Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 12.07.2012, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 9 Panelklæðningin frá 1965 sé orðin þurr og skemmdir á nokkrum stöðum. Bekkir þurfi viðhald og gólfefni séu orðin lúin. Þá segir Ragnheiður Ásta að gamli predikunarstóllinn sé til og hann sé geymdur í Kirkjulundi. Hann eigi sér mikla sögu og því sé honum gerð mikil virðing með því að taka hann í notkun að nýju. Kostnaður við þessar breytingar er talinn vera um 10 milljónir króna og nú sé unnið að því að afla þess fjár. Þá liggur fyrir að orgel kirkjunnar er að syngja sitt síðasta og sú stund færist nær að það mun hreinlega hrynja. Orgelið er gamalt og verksmiðjuframleitt í Austur-Þýskalandi á sínum tíma en er ekki eins og orgel í dag, sem eru sérsmíðuð inn í hverja kirkju. „Okkur langar að sýna kirkjunni þá virðingu sem henni ber,“ segir Ragnheiður Ásta í sam- tali við blaðamann. Til þess að breytingarnar geti orðið að veruleika verður að gera þær í nokkrum skrefum. Breytingarnar hófust fyrir tveimur árum þegar panelklæðning var tekin úr kórnum, hann var málaður og altaristaflan var hreinsuð. Núna í ágúst verður kirkjunni lokað í einn mánuð, þar sem engin brúð- kaup verða í ágústmánuði. Panell verður tekinn af veggjum og þeir málaðir, bekkir verða teknir út úr kirkjunni og endurnýjaðir, auk þess sem skipt verður um gólfefni. Að ári verður síðan farið í að laga kirkjuloftið og laga gráturnar. Í framhaldinu verður síðan farið í að setja upp gamla predikunarstólinn. Ragnheiður Ásta segir að þegar litið er til sögunnar þá hafi Keflavíkurkirkja verið byggð af miklum stórhug. Stærstur hluti kirkjunnar var gefinn af kaup- manninum á staðnum en einnig lögðu bæjarbúar til bæði vinnu- framlag og fjármuni til bygg- ingarinnar. Nú er einnig horft til þess að bæjarbúar í Keflavíkursókn leggi til vinnu og fjármuni til kirkjunnar sinnar. Stórhugurinn á sínum tíma var svo einstakur. Þá bjuggu á fimmta hundrað manns í sveitarfélaginu en þeir byggðu kirkju sem tók 200 manns í sæti. Núna geta bæjarbúar Kirkjan færð í upprunalegt horf fyrir 100 ára afmælið lagt fjármuni til verksins t.a.m. með því að kaupa pípu í nýja orgelinu eða leggja fram vinnu einn og einn dag. Séra Skúli S. Ólafsson sóknar- prestur segir að hugmyndin sé að virkja hinn mikla félagsauð sem er innan kirkjunnar til góðra verka. Þá hefur kirkjan fengið hinn færa arkitekt, Pál V. Bjarnason til verksins. Hann hefur að sögn legið yfir teikningum og gömlum ljósmyndum af kirkjunni. Þá hefur hann farið ofan í alla gamla muni sem hafa varð- veist úr kirkjunni til að finna upprunalega liti. Þannig er búið að finna liti á tréverki og bútur af upp- runalegum gólfdúk fannst í gamla predikunarstólnum, þannig að þar geta menn fengið sama lit og áferð. Steindir gluggar kirkjunnar verða teknir niður og þeim komið í geymslu. Þá hefur Keflavíkurkirkja aðstöðu til að hafa þá til sýnis áfram, a.m.k. að hluta. Sýnist fólki svo að steindu gluggana eigi að setja upp að nýju, þá sé alltaf möguleiki á því. Þannig verði gengið frá þeim að þeir verði varð- veittir. Ragnheiður Ásta segir að sóknarnefndarfólk sé spennt að sjá hvernig kirkjan líti út án steindu glugganna. Steindir gluggar hafi á sínum tíma verið mikil tískubóla í mörgum kirkjum. Steindu gluggarnir í Keflavíkurkirkju hafa enga trúarlega skírskotun. Stefnt er að því að hafa lokið þeim áfanga sem nú verður unninn fyrir Ljósanótt og bjóða gestum úr árgangagöngunni að koma við í kirkjunni og njóta þeirra breytinga sem þá verða tilbúnar. Sr. Skúli S. Ólafsson sóknar- prestur Keflavíkurkirkju við predikunarstólinn sem verður endurgerður í upprunalega mynd. Englarnir eru t.a.m. ekki hluti af upprunalegum stól. Steindu gluggarnir munu víkja fyrir glæru gleri eins og var í kirkjunni þegar hún var vígð fyrst. Svona er upprunalegt útlit Keflavíkurkirkju. Farið verður eins nálægt því og hægt er með nútíma þarfir í huga. Rammi altaristöflunnar fær dökkbrúnan lit, sem er upprunalegur litur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.