Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR6 Þann 14. júlí 2012 kl. 16-18 opnar Fríða Rögn-valdsdóttir myndlistarkona úr Keflavík sýn- inguna Ferðalag í Tré og list Forsæti, Flóahreppi. Léttar veitingar verða við opnun. Fríða hefur komið víða við á ferli sínum, var með- limur og í stjórn Baðstofunnar í Keflavík, sem er hópur áhugafólks um myndlist frá árunum 1986-1999. Hún tók sumarnámskeið í vatnslitamálun 1995 í Mynd- listarskóla Kópavogs. Fornám í Myndlistaw- og hand- íðaskóla Íslands veturinn 1999. Auk þess fékk Fríða inngöngu í Academie of fine kunst í Tongeren í Belgíu haustið 1999. Hún nam þar í málaradeild til des. 2001 ásamt því að vera gestanemi í grafík- og skúlptúrdeild skólans. Fríða hefur haldið fjölda einkasýninga hérlendis, ásamt einkasýningu í Lúxemburg. Einnig hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum hér heima, ásamt 5 samsýningum erlendis, í Belgíu, í New York og síðasta haust í Istanbúl í Tyrklandi, þar sem mynd hennar Vinkonur var tilnefnd til verðlauna. Fjölbreytta myndlist Fríðu má sjá á heimasíðu hennar, frida-r.com Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Tré og list, treoglist.is Leiðari Víkurfrétta Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 19. júlí 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Víkurfréttir og tjáningarfrelsið Það er alltaf gaman að gera breytingar til góðs og við hérna á ritstjórninni erum ánægð með þær breytingar sem við gerðum á vefsíðu Víkur- frétta í síðustu viku. Þá var sett í loftið töluvert endurbætt útgáfa af vf.is þar sem vefir Víkurfrétta, fréttavefurinn vf.is og golfvefurinn kylfingur.is voru sameinaðir í einn vef. Nýja vefsíðan er mun einfaldari en sú gamla og fram- setning á fréttum er aðgengilegri. Nýi vefurinn hefur verið í þróun undanfarið ár og höfum við átt gott samstarf við hugbúnaðarfyrirtækið Dacoda í Reykjanesbæ sem fram- leiðir vefumsjónarkerfið sem heldur utan um umfangsmikið frétta- og myndakerfi vf.is. Frá því vefurinn fór fyrst í loftið sumarið 1995 hafa tugþúsundir frétta og mynda verið settar inn á vefinn og þar er mikla sögu að finna. Vefnum hefur verið breytt nokkrum sinnum í gegnum tíðina og oftast fáum við að heyra að gamla útgáfan hafi nú verið betri, enda lesendur vanafastir. Viðbrögðin við nýjustu breytingunni hafa verið mjög jákvæð, ef undan er skilin athugasemd sem markaðs- og auglýsingastjóri DV hefur gert við síðuna. Markaðsstjóri DV segir í grein á dv.is Víkurfréttir vera að fara illa með tjáningarfrelsið þegar ritstjórn- in hafi lokað á þann möguleika að lesendur gætu skrifað athugasemdir undir fréttir og greinar á vefnum. Þessi sami markaðs- og auglýs- ingastjóri DV fór mikinn í at- hugasemdakerfinu á vef Víkurfrétta og lét þar orð falla sem lögfróðir menn segja ærumeiðandi. Mark- aðs- og auglýsingastjórinn bæði hringdi í starfsmenn Víkurfrétta og sendi þeim póst og óskaði eftir afsökunarbeiðni blaðsins vegna þeirrar ákvörðunar að hafa tekið út þann valkost á vef vf.is að þar væri hægt að skrá athugasemdir lesenda. Vefmiðill markaðs- og auglýsinga- stjóra DV tekur sjálfur á sínum lesendum með eftirfarandi hætti: „Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem æru- meiðandi eða ósæmileg“. Það er algjörlega í höndum ritstjórnar Víkurfrétta að meta það hvað sé birt og hvað ekki í miðlum Víkurfrétta, hvort sem er á prenti eða netinu. Við þurfum ekki að biðja markaðs- og auglýsingastjóra DV afsökunar á því að hafa tekið út athugasemdakerfið. Markaðsstjórinn verður því bara að nota sinn eigin vef áfram til að ata sinn gamla heimabæ aur. Sé það tjáningarfrelsi að meiða æru fólks, þá þarf eitthvað að taka þetta