Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 2

Neytendablaðið - 01.06.2009, Blaðsíða 2
 NEYTENDABLA‹I‹ 2. tbl., 55. árg. – júní 2009 Útgefandi: Neytendasamtökin, Hverfisgötu 105, 101 Reykjavík Sími: 545 1200 Fax: 545 1212 Veffang: www.ns.is Netfang: ns@ns.is Ábyrgðarmaður: Jóhannes Gunnarsson Ritstjóri: Brynhildur Pétursdóttir Ritnefnd: Jóhannes Gunnarsson, Þuríður Hjartardóttir, Hildigunnur Hafsteinsdóttir Yfirlestur: Finnur Friðriksson Umbrot og hönnun: Uppheimar ehf. Prentun: GuðjónÓ ehf. – vistvæn prentsmiðja Forsíðumynd: iStockphoto Upplag: 13.500 eintök, blaðið er sent öllum félagsmönnum í Neytendasamtökunum Ársáskrift: Árgjald Neytendasamtakanna er 4.300 krónur og innifalið í því er Neytendablaðið, 4 tölublöð á ári. Heimilt er að vitna í Neytendablaðið í öðrum fjölmiðlum sé heimildar getið. Óheimilt er þó að birta heilar greinar eða töflur án leyfis Neytendasamtakanna. Upplýsingar úr Neytendablaðinu er óheimilt að nota í auglýsingum og við sölu nema skriflegt leyfi Neytendasamtakanna liggi fyrir. Lykilorð á heimasíðu: hlaup06 Leiðari ritstjóra 2 Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan 3 Innheimta og vanskil 4 Lántökukostnaður 5 Gagnrýni á efnahagslíf vísað á bug 6 VÍ situr fyrir svörum 7 Dömureiðhjól 9 Matvælaeftirlit 10 GDA-merkingar 12 Frá formanni 13 Fjallahlaup og skokk 14 Klónaðar kýr 17 Efðabreyttur maís 18 Saltur ostur 19 Verðkönnun hjá tannlæknum 20 Netnotkun barna 21 Facebook 22 Verslað á netinu 23 Efni Blaðið er prentað á umhverfisvænan hátt. Brynhildur Pétursdóttir Sykurskattur rétta leiðin? Margir eru sannfærðir um að sykurskattur sé besta leiðin til að minnka óhóflega sykur­ neyslu og þegar þetta er skrifað lítur út fyrir að hugmyndir um sykurskatt verði jafnvel að veruleika. Mér finnst þó að reyna ætti allar aðrar leiðir fyrst. Skýr skilaboð Hér í Neytendablaðinu hefur verið sagt frá herferð sem Danir fóru í árið 2007 og miðaði að því að minnka sykurneyslu þar í landi. Við það tækifæri gaf danski neyt­ endamálaráðherrann út þá yfirlýsingu – byggða á ráðleggingum sérfræðinga – að börn ættu ekki að drekka meira en hálfan lítra af gosi eða sætum safa á viku. Ráðherrann sagðist tala hreint út því foreldrar ættu oft erfitt með að skilja hvað „hófleg neysla“ væri. Röggsemi ráðherrans er til eftirbreytni. Íslenskir foreldrar þurfa ekki síður skýr skilaboð en þeir dönsku. Ýtarlegri umfjöllun Fyrir rúmum áratug var sýndur danskur fréttaskýringaþáttur í ríkissjónvarpinu um sykurneyslu danskra barna. Þátturinn vakti verðskuldaða athygli og umtal. Umræðan dó þó út eftir einhvern tíma enda ekkert gert til að fylgja henni eftir. Því miður er umræðan á Íslandi oft yfirborðskennd enda málin gjarnan afgreidd með stuttum viðtölum, jafnvel í beinni útsendingu þar sem fólk með andstæðar skoðanir deilir. Norðurlandamet í sykurneyslu er klárlega efni í athyglisverðan og fróðlegan þátt. Ef Danir geta gert hrollvekju um sykurát danskra barna hvað ættum við þá ekki að geta hrist fram úr erminni? Markaðssetning Seljendur og framleiðendur hafa komist upp með að beina óhollustu að börnum án nokkurrar gagnrýni sem heitið getur. Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna gáfu fyrr á árinu út leiðbeinandi reglur sem miða að því að minnka markaðsáreitið á börn. Þar er m.a. annars tekið á markaðssetningu óhollustu. Heilmikið starf liggur að baki þessu góða framtaki. Hafi stjórnvöld áhyggjur af heilsufari íslenskra barna ættu þau að hjálpa til við að kynna þessar reglur og kalla opinberlega eftir því að mark­ aðurinn axli ábyrgð. Fari markaðurinn ekki eftir þessum leiðbeinandi reglum á að lögfesta þær. Merkingar á matvælum Þar sem sykur er fremur ódýrt uppfyllingarefni er það vinsælt hráefni í ýmis matvæli. Framleiðendum ætti að vera skylt að gefa upp magn viðbætts sykurs í matvælum. Það væru upplýsingar sem kæmu neytendum að gagni. Snúum þróuninni við Það er eiginlega skammarlegt að þjóð sem hefur jafngóðan aðgang að drykkjarvatni og við skuli setja Norðurlandamet í sykurneyslu ár eftir ár. Við hljótum að geta snúið þróuninni við þannig að þetta einkennilega umburðarlyndi gagnvart gosþambi og sæl­ gætisáti heyri sögunni til. Hátt verð á gosdrykkjum og sætindum hefur hingað til ekki haft mikinn fælingarmátt. Það þarf því annað og meira til.  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.