Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.04.2013, Page 37

Víkurfréttir - 24.04.2013, Page 37
VÍKURFRÉTTIR • miðvikudagurinn 24. apríl 2013 37 VEGNA ALÞINGISKOSNINGA Í SVEITARFÉLAGINU VOGUM 27. APRÍL 2013 Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Stóru-Vogaskóla, gengið inn frá leikvelli. Kjörskrá í Sveitarfélaginu Vogum vegna alþingiskosninga liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins fram að kjördegi. Sérstök athygli er vakin á að kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskilríki getur átt von á að fá ekki að greiða atkvæði. Kjörstjórn Sveitarfélagsins Voga KJÖRFUNDUR VÍKURFRÉTTIR Í SÍMANN m.vf.is 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 11. apríl - 17. apríl. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leir- námskeið • Handavinna • Leikfimi - dans- boltaleikfimi. • Línudans • Félagsvist • Tölvuklúbbur • Bridge • Hádegismatur • Síðdegiskaffi Föstudaginn 26. apríl nk. á Nesvöllum kl. 14:00 Dönsum saman /Danssýning Allir velkomnir Nánari upplýsingar í síma 420 3400 eða á www.nesvellir.is/ SMÁAUGLÝSINGAR 421 0000 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS ÓSKAST Óska eftir 3ja herbergja íbúð Í Reykjanesbæ til leigu. Erum eldri hjón með öruggar greiðslur. Uppl. í síma: 6927781 Steini, helst eftir 7 á kvöldin. 3-4 herb. í Reykjanesbæ Einstæð móðir með tvö börn óskar eftir íbúð í júní/júlí. Traustar greiðslur. Get borgað tryggingu og sýnt fram á meðmæli. Skoða allt. Guðrún Ósk, oskin_90@visir.is TAPAÐ/FUNDIÐ Fugl Í síðustu viku fannst fyrir utan Sundmiðstöð Keflavíkur þessi dísarfugl. Lögreglan kom og tók upplýsingar en ekkert hefur gerst. Fuglinn er heima hjá einum starfs- manni sundmiðstõðvar í góðu yfir- læti. Upplýsingar i síma 8665861 Jóna. KAUPUM BÍLA Í NIÐURRIF Eigum varahluti í marga bíla Iðavellir 9c - 230 Reykjanesbæ - 421 7979 www.bilarogpartar.is Reykjanesmótið í Götuhjól-reiðum verður haldið í 5. skipti um næstu helgi. Í ár ber mótið heitið, ORBEA Reykjanes- mótið í götuhjólreiðum, en Inter- sport sem er innflutningsaðili á ORBEA hjólum styrkir fram- kvæmdina. Í boði eru tvær vegalengdir: 32 km (byrjendaflokkur) eða 64 km (keppnisflokkur). Keppt verður laugardaginn 27. apríl kl. 10:00. Mæting er við sundlaugina í Sand- gerði og ræst verður frá Hvalsnes- vegi. Eins og áður sagði þá er mótið nú haldið í 5. skipti en upphaf þess kemur frá tveimur öflugum frum- kvöðlum, þeim Haraldi Birgi Hreggviðssyni og Inga Þór Einars- syni. Mótið hefur stöðugt orðið vinsælla í hjólaheiminum, en það má einkum rekja til góðs skipulags á mótahaldinu, sem og stórkost- legra verðlauna og útdráttarverð- launa, ásamt veglegum veitingum. Á þessum tíma hefur fjöldi kepp- enda margfaldast, úr 30 í það að vera tæplega 100 keppendur sl. ár. Í ár er jafnvel búist við enn fleirum. Tvö síðastliðin ár þá hefur Þrí- þrautardeild UMFN komið inn í þetta með þeim félögum og nú í ár er sjálfvirk tímataka í fyrsta skipti. Fjöldi fyrirtækja gefur verðlaun og Sandgerðisbær hefur verið einkar liðlegur í að veita aðgang að sund- lauginni í verðlaunaafhendingu og slökun eftir mótið. Mótið í ár er sérstaklega sterkt þar sem það verður úrtökumót fyrir íslenska hjólalandsliðið fyrir Smáþjóðaleikana. Sjón er því sögu ríkari um helgina fyrir þá sem vilja fylgjast með, en jafnframt viljum við biðja vegfarendur að vera þolin- móða og taka tillit til keppenda. Nánari upplýsingar um mótið er á hjolamót.is, en skráningargjald er 2500 kr. fyrir keppnisflokkinn og 1500 kr. fyrir byrjendaflokkinn. Reykjanesmótið í götuhjólreiðum Besta hjólreiðafólk landsins hjólar frá Sandgerði á kosningadaginn. Grindvíkingar eru komnir út í horn í baráttunni um