Neytendablaðið - 01.06.2010, Side 13
Jóhannes Gunnarsson
forma›ur Neytendasamtakanna
Það er ekki ástæða til að tíunda hér þann fjárhagslega vanda sem
mörg heimili standa frammi fyrir. Þótt það sé ákveðin einföldun
má segja að vandinn sé mestur hjá þremur hópum. Í fyrsta hópnum
eru ein stæðir foreldrar sem eiga í miklum erfiðleikum með að ná
endum saman. Annar hópurinn er einkum yngra fólk sem keypti
sér hæfi lega stóra fasteign þegar verð þeirra var í hæstu hæðum og
tók jafnvel myntkörfu lán til að fjármagna kaupin að miklu eða öllu
leyti. Þriðji hópurinn lifði einfaldlega langt um efni fram og býr í
alltof stórum eignum auk þess að sitja uppi með ýmislegt sem keypt
var á „góðæris tímanum“, t.d. tvo bíla, húsvagn og margt fleira, og
var jafnvel allt fengið með myntkörfulánum. Vissulega brugðust
fors endur alls þessa fólks, og raunar flestra, vegna gengisfalls með
tilheyr andi verðbólgu. Vöruverð hækkaði um leið og atvinnuleysi
jókst og laun jafnvel lækkuðu.
Nú liggur fyrir sú nöturlega staðreynd að nauðungaruppboð á
íbúðar húsnæði eru að hefjast. Hægt er að sækja um frestun á nauð
ungar sölu í þrjá mánuði, en hafi verið sótt um frestun t.d. í mars
renn ur sá frestur út í júní og engir frekari frestir eru veittir. Hægt
verður að sækja um frest allt þar til lögin falla úr gildi þann 31.
október 2010, en eftir það verða engin frekari úrræði til að fresta
nauð ungar sölu. Það er því ljóst að að margir munu missa eignir
sínar. Þá skiptir máli hvernig kröfuhafar haga sér. Ætla þeir að
henda íbúunum út eða á að bjóða þeim að leigja á skikkanlegu
verði, en leiguverð húsnæðis hefur lækkað mikið á undanförnum
mán uðum. Varla er það betra fyrir lánveitendur að sitja uppi með
tóm ar íbúðir, auk þess sem spyrja má hvar þetta fólk ætti annars
staðar að búa. Ef farin er sú leið að bera fólk út af heimilum sínum
án þess að það hafi sómasamlegan samastað þá getur það haft
alvar legar afleiðingar í för með sér. Mýkri leiðir hljóta að teljast
væn legri fyrir báða aðila.
Stjórnvöld og lánastofnanir hafa boðið heimilum sem stríða við
fjár hags vanda upp á ýmsar aðgerðir, oftar en ekki við dræmar
undir tektir skuldara. Annað hvort áttar almenningur sig ekki á því
hvað felst í þessum tilboðum eða hann telur þau ekki vera lausn
vanda mála sinna.
Ljóst er þó að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða. Þar má
nefna frumvarp félagsmálaráðherra um að heimila Íbúðarlána
sjóði að bjóða til leigu íbúðir sem keyptar hafa verið á nauðungar
uppboði með ákvæði um kauprétt leigjenda. Húsaleigan tekur þá
mið af markaðsleigu á viðkomandi svæði. Einnig á, með aukn um
lánamöguleikum, að efla byggingu á vegum húsnæðissamvinnu
félaga. Í þessu felst m.a. að húsnæðisfélögum verður auðveldað að
endur fjármagna búsetaíbúðir þegar skipt er um búseturéttarhafa.
Við höfum alltaf byggt á sjálfseignarkerfinu í húsnæðismálum, en er
það besta leiðin? Vissulega eru margir fleiri kostir í stöðunni og þá
ekki síst hvað varðar húsnæðissamvinnufélög sem stjórnvöld ætla
nú að efla. Einnig hefur löngu verið ljóst að hér vantar stærri leigu
markað. Loks hlýtur að koma til skoðunar einhverskonar „verka
manna bústaðakerfi“ sem illu heilli var lagt af fyrir allmörgum árum.
En nánar að húsnæðissamvinnufélögunum. Í þessu blaði er rætt
við Steinar Júlíusson, sem nú er komin á eftirlaun. Steinar hefur
í 21 ár búið í íbúðum á vegum slíkra félaga, fyrst 2 ár í Ósló og
síðan hjá Búseta. Í viðtalinu kemur fram að víða um heim eru
hús næðis samvinnu félög gríðarlega öflug og má þar nefna að 80%
Berlínar búa búa í húsnæði af þessum toga. Það gera einnig 3.8
milljón ir íbúa New York og þegar húsnæðishrunið gekk yfir þar
vestra stóðu húsnæðissamvinnufélögin af sér storminn.
En er það góð leið fyrir fjölskyldur að taka stór lán til fjármagna
íbúðar kaup? Ekki telur Steinar það og bætir því við að „engin fjöl
skylda ætti að skuldsetja sig um ókomin ár í óvissu og áhyggjum
vegna kaupa á íbúð.“
Með breyttu Íslandi þurfa að verða breytingar á húsnæðiskerfinu
sem við búum við og valkostum verður að fjölga. Þar gegna hús
næð is sam vinnu félögin mikilvægu hlutverki.
Húsnæðismál
í skugga hrunsins
13 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010