tjáningarfrelsi til skoðunar. Hilmar Bragi Bárðarson Tónlistarkonan Elíza Newman skrifaði undir höf- undarréttarsamn- ing í síðustu viku við ameríska fyrir- tækið Wixen Music. Wixen Music var stofnað fyrir um 30 árum síðan og er sjálfstætt höf- undarréttarfyrirtæki sem býður listamönnum sínum mikið sam- starf og góða stjórn á sínum höf- undarrétti. Tónlistarmenn á borð við Neil Yo- ung, The Black Keys, Audioslave, Rage against the Machine,Weezer og Tom Petty eru á meðal lista- manna sem Wixen Music eru með á sínum snærum. Munu Wixen einbeita sér að því að koma tónlist Elízu á framfæri í ýmsum miðlum og má þar nefna að lagið „I Won- der“ af síðustu sólóplötu hennar, mun hljóma í ástralska sjónvarps- þættinum „Winners and Losers“ bráðlega. Winners and Losers er vinsæll leikinn sjónvarpsþáttur sem fjallar um fjórar vinkonur sem vinna saman í Lottó stóran vinning og líf þeirra eftir þær breytingar. Þátturinn er sýndur um víða veröld, m.a í Bret- landi, Frakklandi, Finnlandi og Suður- Afríku. Elíza er um þessar mundir að k lára upptökur á þriðju sólóplötu sinni sem mun koma út á Íslandi í haust. Verður platan gerð í tveimur út- gáfum þ.e. ein á íslensku fyrir Ís- landsmarkað og önnur á ensku fyrir erlendan markað. Fyrsta lag plötunar Stjörnuryk er komið í góða spilun á Íslandi og hefur verið á vinsældarlista Rásar 2 í 6 vikur. Elíza er bæði þekkt sem söngkona Kolrössu Krókríðandi og Bellatrix en einnig sem sóló listamaður á Íslandi jafnt sem erlendis. Síðasta plata Elízu, Pie in the sky naut vinsælda og átti þó nokkur vinsæl útvarpslög eins og Ukulele song for you og Hopeless case, einnig hlaut lag hennar um Eyjafjallajökul heimsathygli árið 2010. n Stemmningin á varamannabekk Grindavíkur var með besta móti í liðinni viku þegar heima- menn tóku á móti Valsmönnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grinda- víkur, er þekktur fyrir sælgætispokann sem hann mætir ávallt með á leiki. Guðjón opnar pokann og býður upp á bita þegar hans menn skora mark. Í leiknum náðu Grindvík- ingar forystunni snemma leiks og mikil stemmning var í liðinu sem ætlaði sér sigur í leiknum. Það var því farið ótæpilega í pokann góða á meðan á leik stóð. Sagði Guðjón eftir leikinn að einn af aðstoðar- mönnum hans á bekknum hafi farið full oft í pokann, fengið sykursjokk og orðið æstur þannig að dómari leiksins varð að koma og aðvara hann. Á meðfylgjandi myndum má sjá gleðina á bekknum og þegar leikmönnum og öðrum var boðið upp á nammi eftir að Grindavík hafði aukið forystuna í 2:0. Úrslit leiksins urðu 2:0 sigur heimamanna og fyrsti sigur Grindavíkur í Pepsi-deildinni orðinn að veruleika. VF-myndir: Hilmar Bragi Á þriðja hundrað börn lesa nú af kappi í sumarlestri Bókasafns Reykjanesbæjar. Hver þátttakandi fær fisk á fyrsta þátt- tökudegi til að setja í fiskabúr sumarlesturs og þar svamla nú 233 fiskar. Það hefur því gengið vel að fiska eftir lestrarhestum það sem af er sumri. Sumarlestri er þó hvergi nærri lokið og mestallur júlí og allur ágúst eftir. Við gætum því enn slegið þátttökumetið frá árinu 2008 en þá tóku 255 börn þátt. Grunnskólabörn í Reykjanesbæ og læs börn á leið í grunnskóla eru hvött til að hjálpa okkur á Bóka- safninu að slá metið. Elíza Newman skrifar undir saming hjá Wixen Music Munu börn í Reykjanesbæ slá lestrarmet í sumar? Fór ótæpilega í nammipokann og var aðvaraður af dómara Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Myndlistarsýningin Ferðalag í Tré og list Forsæti ›› Fríða Rögnvaldsdóttir sýnir í Flóahreppi: Scott Ramsay kíkir í nammipokann hjá Guðjóni Þórðarsyni þjálfara sínum í leiknum gegn Valsmönnum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.