Íslands- meistaratitilinn í körfuknattleik. Þeir töpuðu þriðja leiknum gegn Stjörnunni í Röstinni á mánu- dagskvöld, 89-101, og verða að vinna í Ásgarði á morgun til að knýja fram oddaleik á sunnu- dag. Fari svo að Stjarnan vinni á morgun þá eru Garðbæingar Ís- landsmeistarar. Ungur leikmaður í Grindavíkurlið- inu, Davíð Ingi Bustion, hefur vakið eftirtekt í vetur og margir hafa velt því fyrir sér hvaðan þessi tvítugi leikmaður kemur. Davíð Ingi á ættir sínar að rekja til Grindavíkur en móðir hans kemur þaðan. Hann hefur verið búsettur í Sviss nánast allt sitt líf en ákvað að flytja til Ís- lands í vetur og leika körfuknattleik með Grindavík. „Tíminn í Grindavík hefur verið frábær,“ segir Davíð Ingi. „Ég er búinn að æfa körfubolta lengi en hætti að spila í Sviss fyrir tveimur árum og flutti svo til Bandaríkj- anna. Ég var þar í skóla en gat ekki spilað með skólaliðinu. Ég hafði aldrei áður spilað með meistara- flokki þegar ég byrjaði að æfa með Grindavík. Ég vildi prófa að búa hérna og finna sjálfan mig sem Íslending. Ég á stóra fjölskyldu í Grindavík og fólkið hér er frábært. Grindavík hefur alltaf verið liðið mitt þó ég hafi búið erlendis allt mitt líf.“ Davíð Ingi Bustion hefur fulla trú á að Grindvík- ingar komi til baka í ein- víginu gegn Stjörnunni: Nýtur þess að leika með Grindavík Davíð Ingi hefur spilað körfubolta síðan hann var barn og lærði hann íþróttina af föður sínum sem var at- vinnumaður í körfubolta. „Í yngri flokkunum snerist allt um vörn og við spiluðum mjög fast. Öll hin liðin í Sviss voru mjög hrædd við okkur,“ segir Davíð Ingi og hlær. Hann hefur fengið að spila mikið með Grindavík í vetur og sannað sig sem góður varnarmaður. Davíð varð reyndar fyrir því óláni að handleggsbrotna skömmu eftir áramót og missti í kjölfarið af bikarúrslitaleiknum sem Grind- víkingar töpuðu fyrir Stjörnunni. Hann er búinn að jafna sig að fullu af þeim meiðslum. „Ég fór inn í tímabilið með engar væntingar og hef notið þess að fá að leika með þessum frábæru strákum. Ég er búinn að læra rosalega mikið, hvort sem það er inni á vellinum eða á bekknum að horfa á liðið. Ég var lykilmaður í liðinu mínu í Sviss og er vanur að spila mikið. Ég geri alltaf mitt besta og reyni að vinna vel fyrir liðið,“ segir Davíð. Hann stefnir að því að komast inn í Listaháskólann í haust og hefja nám í arkitektúr. Hann hefur undan- farið verið við nám í Iðnskólanum í Hafnarfirði til að undirbúa sig fyrir það nám en hann hefur nú þegar lokið stúdentsprófi. Við getum snúið þessu við Þó Grindvíkingar séu komnir út í horn í einvíginu gegn Stjörnunni þá er Davíð ekki búinn að gefa upp alla von um að liðið geti hampað Íslandsmeistaratitlinum um næstu helgi. „Við eigum góðan séns. Allir í liðinu vita að við getum unnið Stjörnuna. Þetta snýst aðallega um okkur sjálfa – hvað við ætlum að gera. Við þurfum að framkvæma okkar hlutverk og spila fyrir liðið. Það er mikil reynsla í Stjörnuliðinu og það verður erfitt að vinna þá en við getum snúið þessu við. Í fyrsta leiknum vorum við frábærir og unnum stóran sigur. Annar leikurinn var hræðilegur en þriðji leikurinn var betri – við hættum að spila sem lið á síðustu mínútunum. Við erum búnir að fara yfir það sem við gerðum vitlaust í öðrum leik og líka eftir þriðja leik. Þetta verður komið í lag á morgun. Ef við spilum vel þá eigum við mjög góðan möguleika. Við þurfum ekki að vinna stórsigur, bara að vinna með einu stigi.“ Vildi finna sjálfan mig sem Íslending Fáðu TILBOÐ hjá söluráðgjafa í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is Óþekktur leikmaður, Davíð Ingi Bustion, hefur komið á óvart með Grindavík í vetur.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.