnig er hugmyndin að breyta til og létta aðeins yfir búningnum miðað við það sem verið hefur. Varabúningurinn verður algulur en sá búningur var tekinn í notkun í fyrrasumar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hörð Sveinsson og Bojan Stefán Ljubicic, leikmenn og fyrirsætur Keflavíkurliðsins. keflvíkingar aftur í hvítar stuttbuxur Bryndís fékk góða heimsókn í Toyota höllina þegar mæðgurnar Oddný Harðardóttir, frambjóðandi og dóttir hennar Inga Lilja Eiríksdóttir fögnuðu sigrinum með henni. Bryndís og Ingunn Embla fengu plástur í leiknum gegn KR hjá Önnu Pálu sjúkraþjálfara. Keflavíkur- stúlkur fögnuðu vel í leikslok.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.